Gunnar Smári Egilsson

Gunnar Smári Egilsson (f. 11. janúar 1961) er íslenskur blaðamaður, útgefandi og ritstjóri. Hann er núverandi stjórnarmaður og ábyrgðarmaðr frétta hjá Samstöðinni. Hann var einn af stofnendum Fréttablaðsins og vikublaðanna Eintaks og Morgunpóstsins ásamt því að ritstýra vikublaðinu Pressunni. Auk þess var hann einn af stofnendum og útgefendum Nyhedsavisen sem gefið var út í Danmörku að fyrirmynd Fréttablaðsins og einn af eigendum og ritstjóri Fréttatímans.

Gunnar Smári árið 2017.

Gunnar Smári hefur fengist við ýmis önnur störf og var meðal annars framkvæmdarstjóri SÁÁ um tíma. Gunnar stofnaði árið 2017 nýjan stjórnmálaflokk; Sósíalistaflokk Íslands.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.