Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands 2017-

Guðmundur Ingi Guðbrandsson (f. 28. mars 1977) er íslenskur stjórnmálamaður sem var þingmaður og oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi frá 2021 til 2024. Guðmundur var varaformaður Vinstri grænna frá 2019 til 2024 og aftur frá 2024. Guðmundur Ingi gegndi formennsku í VG í hálft ár árið 2024.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson (GuðmG)
Félags- og vinnumarkaðsráðherra Íslands
Í embætti
28. nóvember 2021 – 17. október 2024
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
Bjarni Benediktsson
ForveriÁsmundur Einar Daðason
EftirmaðurBjarni Benediktsson
Samstarfsráðherra Norðurlanda
Í embætti
28. nóvember 2021 – 17. október 2024
ForveriSigurður Ingi Jóhannsson
Umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands
Í embætti
30. nóvember 2017 – 27. nóvember 2021
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
ForveriBjört Ólafsdóttir
EftirmaðurGuðlaugur Þór Þórðarson
Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Í embætti
5. apríl 2024 – 5. október 2024
ForveriKatrín Jakobsdóttir
EftirmaðurSvandís Svavarsdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2021 2024  Suðvestur  Vinstri græn
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. mars 1977 (1977-03-28) (47 ára)
Brúarland á Mýrum
StjórnmálaflokkurVinstrihreyfingin – grænt framboð
MenntunLíffræði
Umhverfisfræði
HáskóliHáskóli Íslands
Yale-háskóli
Æviágrip á vef Alþingis

Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra frá 2017 til 2021 utan þings og félags- og vinnumarkaðsráðherra frá 2021 til 2024. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra var hann utan þings en gaf síðan kost á sér í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Hann ásamt öllum þingmönnum Vinstri grænna datt út af þingi í alþingiskosningunum 2024. Hann var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 til 2017.[1] Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlmaður á Íslandi til þess að vera ráðherra.

Starfsferill

breyta

Guðmundur Ingi er með BSc-próf í líffræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í umhverfisfræði frá Yale-háskóla. Hann hefur unnið við rannsóknir í vistfræði og umhverfisfræði við Háskóla Íslands og hjá Landgræðslu ríkisins. Síðan starfaði hann á Veiðimála­stofn­un á Hólum í Hjartadal. Frá 2006 til 2017 var hann stundakennari við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða. Einnig starfaði hann sem landvörður í Þingvallaþjóðgarði og Vatnajökulsþjóðgarði.[2] Hann var einn af stofnendum Félags umhverfisfræðinga á Íslandi og var formaður þess frá 2007 til 2010.[2][3]

Guðmundur var sjálfkjörinn í embætti varaformanns Vinstri grænna á flokksþingi þeirra þann 19. október 2019.[4] Stærsta verkefni Guðmundar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var frumvarp um hálendisþjóðgarð en það varð ekki að lögum á kjörtímabilinu.[5] Guðmundur Ingi varð félags- og vinnumarkaðsráðherra í annarri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir alþingiskosningarnar 2021. Þann 5. apríl 2024 eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur varð Guðmundur Ingi, sem að var varaformaður flokksins að formanni Vinstri grænna. Í september 2024 tilkynnti hann að hann myndi ekki sækjast eftir því að verða áfram formaður flokksins og lýsti yfir stuðningi við Svandísi Svavarsdóttur sem formanni.[6] Guðmundur Ingi var í kjölfarið endurkjörinn varaformaður flokksins.

Heimildir

breyta
  1. Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
  2. 2,0 2,1 Skipt­ir miklu máli að vera fyrst­ur“, Morgunblaðið, 30. nóvember 2017.
  3. „Guðmundir Ingi Guðbrandsson > Landvernd > Síður“. Sótt 30. nóvember 2017.
  4. „Guðmundur Ingi stefnir á framboð til Alþingis“. RÚV. 19. október 2019. Sótt 19. október 2019.
  5. Skiluðu ráðherra skýrslu um miðhálendisþjóðgarð Rúv, skoðað 29. jan. 2020.
  6. Árnason, Eiður Þór (23. september 2024). „Býður sig ekki fram til for­manns og styður Svan­dísi - Vísir“. visir.is. Sótt 23. september 2024.


Fyrirrennari:
Björt Ólafsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra
(20172021)
Eftirmaður:
Guðlaugur Þór Þórðarson


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.