Jóhann Páll Jóhannsson

Jóhann Páll Jóhannsson (f. 31. maí 1992) er íslenskur alþingismaður fyrir Samfylkinguna og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ)
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands
Núverandi
Tók við embætti
21. desember 2024
ForsætisráðherraKristrún Frostadóttir
ForveriGuðlaugur Þór Þórðarson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2021 2024  Reykjavík n.  Samfylking
2024    Reykjavík s.  Samfylking
Persónulegar upplýsingar
Fæddur31. maí 1992 (1992-05-31) (32 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
MakiAnna Bergljót Gunnarsdóttir
FaðirJóhann G. Jóhannsson
MenntunHeimspeki, sagnfræði, stjórnmálahagfræði
Æviágrip á vef Alþingis

Hann fæddist í Reykjavík og foreldrar hans eru Jóhann G. Jóhannsson (1955) tónskáld og Bryndís Pálsdóttir (1963) fiðluleikari.

Nám og störf

breyta

Jóhann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík árið 2012, lauk BA-prófi í heimspeki með lögfræði sem aukagrein í Háskóla Íslands árið 2015, 2017 lauk hann MS-prófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla og árið 2020 MS-prófi í evrópskri stjórnmálahagfræði frá London School of Economics and Political Science.

Hann var blaðamaður á DV á árunum 2012 - 2015 og eftir það blaðamaður hjá Stundinni frá 2015 - 2019

Hann bauð sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2021 og náði kjöri.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Alþingi, Æviágripi - Jóhann Páll Jóhannsson (skoðað 10. September 2023)


Fyrirrennari:
Guðlaugur Þór Þórðarson
Umhverfisráðherra
(21. desember 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.