Jóhann Páll Jóhannsson
Jóhann Páll Jóhannsson (f. 31. maí 1992) er íslenskur alþingismaður fyrir Samfylkinguna og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands | |||||||||||||
Núverandi | |||||||||||||
Tók við embætti 21. desember 2024 | |||||||||||||
Forsætisráðherra | Kristrún Frostadóttir | ||||||||||||
Forveri | Guðlaugur Þór Þórðarson | ||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fæddur | 31. maí 1992 Reykjavík | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Samfylkingin | ||||||||||||
Maki | Anna Bergljót Gunnarsdóttir | ||||||||||||
Faðir | Jóhann G. Jóhannsson | ||||||||||||
Menntun | Heimspeki, sagnfræði, stjórnmálahagfræði | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Hann fæddist í Reykjavík og foreldrar hans eru Jóhann G. Jóhannsson (1955) tónskáld og Bryndís Pálsdóttir (1963) fiðluleikari.
Nám og störf
breytaJóhann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík árið 2012, lauk BA-prófi í heimspeki með lögfræði sem aukagrein í Háskóla Íslands árið 2015, 2017 lauk hann MS-prófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla og árið 2020 MS-prófi í evrópskri stjórnmálahagfræði frá London School of Economics and Political Science.
Hann var blaðamaður á DV á árunum 2012 - 2015 og eftir það blaðamaður hjá Stundinni frá 2015 - 2019
Hann bauð sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2021 og náði kjöri.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Alþingi, Æviágripi - Jóhann Páll Jóhannsson (skoðað 10. September 2023)
Fyrirrennari: Guðlaugur Þór Þórðarson |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |