Miðflokkurinn (Ísland)

Miðflokkurinn
Fylgi 5,4%¹
Formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Stofnár október 2017
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
íhaldsstefna, lýðhyggja
Einkennislitur blágrænn     
Sæti á Alþingi
Listabókstafur M
Vefsíða midflokkurinn.is
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum

Miðflokkurinn er stjórnmálaflokkur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði árið 2017 eftir að hann yfirgaf Framsóknarflokkinn. Í fyrstu könnun sem mældi fylgi flokksins hlaut hann um 7%.[1] Flokkurinn bauð sig fram í Alþingiskosningunum 2017 og fengu 10,87% atkvæða sem svarar til sjö þingmanna.[2] Flokkurinn fékk 9 sveitarstjórnarmenn kjörna 2018 Tveir þingmenn til viðbótar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gengu til liðs við Miðflokkinn þann 22. febrúar 2019 eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins árið 2018.[3] Með inngöngu þeirra í flokkinn varð Miðflokkurinn stærsti þingflokkur í stjórnarandstöðunni. Flokkurinn bauð síðan aftur fram í alþingiskosingunum 2021 og fékk 5,4% fylgi og misstu þeir sex þingmenn, en þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru einu sem komust á þing það árið. Birgir gekk svo til liðs við Sjálfstæðisflokkinn tveimur vikum eftir kosningar.

Heimildir breyta

  1. MMR: VG stærst - Sigmundur fengi sjö prósent“, RÚV, 28. september 2017.
  2. Öll atkvæði talin“, RÚV, 29. október 2017.
  3. „Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn“. mbl.is. 22. febrúar 2019. Sótt 22. febrúar 2019.
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.