Suðvesturkjördæmi

Suðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fjölmennasta kjördæmið og hefur þrettán sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Í kjördæminu eru öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur sem áður voru hluti af Reykjaneskjördæmi. Það var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003. Kjördæmið er stundum kallað Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík.

Suðvesturkjördæmi
Kort af Suðvesturkjördæmi
Þingmenn
  •  • Kjördæmakjörnir
  •  • Jöfnunarmenn
  •  • Alls

  • 11
  • 2
  • 13
Mannfjöldi104.160 (2021)
Sveitarfélög6
Kjósendur
  •  • Á kjörskrá
  •  • Á hvert þingsæti

Kjörsókn81,1% (2021)
Núverandi þingmenn
1.  Bjarni Benediktsson  D 
2.  Jón Gunnarsson  D 
3.  Willum Þór Þórsson  B 
4.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson  V 
5.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  C 
6.  Bryndís Haraldsdóttir  D 
7.  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir  P 
8.  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S 
9.  Guðmundur Ingi Kristinsson  F 
10.  Óli Björn Kárason  D 
11.  Ágúst Bjarni Garðarsson  B 
12.  Sigmar Guðmundsson  C 
13.  Gísli Rafn Ólafsson  P 

Upphaflega var ákveðið að ellefu þingsæti skyldu fylgja kjördæminu, níu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í fyrstu kosningunum þar sem notast var við nýju kjördæmaskipunina (2003) voru tvöfalt fleiri kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en voru í Norðvesturkjördæmi og því virkjaðist ákvæði stjórnarskrár um að færa þingsæti á milli kjördæma til að jafna muninn. Í kosningunum 2007 var kjördæmissætum í Suðvesturkjördæmi því fjölgað um eitt á kostnað Norðvesturkjördæmis. Í alþingiskosningunum 2009 voru kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi aftur orðnir tvöfalt fleiri en þeir voru í Norðvesturkjördæmi og því var annað kjördæmissæti flutt á milli kjördæmanna fyrir kosningarnar 2013. Þrátt fyrir þennan tilflutning á þingsætum eru ennþá mun fleiri kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en í öðrum kjördæmum. Í þingkosningunum 2021 voru kjósendur að baki hverju þingsæti aftur orðnir tvöfalt fleiri í Suðvestur- en í Norðvesturkjördæmi og því mun þriðja sætið færist á milli þessara kjördæma fyrir næstu kosningar.

Frá upptöku núverandi kjördæmaskipunar hefur Suðvesturkjördæmi verið sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins sem hefur sex sinnum haft fyrsta þingmann þess en Samfylkingin einu sinni.

Sveitarfélög

breyta
 
Yfirlitskort af sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi.

Í kjördæminu eru eftirfarandi sveitarfélög (íbúafjöldi 2021 í sviga):

Landfræðilega skiptist kjördæmið í fjóra aðgreinda búta þar sem Kjósarhreppur og Seltjarnarnes eiga ekki mörk að öðrum sveitarfélögum kjördæmisins auk þess sem Krýsuvíkurland Hafnarfjarðar liggur ekki að landi annarra sveitarfélaga í kjördæminu.







Kosningatölfræði

breyta
Kosningar Kjósendur á
kjörskrá
Breyting Greidd
atkvæði
Kjörsókn Utankjörfundar-
atkvæði
Þingsæti Kjósendur á
hvert þingsæti
Vægi[1]
Fjöldi Hlutfall
greiddra
2003 48.842 á ekki við 43.246 88,5% 3.979 9,2% 11 4.440 76%
2007 54.584  5.742 45.989 84,3% 5.211 11,3% 12 4.549 77%
2009 58.202  3.618 50.315 86,4% 5.624 11,2% 12 4.850 75%
2013 63.125  4.923 52.048 82,5% 8.493 16,3% 13 4.856 78%
2016 68.240  5.115 54.667 80,1% 8.496 15,5% 13 5.249 75%
2017 69.544  1.304 57.255 82,3% 10.923 19,1% 13 5.350 74%
2021 73.729  4.185 59.820 81,1% - - 13 5.671 71%
[1] Vægi atkvæða í Suðvesturkjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu.
Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn kjörnir úr kjördæminu

breyta
Þingmenn kjörnir úr kjördæminu
Kosningar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13.
2003 Árni M. Mathiesen  D  Guðmundur Árni Stefánsson  S  Gunnar Birgisson  D  Rannveig Guðmundsdóttir  S  Siv Friðleifsdóttir  B  Sigríður Anna Þórðardóttir  D  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  D  Katrín Júlíusdóttir  S  Gunnar Örlygsson  F  Bjarni Benediktsson  D 
2007 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  D  Gunnar Svavarsson  S  Bjarni Benediktsson  D  Ármann Kr. Ólafsson  D  Katrín Júlíusdóttir  S  Ögmundur Jónasson  V  Jón Gunnarsson  D  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S  Ragnheiður Elín Árnadóttir  D  Siv Friðleifsdóttir  B  Ragnheiður Ríkharðsdóttir  D  Árni Páll Árnason  S 
2009 Árni Páll Árnason  S  Bjarni Benediktsson  D  Guðfríður Lilja Grétarsdóttir  V  Katrín Júlíusdóttir  S  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  D  Siv Friðleifsdóttir  B  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S  Ragnheiður Ríkharðsdóttir  D  Þór Saari  O  Ögmundur Jónasson  V  Magnús Orri Schram  S  Jón Gunnarsson  D 
2013 Bjarni Benediktsson  D  Eygló Harðardóttir  B  Ragnheiður Ríkharðsdóttir  D  Árni Páll Árnason  S  Willum Þór Þórsson  B  Jón Gunnarsson  D  Guðmundur Steingrímsson  A  Ögmundur Jónasson  V  Vilhjálmur Bjarnason  D  Þorsteinn Sæmundsson  B  Katrín Júlíusdóttir  S  Birgitta Jónsdóttir  P  Elín Hirst  D 
2016 Bjarni Benediktsson  D  Bryndís Haraldsdóttir  D  Jón Þór Ólafsson  P  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  C  Rósa Björk Brynjólfsdóttir  V  Jón Gunnarsson  D  Óttarr Proppé  A  Óli Björn Kárason  D  Eygló Harðardóttir  B  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir  P  Vilhjálmur Bjarnason  D  Theodóra S. Þorsteinsdóttir  A  Jón Steindór Valdimarsson  C 
2017 Bjarni Benediktsson  D  Bryndís Haraldsdóttir  D  Rósa Björk Brynjólfsdóttir  V  Guðmundur Andri Thorsson  S  Jón Gunnarsson  D  Gunnar Bragi Sveinsson  M  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  C  Jón Þór Ólafsson  P  Willum Þór Þórsson  B  Óli Björn Kárason  D  Ólafur Þór Gunnarsson  V  Guðmundur Ingi Kristinsson  F  Jón Steindór Valdimarsson  C 
2021 Bjarni Benediktsson  D  Jón Gunnarsson  D  Willum Þór Þórsson  B  Guðmundur Ingi Guðbrandsson V  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  C  Bryndís Haraldsdóttir  D  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir  P  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S  Guðmundur Ingi Kristinsson  F  Óli Björn Kárason  D  Ágúst Bjarni Garðarsson  B  Sigmar Guðmundsson  C  Gísli Rafn Ólafsson  P 

Tengill

breyta