Willum Þór Þórsson

Willum Þór Þórsson (fæddur 17. mars 1963) er alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og heilbirgðisráðherra. Hann er fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari.

Willum Þór Þórsson (WÞ)

Fæðingardagur: 17. mars 1963 (1963-03-17) (61 árs)
3. þingmaður Suðvesturkjördæmis
Flokkur: Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn
Þingsetutímabil
2013-2016 í Suðvest. fyrir Framsóknarfl.
2017-2021 í Suðvest. fyrir Framsóknarfl.
2021- í Suðvest. fyrir Framsóknarfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2021- Heilbrigðisráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Ævi og störf

breyta

Willum er fæddur í Reykjavík og foreldrar hans eru Þór Guðmundsson (f. 1940) sjómaður og Ágústa Þyri Andersen (1941-2006) ritari. Kona Willums er Ása Brynjólfsdóttir lyfjafræðingur og eiga þau fimm börn.

Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1983, cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1987, cand. merc. prófi í rekstrarhagfræði frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1996, B.Ed. kennaraprófi frá Háskóla Íslands árið 2003 og atvinnuþjálfararéttindum, UEFA Prolicence, frá enska knattspyrnusambandinu árið 2010.

Willum starfaði sem kennari í hagfræði við Menntaskólann í Kópavogi frá 1986-2013 samhliða störfum sem knattspyrnuþjálfari.

Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2013 og tók við embætti heilbrigðisráðherra í nóvember árið 2021.[1]

Knattspyrnuferillinn

breyta

Willum var í ungmennalandsliðunum í körfubolta og knattspyrnu en valdi knattspyrnuna fram yfir körfuboltann. Willum hóf feril sinn sem leikmaður hjá KR, fór þaðan til Breiðabliks og síðar til Þróttar þar sem hann hóf feril sinn sem þjálfari.

1997 kom hann Þrótti í Úrvalsdeildina, liðið féll svo úr deildinni 1998 á markatölu. Árið 2000 tók hann við Haukum.

2002 var hann ráðinn þjálfari KR og leiddi þá til sigurs í úrvalsdeildinni 2002 og 2003. 2004 varð KR um miðja deild og samningur Willums var ekki endurnýjaður.

Hann tók þá við Val sem voru að snúa aftur í Úrvalsdeildina og leiddi þá til annars sætis í deildinni 2005 ásamt því að vinna VISA-bikar karla. 2006 endaði Valur í þriðja sæti deildarinnar. Valur varð svo Íslandsmeistari 2007. Willum hætti að þjálfa Val 1. júlí 2009.

Hann var ráðinn þjálfari Keflavíkur 29. september 2009, eftir að tímabilinu lauk.[2]

Willum var ráðinn fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í futsal í nóvember 2010[3].

Hann tók síðar við KR á ný á miðju tímabili 2016 og stýrði þeim í Evrópuleikjunum, en fyrsti deildarleikurinn undir hans stjórn, var markalaust jafntefli gegn nýliðum Víkings Ólafsvíkur, á Alvogen-vellinum

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  • „Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val og Willum Þór Þórssyni“.
  1. Alþingi, Æviágrip - Willum Þór Þórsson. Sótt 8. júlí 2022.
  2. RÚV.is - Willum tekur við Keflavík
  3. „Willum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Futsal“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. desember 2010. Sótt 8. nóvember 2010.


  Knattspyrnufélag Reykjavíkur - Íslandsmeistari árið 2003 

 Kristján Finnbogason |  Sigursteinn Gíslason |  Gunnar Einarsson |  Kristján Örn Sigurðsson |  Kristinn Hafliðason |  Bjarki Gunnlaugsson |  Sigurvin Ólafsson |  Einar Þór Daníelsson |  Veigar Páll Gunnarsson |  Arnar Gunnlaugsson |  Sigurður Ragnar Eyjólfsson |  Sigþór Júlíusson |  Jón Skaftason |  Þórhallur Hinriksson |  Valþór Halldórsson |  Garðar Jóhannsson |  Sölvi Davíðsson |  Jökull Elísabetarson | Stjóri: Willum