Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason (fæddur 29. október 1982) er íslenskur stjórnmálamaður sem að gengdi embætti Félags- og barnamálaráðherra frá 2017 til 2021 og Mennta- og barnamálaráðherra frá 2021 til 2024 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann sat í ríkisstjórnum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar.[1] Hann var áður þingmaður Vinstri grænna frá 2009 til 2011 og síðan þingmaður Framsóknarflokksins frá 2011 til 2024. Hann datt út af þingi í Alþingiskosningunum 2024.
Ásmundur Einar Daðason | |||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | |||||||||||||||||||||
Mennta- og barnamálaráðherra Íslands | |||||||||||||||||||||
Í embætti 28. nóvember 2021 – 21. desember 2024 | |||||||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson | ||||||||||||||||||||
Forveri | Lilja Alfreðsdóttir | ||||||||||||||||||||
Eftirmaður | Ásthildur Lóa Þórsdóttir | ||||||||||||||||||||
Félags- og barnamálaráðherra Íslands | |||||||||||||||||||||
Í embætti 30. nóvember 2017 – 28. nóvember 2021 | |||||||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir | ||||||||||||||||||||
Forveri | Þorsteinn Víglundsson | ||||||||||||||||||||
Eftirmaður | Guðmundur Ingi Guðbrandsson | ||||||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||||||
| |||||||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||||||
Fæddur | 29. október 1982 Reykjavík | ||||||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Framsóknarflokkurinn (2011–) Vinstrihreyfingin – grænt framboð (fyrir 2011) | ||||||||||||||||||||
Maki | Sunna Birna Helgadóttir | ||||||||||||||||||||
Börn | 3 | ||||||||||||||||||||
Menntun | Búvísindi | ||||||||||||||||||||
Háskóli | Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Landbúnaðarháskóli Íslands | ||||||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Ásmundur Einar kom yfirleitt vel út í könnunum um stuðning til ráðherra og í nokkrum könnunum var hann vinsælasti ráðherrann, til að mynda í könnunum frá 2021 og 2023.[2][3] Vinsældir Ásmundar Einars fóru að dala um mitt ár 2023 eftir ættardeilur hans komust í ljós um jörðina Lambeyrum í Dalasýslu.[4] Áður en Ásmundur Einar var kjörinn á þing starfaði hann sem sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu og rak hann þar innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað til 2011, auk þess sem að ann var formaður félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.
Menntun og fyrri störf
breytaÁsmundur er menntaður sem búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2002 og árið 2007 lauk hann B.Sc.-próf í almennum búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ásmundur Einar sat í stúdentaráði Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 2001-2002, var formaður þess 2004-2005. Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu 2005-2010 og Formaður svæðisfélags Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Dölum 2005-2007. Þá sat hann í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands 2009.[5]
Stjórnmálaferill
breytaÁsmundur var þann 15. nóvember 2009 kosinn formaður Heimssýn, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Ásmundur Einar var kjörinn á þing fyrir Vinstrihreyfinguna-grænt framboð en sagði sig svo úr þingflokki þeirra þegar hann studdi vantrauststillögu á ríkisstjórnina 13. apríl 2011. Sagði Ásmundur að hann studdi ríkistjórnina ekki í mörgum málum þar á meðal Evrópumálunum.[6]
Ásmundur Einar var einn þeirra þingmanna Vinstri hreyfingarinnar sem hafði miklar efasemdir við Icesave samkomulagið og sat meðal annars í fjárlaganefnd á þeim tíma, var hann beittur miklum þrýstingi að samþykkja málið. [7]
Þann 1. júní 2011 gekk Ásmundur Einar til liðs við Framsóknarflokkinn. [8]
Ásmundur Einar var kjörinn aftur á þing vorið 2013 þá fyrir Framsóknarflokkinn. Skipaði hann annað sæti lista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.[9] Ásmundur Einar sat á þingi frá 2013-2016 og settist svo aftur á þing eftir Alþingiskosningar haustið 2017.
Í maí 2015 hlaut það athygli þegar að Ásmundur Einar var sagður hafa verið undir áhrifum áfengis þegar að hann ældi á farþega í flugvél Wow Air. Málið hlaut mikla umfjöllun.[10]
Árið 2018 birti fréttamiðilinn DV frétt sem að innihélt myndband frá árinu 2015 af Ásmundi Einari og frænda hans Ámundi Sigurðssyni að tala kynferðislega um húðlit bandarískrar körfuboltakonu, auk þess þar sem að þeir ofbeldisfullar langanir til hennar. DV hinsvegar fjarlægði myndbandið stuttu seinna. Blaðamaðurinn Andrés Magnússon blaðamaður sagði um fréttina í desember 2018 að DV ætti að koma með skýringar á hvarfi hennar.[11] Árið 2023 sagði Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV í viðtali að fréttin væri einungis í vinnslu og átti ekki að birtast og að Ámundi hafi langmest verið að tala í myndbandinu, en ekki Ásmundur Einar. Árið 2022 greindi Mannlíf svo frá því að árið 2017 komu Ásmundur Einar og Ámundi í heimsókn til körfuboltakonunnar Tavelyn Tillman og kallaði Ámundi hana "tík" og "n-orðið" og sakaði hana um að tapa viljandi leikjum fyrir Skallagrím.[12]
Ættardeilur Ásmundar Einars um Lambeyri í Dalasýslu hlutu mikla athygli um mitt ár 2023. Þar sögðu frænkur Ásmundar Einars að skemmdarverk, innrbot og yfirgang væru unninn af bræðrum Ásmunds og föður ásamt Ásmundi sjálfum.[13] Vinsældir Ásmundar Einars döluðu vegna þessa, en í fjölmörgum könnunum frá 2021 og 2022 var Ásmundur Einar vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Í alþingiskosningunum 2024 datt Ásmundur Einar út af þingi þegar að Framsóknarflokkurinn missti átta þingmenn.
Tenglar
breyta- Heimasíða Ásmundar Geymt 10 desember 2013 í Wayback Machine
- Æviágrip Alþingis
Heimildir
breyta- ↑ „Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
- ↑ Stjóri, Stóri (4 janúar 2023). „Ásmundur Einar nýtur mestrar hylli“. maskina.is. Sótt 10 júní 2025.
- ↑ „Ásmundur Einar er eini ráðherrann sem meirihluti þjóðarinnar treystir“. Kjarninn. 26 apríl 2022. Sótt 10 júní 2025.
- ↑ „Deilur um jörðina Lambeyrar - Vísir“. visir.is. Sótt 10 júní 2025.
- ↑ http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=707
- ↑ http://www.visir.is/asmundur-einar-haettur-i-thingflokki-vg/article/2011110419505
- ↑ Sigurður Már Jónsson, Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar? Almenna Bókfélagið, Reykjavík, 2011
- ↑ http://www.visir.is/asmundur-einar-genginn-i-framsokn/article/2011110609923
- ↑ http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=160ff3e8-5045-42e3-b408-b2ded48fef32
- ↑ Ármannsson, Bjarki (19 maí 2015). „Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju - Vísir“. visir.is. Sótt 10 júní 2025.
- ↑ Gunnarsson, Björgvin (8. september 2023). „Dularfullt myndband af ráðherra aftur til tals: „Þeir báðu mig að eyða því" -“. Mannlíf. Sótt 10 júní 2025.
- ↑ Gunnarsson, Björgvin (16 júní 2022). „Körfuboltakonan lýsir heimsókn eftir tapleik gegn Keflavík: „Little black nigger bitch" -“. Mannlíf. Sótt 10 júní 2025.
- ↑ „Deilur um jörðina Lambeyrar - Vísir“. visir.is. Sótt 10 júní 2025.