Lýðræðisflokkurinn (Ísland)

Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt er íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður af Arnari Þór Jónssyni í september 2024. Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningunum 2024 og hlaut 1,0%.

Merki flokksins

Arnar Þór er hæstarréttarlögmaður og var varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2021 til 2022. Arnar Þór yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn í janúar 2024 og bauð sig fram í forsetakosningunum á Íslandi 2024. Þar hafnaði hann í sjötta sæti með 5,0% atkvæða. Í júlí 2024 greindi Arnar Þór frá því að hann væri í hugleiðingum um að stofna eigin stjórnmálaflokk.[1] Í september 2024 fóru fram viðræður um að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk, en þær viðræður gengu ekki upp og stofnaði Arnar Þór Lýðræðisflokkinn þann 29. september 2024.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Ragnarsson, Rafn Ágúst (24. júlí 2024). „Arnar Þór í­hugar að stofna stjórn­mála­flokk - Vísir“. visir.is. Sótt 29. september 2024.
  2. Ragnarsson, Jón Ísak (29. september 2024). „Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn - Vísir“. visir.is. Sótt 29. september 2024.