Davíð Þór Jónsson
Davíð Þór Jónsson (f. 5. janúar 1965) varð landsþekktur skemmtikraftur í upphafi 10. áratugarins, þegar hann og Steinn Ármann Magnússon leikari settu upp stutta útvarpsleikþætti daglega á Aðalstöðinni. Leikþættina kölluðu þeir Flugur. Þeir þóttu grófir og í þeim var skopast að Hafnfirðingum, Kópavogsbúum, samkynhneigðum, kvenkyns íþróttamönnum, bifvélavirkjum og öðrum sem lágu vel við höggi.
Saman kallaði tvíeykið sig Radíusbræður, og þeir tróðu víða upp með gríni í nokkur ár, aðallega í framhaldsskólum og á árshátíðum.
Davíð Þór er útskrifaður guðfræðingur, hann var spyrill í Gettu betur 1996 – 98, hefur verið vinsæll viðmælandi í spjallþáttum í sjónvarpi og ritstjóri tímaritsins Bleikt & Blátt 1997 – 2001. Hann hefur starfað sem þýðandi, raddleikari og ljóðskáld. Davíð var spurningahöfundur og dómari í Gettu betur árin 2007 og 2009. Hann skrifaði Bakþanka í Fréttablaðið hálfsmánaðarlega frá 2006 – 2012.
Davíð Þór gegndi embætti héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi frá 2014-2016. Frá 2016 hefur hann verið sóknarprestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavík.
Útgefin verk
breyta- Jólasnótirnar 13 (2004)
- Vísur fyrir vonda krakka (2004)
- Orrustan um Fold (2012)
- Mórún - Í skugga Skrattakolls (2015)
- Mórún - Stigamenn í Styrskógum (2016)