Græningjar (Ísland)

Græningjar eru íslensk stjórnmálasamtök sem voru stofnuð í október 2024 af Kikku Sigurðardóttur. Þau stefndu að því að bjóða fram í þremur kjördæmum í alþingiskosningunum 2024 og tilkynntu framboð þann 20. október.[1][2] Helsta stefnumál flokksins er að koma af stað hálendisþjóðgarði og að tryggja vörð um umhverfið og koma með aðgerðir gegn loftlagsbreytingum.

Merki flokksins.

Þann 27. október 2024 gekk þingmaðurinn Bjarni Jónsson í flokkinn, sem var kjörinn á þing fyrir Vinstri græna í kosningunum 2021 og yfirgaf flokkinn fyrr um mánuðinn. Því voru Græningjar með einn þingmann á þingi í rúman einn mánuð fram að kosningunum. Græningjar fengu listabókstafinn G samþykktan en þann 30. október 2024 var ákveðið að falla frá framboði flokksins þar sem ekki fengjust nógu mörg meðmæli til þess að geta boðið fram.[3]

Flokkurinn stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum 2026.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. Bernharðsdóttir, Berghildur Erla (21. október 2024). „Græningjar leita að þjóðþekktum ein­stak­lingi - Vísir“. visir.is. Sótt 24. október 2024.
  2. Grettisson, Valur (20. október 2024). „Græningjar vilja inn á þing - RÚV.is“. RÚV. Sótt 30. október 2024.
  3. „Græningjar fara ekki fram að sinni - Rúv“. ruv.is. 17. október 2024. Sótt 30. október 2024.
  4. Karlsson, Ari Páll (30. október 2024). „Græningjar fara ekki fram að sinni - RÚV.is“. RÚV. Sótt 30. október 2024.