Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (f. 23. maí 1978) er íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur setið á Alþingi í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Viðreisn frá árinu 2020.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG)
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2020  Reykjavík n.  Viðreisn
Persónulegar upplýsingar
Fædd23. maí 1978 (1978-05-23) (46 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurViðreisn
Æviágrip á vef Alþingis

Þorbjörg nam lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut LL.M-gráðu frá Columbia-háskóla í New York. Hún hefur unnið hjá embætti ríkissaksóknara og hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu við meðferð sakamála, sér í lagi við málflutning í kynferðisbrotamálum sem aðstoðarsaksóknari hjá fyrrnefnda embættinu.[1]

Þorbjörg varð sviðsstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst árið 2015.[2]

Þorbjörg skipaði annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2017 en náði ekki kjöri á þing. Hún tók sæti á þingi þann 14. apríl 2020 eftir að Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sagði upp þingsæti sínu.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir“. RÚV. 2016. Sótt 21. apríl 2020.
  2. „Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst“. Háskólinn á Bifröst. 10. júlí 2015. Sótt 21. apríl 2020.
  3. „Þor­björg Sig­ríður tek­ur sæti á þingi“. mbl.is. 14. apríl 2020. Sótt 21. apríl 2020.