Tómas A. Tómasson

íslenskur veitingamaður og stjórnmálamaður

Tómas Andrés Tómasson (fæddur 4. apríl 1949), oft kallaður Tommi) er íslenskur alþingismaður, veitingamaður og einn eiganda og stofnenda Hamborgarabúllu Tómasar. Áður rak hann keðju hamborgarastaða undir nafninu Tommaborgarar en þeir veitingastaðir voru fyrsta skyndibitakeðjan á Íslandi.

Tómas A. Tómasson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2021 2024  Reykjavík n.  Flokkur fólksins
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. apríl 1949 (1949-04-04) (75 ára)
Reykjavík, Ísland
StjórnmálaflokkurFlokkur fólksins
Æviágrip á vef Alþingis

Veitingarekstur

breyta

Tommi rak Festi í Grindavík frá 1974 til 1977. Að loknu námi í Bandaríkjunum í hótel- og veitingarekstri stofnaði hann Tommaborgara 14. mars 1981. Útibú spruttu upp út um allt land og urðu 26 talsins. Eftir þrjú ár hætti Tommi rekstri Tommaborgara, en síðan hefur hann rekið Hard Rock Café og Hótel Borg, auk þess sem hann stofnaði Kaffibrennsluna árið 1996 og sá um rekstur til ársins 2002. Þar fást enn hamborgarar sem kallast Tommaborgarar.

Þann 14. mars 2004, klukkan 11 fyrir hádegi, þegar 23 ár voru liðin frá opnun Tommaborgara, opnaði Tommi nýjan hamborgarastað sem heitir Hamborgarabúlla Tómasar. Búllan er staðsett í bátslaga húsi að Geirsgötu 1, en útibú hafa verið stofnuð við Bíldshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum (Miðvangi 13), Selfossi og í Hafnarfirði (Reykjavíkurvegi 62).

Þingferill

breyta

Tómas var oddviti Flokk Fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Hann hlaut kosningu sem kjördæmakjörinn þingmaður og varð elsti nýliðinn á Alþingi, 72 ára gamall.[1] Hann var ekki valinn á lista flokksins fyrir Alþingiskosningar 2024.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Elísabet Inga Sigurðardóttir (17. október 2024). „Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist“. Vísir.is. Sótt 21. október 2024.
  2. Magnús Jochum Pálsson (21. október 2024). „Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður odd­viti“. Vísir.is. Sótt 21. október 2024.

Heimildir

breyta