Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (f. 4. október 1965) er fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegisráðherra, fyrrum forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, og fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra. Hún er nú á þingi fyrir Viðreisn (síðan 2016) og hefur verið formaður flokksins frá árinu 2017. Þorgerður Katrín er starfsaldursforseti Alþingis og stýrði fundum þess að loknum alþingiskosningunum 2021, þar sem deilt var um afgreiðslu kjörbréfa að lokinni umdeildri talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG) | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 11. janúar 2017 – 30. nóvember 2017 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Bjarni Benediktsson | ||||||||||||||||
Forveri | Gunnar Bragi Sveinsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Kristján Þór Júlíusson | ||||||||||||||||
Menntamálaráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 31. desember 2003 – 1. febrúar 2009 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Davíð Oddsson Halldór Ásgrímsson Geir Haarde | ||||||||||||||||
Forveri | Tómas Ingi Olrich | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Katrín Jakobsdóttir | ||||||||||||||||
Formaður Viðreisnar | |||||||||||||||||
Núverandi | |||||||||||||||||
Tók við embætti 2017 | |||||||||||||||||
Forveri | Benedikt Jóhannesson | ||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fædd | 4. október 1965 Reykjavík | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Viðreisn | ||||||||||||||||
Maki | Kristján Arason | ||||||||||||||||
Börn | Gunnar Ari Gísli Þorgeir Katrín Erla | ||||||||||||||||
Faðir | Gunnar Eyjólfsson | ||||||||||||||||
Menntun | Lögfræði | ||||||||||||||||
Háskóli | Háskóli Íslands | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Þorgerður er dóttir Gunnars H. Eyjólfssonar, leikara, og Katrínar Arason deildarstjóra hjá Flugmálastjórn. Þorgerður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1985. Þar var hún Ármaður skólafélagsins á lokaári sínu, önnur kvenna til að vera kjörin sem ármaður í MS. Hún lauk lögfræðinámi frá Háskóla Íslands 1993. Þorgerður starfaði sem lögmaður í eitt ár og sem yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins 1997-1999.
Þorgerður sat á Alþingi á árunum 1999-2013, fyrst fyrir Reykjaneskjördæmi en fyrir Suðvesturkjördæmi frá 2003. Hún var menntamálaráðherra á árunum 2003-2009 og var varaformaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2005-2010. Árið 2016 fór hún aftur á þing fyrir Viðreisn og var endurkjörin á þing fyrir sama flokk árið 2017.
Hún er gift Kristjáni Arasyni, viðskiptafræðingi og fyrrum handboltakappa og eiga þau saman þrjú börn.
Umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
breytaÍ 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslenska bankakerfisins, er fjallað um þá stjórnmálamenn og maka þeirra sem höfðu heildarlánastöðu sem var hærri en 100 milljónir króna. Nafn Þorgerðar Katrínar og eiginmanns hennar er þar ofarlega á blaði en heildarlán hennar og eiginmanns hennar námu nærri 1700 milljónum króna. Þorgerður Katrín sagði af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og tók sér tímabundið hlé frá þingstörfum þann 17. apríl 2010. Hún tók aftur sæti á Alþingi þann 13. september 2010 og sat á þingi út kjörtímabilið.
Tenglar
breyta- Æviágrip á heimasíðu Alþingis
- Ég er ekki komin í formannsslag; viðtal við Þorgerði Katrínu í Fréttablaðinu 1. nóv. 2008
Fyrirrennari: Tómas Ingi Olrich |
|
Eftirmaður: Katrín Jakobsdóttir | |||
Fyrirrennari: Geir H. Haarde |
|
Eftirmaður: Ólöf Nordal |