Karl Gauti Hjaltason

Karl Gauti Hjaltason (fæddur í Reykjavík 31. maí 1959) er íslenskur lögreglustjóri og þingmaður fyrir Miðflokkinn.

Karl Gauti Hjaltason
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2017 2018  Suður  Flokkur fólksins
2018 2019  Suður  utan flokka
2019 2021  Suður  Miðflokkur
2024    Suður  Miðflokkur
Persónulegar upplýsingar
Fæddur31. maí 1959 (1959-05-31) (65 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurMiðflokkurinn
MenntunLögfræði
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Karl er lögfræðingur að mennt. Hann hefur gegnt ýmsum störfum, verið sýslumaður í Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Hólmavík og skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Hann hefur komið að ýmsu íþrótta- og félagsstarfi: Stofnaði karatefélagið Þórshamar árið 1979 og var fyrsti formaður þess, formaður Taflfélags Vestmannaeyja og fyrsti formaður Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja og hvatamaður að stofnun þess. Hann er með svarta beltið í karate. [1] Karl var kjörinn á Alþingi fyrir Flokk fólksins í Alþingiskosningum árið 2017. Hann var einn þeirra þingmanna sem náðist upptaka af á Klausturbarnum þann 20. nóvember 2018. Í kjölfarið á Klaustursmálinu var honum vikið úr Flokki fólksins ásamt Ólafi Ísleifssyni.[2] Þeir Karl og Ólafur gengu síðar til liðs við Miðflokkinn.[3]

Karl Gauti datt út af þingi í Alþingiskosningunum 2021. Árið 2023 var hann skipaður lögreglustjóri á Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýndi skipun hans vegna kvenfyrirlitningar sem henni og fleirum hefði verið sýnd í umræðunum á Klausturbar 2017.[4]

Karl Gauti leiddi lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum 2024 og náði kjöri á þing á ný.

Heimildir

breyta
  1. Karl Gauti HjaltasonHeimaslóð, skoðað 5. ágúst, 2019.
  2. „Karl og Ólafur reknir úr flokknum“. mbl.is. 30. nóvember 2018. Sótt 5. ágúst 2019.
  3. „Karl Gauti og Ólafur ganga í Miðflokkinn - nú stærstur í stjórnarandstöðu“. Stundin. 22. febrúar 2019. Sótt 5. ágúst 2019.
  4. Þórður Snær Júlíusson (29. mars 2023). „Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum“. Heimildin. Sótt 14. desember 2024.
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.