Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson (f. 4. ágúst 1964) er íslensk stjórnmála- og viðskiptakona og fyrrum landsliðskona í handknattleik. Hanna Katrín var kjörin á Alþingi fyrir Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Suður árið 2016. Hún lék handbolta til fjölda ára og varð fjórvegis bikarmeistari ásamt því að spila 34 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fædd | 4. ágúst 1964 París, Frakklandi | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Viðreisn | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Fjölskylda
breytaHún er fædd í París í Frakklandi og foreldrar hennar eru Torben Friðriksson (1934-2012) ríkisbókari og Margrét Björg Þorsteinsdóttir (1930-2016) kennari. Maki Hönnu Katrínar er Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Novators og eiga þær tvíburadætur fæddar árið 2001.[1]
Menntun
breytaHanna Katrín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1985, BA-próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og MBA-próf frá University of California Davis árið 2001.[1]
Starfsferill
breytaHún var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1990-1999, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík frá 2001-2003. Framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík frá 2003-2005 og framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips frá 2005-2006. Hún var aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra frá 2007-2009 og stundakennari við Háskólann á Bifröst 2009-2011. Á árunum 2010-2016 starfaði hún hjá Icepharma sem forstöðumaður viðskiptaþróunar frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs frá 2012-2016. Frá árinu 2016 hefur hún verið alþingismaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.[1]
Hanna Katrín hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, t.d. sem formaður nefndar menntamálaráðuneytis, ÍSÍ og UMFÍ um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna frá 1996-1997, formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998-1999 og í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu frá 2005-2006. Hún sat í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008, í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010, var í stjórn MP banka frá 2011-2014 og hefur setið í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013 og í Þingvallanefnd síðan 2017.[1]
Íþróttaferill
breytaHanna Katrín Friðriksson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 4. ágúst 1964 | |
Fæðingarstaður | París, Frakklandi | |
Yngriflokkaferill | ||
ÍR | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
19??-1984 | ÍR | |
1984-1994 | Valur | |
1994-1995 | Fram | 17 (44) |
Landsliðsferill2 | ||
198?-19?? | Ísland | 36 (54) |
|
Hanna Katrín hóf að spila handbolta ung að árum með ÍR og varð bikarmeistari með félaginu tímabilið 1982-1983. Sökum erfiðleika í starfi ÍR, tvístrast liðið ári seinna og gekk Hanna Katrín til liðs við Val þar sem hún varð aftur bikarmeistari árið 1988 og 1993.[2] [3] Árið 1994 gekk hún til liðs við Fram[4] þar sem hún vann sinn fjórða bikarmeistaratitil í febrúar 1995.[5] Eftir eitt ár í herbúðum Frams, lagði hún skóna á hilluna.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Alþingi, Æviágrip - Hanna Katrín Friðriksson (skoðað 15. júlí 2019)
- ↑ Ellen Ingvadóttir (1. maí 1991). „Verðum í toppbaráttunni“. Valsblaðið. bls. bls. 10-11, 13. Sótt 20. júlí 2022.
- ↑ „Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki“. Morgunblaðið. 11. febrúar 1993. bls. bls. 50. Sótt 20. júlí 2022.
- ↑ „Íþróttir - Fólk“. Morgunblaðið. 14. júní 1994. bls. 2B. Sótt 20. júlí 2022.
- ↑ „Ætlaði ekki að byrja á því að tapa núna“. Morgunblaðið. 7. febrúar 1995. bls. 5B. Sótt 20. júlí 2022.
- ↑ „Íþróttir - Fólk“. Morgunblaðið. 25. apríl 1995. bls. 2B. Sótt 20. júlí 2022.