Græningjar (Ísland)
Græningjar eru íslensk stjórnmálasamtök sem voru stofnuð í október 2024 af Kikku Sigurðardóttur. Þau stefndu að því að bjóða fram í þremur kjördæmum í alþingiskosningunum 2024 og tilkynntu framboð þann 20. október.[1][2] Helsta stefnumál flokksins er að koma af stað hálendisþjóðgarði og að tryggja vörð um umhverfið og koma með aðgerðir gegn loftlagsbreytingum.
Þann 27. október 2024 gekk þingmaðurinn Bjarni Jónsson í flokkinn, sem var kjörinn á þing fyrir Vinstri græna í kosningunum 2021 og yfirgaf flokkinn fyrr um mánuðinn. Því voru Græningjar með einn þingmann á þingi í rúman einn mánuð fram að kosningunum. Græningjar fengu listabókstafinn G samþykktan en þann 30. október 2024 var ákveðið að falla frá framboði flokksins þar sem ekki fengjust nógu mörg meðmæli til þess að geta boðið fram.[3]
Flokkurinn stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum 2026.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Bernharðsdóttir, Berghildur Erla (21. október 2024). „Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi - Vísir“. visir.is. Sótt 24. október 2024.
- ↑ Grettisson, Valur (20. október 2024). „Græningjar vilja inn á þing - RÚV.is“. RÚV. Sótt 30. október 2024.
- ↑ „Græningjar fara ekki fram að sinni - Rúv“. ruv.is. 17. október 2024. Sótt 30. október 2024.
- ↑ Karlsson, Ari Páll (30. október 2024). „Græningjar fara ekki fram að sinni - RÚV.is“. RÚV. Sótt 30. október 2024.