Alþingiskosningar 2017
Alþingiskosningar voru boðaðar haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar klofnaði þann 15. september í kjölfar hneykslismála vegna uppreistar æru kynferðisafbrotamanna.[1] Björt framtíð ákvað að yfirgefa stjórnarsamstarfið, í yfirlýsingu var ástæðan sögð „alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar“.[2] Ríkisstjórnin hafði aðeins setið í um ár, eða frá Alþingiskosningum 2016.
![]() | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
63 sæti á Alþingi 32 sæti þarf fyrir meirihluta | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kjörsókn | 201.777 (81.2% ![]() | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing. Heildarúrslit má sjá neðar. | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() Þingmenn kjörnir úr hverju kjördæmi | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|

Kosningar voru haldnar þann 28. október.[3] Þetta voru 23. kosningar til Alþingis frá lýðveldisstofnun. Að loknum kosningum mynduðu Vinstri hreyfingin grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.
Framboð Breyta
Sjö flokkar áttu fulltrúa á þingi sem buðu fram í kosningunum og voru þeir: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Píratar. Framboð sem ekki áttu fulltrúa á þingi en buðu fram voru: Dögun, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Alþýðufylkingin.
Alþýðufylkingin Breyta
Alþýðufylkingin bauð fram í þriðja sinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið fulltrúa á þing og hlaut 0,3% atkvæða í alþingiskosningunum árið 2016. Um miðjan september árið 2017 þegar ljóst varð að kosningar væru framundan, biðlaði Alþýðufylkingin til stuðningsfólks síns að leggja hönd á plóg og bjóða sig fram undir þeirra formerkjum.[4] Alþýðufylkingin bauð fram í fjórum kjördæmum, Reykjavíkurkjördæmi norður, Reykjavíkurkjördæmi suður, Norðausturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Degi fyrir kosningarnar sendi Alþýðufylkingin út yfirlýsingu og fordæmdi þau vinnubrögð RÚV að bjóða ekki formanni Alþýðufylkingarinnar að taka þátt í leiðtogakappræðum sama dag.[5]
Björt framtíð Breyta
Björt framtíð bauð fram í þriðja sinn. Flokkurinn hlaut 8,2% atkvæða og 6 þingmenn kjörna í alþingiskosningunum árið 2016 og tók í kjölfarið sæti í ríkisstjórn.[6] Flokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum.
Dögun Breyta
Dögun bauð fram í þriðja sinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið kjörna fulltrúa á þing og hlaut 1,7% atkvæða í kosningunum árið 2016. Dögun tilkynnti 1. október að hún mundi ekki bjóða fram á landsvísu en eftirléti svæðisfélögum að bjóða fram T-lista ef þau vildu. Dögun bauð fram í einu kjördæmi, Suðurkjördæmi.[7]
Flokkur fólksins Breyta
Flokkur fólksins bauð fram í annað sinn. Í alþingiskosningunum árið 2016 hlaut flokkurinn 3,5% atkvæða og náði ekki mönnum á þing. Flokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum.[8]
Framsóknarflokkurinn Breyta
Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í öllum 23 Alþingiskosningum sem farið hafa fram frá lýðveldisstofnun. Flokkurinn fékk 11,5% í alþingiskosningunum árið 2016 og 8 þingmenn kjörna. Flokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum.
Miðflokkurinn Breyta
Miðflokkurinn, nýtt stjórnmálaafl Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, bauð fram í öllum kjördæmum.[9][10]
Vinstri græn Breyta
Vinstri græn buðu fram í sjöunda sinn. Landsfundur Vinstri grænna var haldinn helgina 6.-8. október.[11] Hreyfingin fékk 15,9% atkvæða í alþingiskosningunum árið 2016 og 10 menn kjörna. Flokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum.
Píratar Breyta
Píratar buðu fram í þriðja sinn. Flokkurinn fékk 14,5% atkvæða í alþingiskosningunum árið 2016 og 10 menn á þing. Píratar tilkynntu um úrslit prófkjara 30. september. Píratar buðu fram í öllum kjördæmum.[12]
Samfylkingin Breyta
Samfylkingin bauð fram í sjöunda sinn. Flokkurinn galt afhroð í alþingiskosningunum árið 2016 og fékk 5,7% atkvæða og þrjá þingmenn. Listar Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmin voru tilkynntir 30. september.[13] Flokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum.
Sjálfstæðisflokkurinn Breyta
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í öllum 23 Alþingiskosningum sem farið hafa fram frá lýðveldisstofnun. Flokkurinn fékk 29,% í alþingiskosningunum árið 2016 og 23 þingmenn kjörna. Flokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum.
Viðreisn Breyta
Viðreisn bauð fram í annað sinn. Flokkurinn fékk 10,5% atkvæða í alþingiskosningunum og 7 þingmenn kjörna.[14] Flokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum.
Framboð sem ekki buðu fram Breyta
Sósíalistaflokkur Íslands sem varð til þann 1. maí á sama ári ákvað á almennum félagsfundi að bjóða ekki fram.[15]
Íslenska þjóðfylkingin hafði tilkynnt framboð og skilað inn meðmælendalistum þegar í ljós kom að sumar undirskriftir voru falsaðar. Í kjölfarið voru listarnir afturkallaðir, hætt við framboðin og hlutaðeigandi tilkynntir til lögreglu. [1] [2] [3]
Frelsisflokkurinn tilkynnti í lok september að hann mundi ekki bjóða fram.
Skoðanakannanir Breyta
Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn sterkustu flokkana. [4] [5] [6] [7] [8] Geymt 2020-08-08 í Wayback Machine
Í könnun sem Félagsvísindastofnun birti þann 7. október eða tæpum þremur vikum fyrir kosningar, kom fram að VG var stærsti flokkurinn með 29% fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn með 24% fylgi.[16]
Úrslit kosninganna Breyta
Á kjörskrá voru 248.502 manns, en kjörsókn var 201.777 (81,2%). Talin atkvæði voru 201.777 (100,0%), en auð atkvæði voru 4.813 (2,4%) og ógild 718 (0,4%).
Flokkur | Formenn | Atkvæði | % | +/- | Þingmenn | % | +/- | |
Sjálfstæðisflokkurinn | Bjarni Benediktsson | 49.543 | 25,3 | -3,8 | 16 | 25,4 | -5 | |
Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Katrín Jakobsdóttir | 33.155 | 16,9 | +1 | 11 | 17.5 | +1 | |
Samfylkingin | Logi Már Einarsson | 23.652 | 12,1 | +6,4 | 7 | 11,1 | +4 | |
Miðflokkurinn | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | 21.335 | 10,9 | +10,9 | 7 | 11,1 | +7 | |
Framsóknarflokkurinn | Sigurður Ingi Jóhannsson | 21.016 | 10,7 | -0,8 | 8 | 12,7 | 0 | |
Píratar | - | 18.051 | 9,2 | -5,3 | 6 | 9,5 | -4 | |
Flokkur fólksins | Inga Sæland | 13.502 | 6,9 | +3,4 | 4 | 6,3 | +4 | |
Viðreisn | Þorgerður K. Gunnarsdóttir | 13.122 | 6,7 | -3,8 | 4 | 6,3 | -3 | |
Björt framtíð | Óttarr Proppé | 2.394 | 1,2 | -6 | -4 | |||
Alþýðufylkingin | Þorvaldur Þorvaldsson | 375 | 0,2 | -0,1 | ||||
Dögun | Helga Þórðardóttir | 101 | 0,1 | -1,6 |
Umfjöllun erlendis Breyta
Fjölmiðlar erlendis lögðu áherslu á óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum þar sem þetta voru aðrar kosningar á aðeins ársbili sem haldnar væru á Íslandi eftir fall ríkisstjórnar.[17][18][19][20]
Tilvísanir Breyta
- ↑ „Björt framtíð slítur stjórnarstarfi“.
- ↑ „BJÖRT FRAMTÍÐ SLÍTUR RÍKISSTJÓRNARSAMSTARFI“.
- ↑ Útlit fyrir kosningar 28. október. Rúv, skoðað 17. september, 2017.
- ↑ „Alþýðufylkingin býr sig undir kosningar“.
- ↑ „Yfirlýsing Alþýðufylkingarinnar vegna kosningaumfjöllunar 2017“.
- ↑ „Listarnir 2017 - Björt framtíð“.
- ↑ „Framboðslisti Suðurkjördæmi“.
- ↑ „Inga og Ólafur leiði listann í Reykjavík“.
{{cite web}}
: soft hyphen character í|title=
á staf nr. 13 (hjálp) - ↑ „Flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn og býður fram undir X-M“.
{{cite web}}
: soft hyphen character í|title=
á staf nr. 6 (hjálp) - ↑ „Framboðslistar“.
- ↑ Landsfundur VG
- ↑ „Úrslit úr öllum prófkjörum Pírata“.
- ↑ „Helga Vala og Ágúst Ólafur leiða í Reykjavík“.
- ↑ „Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi“.
- ↑ „Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram“.
- ↑ „Fylgi flokka þegar mánuður er til kosninga“.
- ↑ „Iceland set for second snap election in a year after series of scandals“. Guardian. 2017.
- ↑ „Everything you need to know about Iceland's election“. Al Jazeera.
- ↑ „Icelanders May Look Beyond Scandal to Vote With Their Wallets“. Bloomberg.
- ↑ Wolfgang Hansson. „Nordens Nordkorea?“. Aftonbladet.
Tenglar Breyta
- Fréttir tengdar kosningunum á mbl.is
- Fréttir tengdar kosningunum á ruv.is Geymt 2017-10-09 í Wayback Machine
- Fréttir tengdar kosningunum á visir.is
- Kosningasaga - upplýsingavefur um kosningar á Íslandi
Fyrir: Alþingiskosningar 2016 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 2021 |