Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)
Bjarni Jónsson (fæddur 6. júní 1966) er alþingismaður sem sat á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í Norðvesturkjördæmi frá 2021 til 2024 og fyrir Græningja frá 2024. Hann var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum 2021 en hafði áður nokkrum sinnum tekið sæti á þingi sem varaþingmaður frá 2017.
Bjarni Jónsson (BjarnJ) | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fæddur | 6. júní 1966 | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Vinstrihreyfingin – grænt framboð (2016-2024) Græningjar (2024-) | ||||||||||||
Faðir | Jón Bjarnason | ||||||||||||
Systkyni | Ásgeir Jónsson | ||||||||||||
Menntun | Þróunarvistfræðingur Fiskifræðingur | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Bjarni er þróunarvistfræðingur og fiskifræðingur að mennt og var forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra áður en hann var kjörinn á þing.[1] Hann er sonur Jóns Bjarnasonar sem var einnig þingmaður Vinstri grænna frá 1999 til 2013 og ráðherra 2009 til 2013.
Bjarni sagði sig úr VG í október 2024 og tíu dögum seinna gekk hann til liðs við hinn nýstofnaða flokk, Græningja. Með því varð hann að fyrsta og eina þingmanni flokksins. Græningjar ætluðu að bjóða fram í þremur kjördæmum í alþingiskosningunum 2024 en þann 30. október var ákveðið að hætta við framboð flokksins vegna skort á meðmælum. Því hætti Bjarni á þingi í lok árs 2024.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Bjarni sækist eftir oddvitasæti“. mbl.is. 26. mars 2021.
- ↑ Karlsson, Ari Páll (30. október 2024). „Græningjar fara ekki fram að sinni - RÚV.is“. RÚV. Sótt 30. október 2024.