Sanna Magdalena Mörtudóttir

íslensk stjórnmálakona

Sanna Magdalena Mörtudóttir er íslensk-tansanísk stjórnmálakona, leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands og borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2018. Hún náði kjöri í borgarstjórn sem oddviti Sósíalistaflokksins í sveitarstjórnarkosningum landsins árið 2018, þá 26 ára gömul, og varð þá yngsti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur.[1]

Sanna Magdalena Mörtudóttir
Borgarfulltrúi í Reykjavík
frá    flokkur
2018  Sósíalistaflokkurinn
Persónulegar upplýsingar
Fædd3. maí 1992 (1992-05-03) (32 ára)
Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn
HáskóliHáskóli Íslands
StarfStjórnmálamaður

Árið 2024 var hún kjörin leiðtogi Sósíalistaflokksins og mun hún leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 2024.[2]

Lífshlaup

breyta

Sanna er fædd í Reykjavík. Móðir hennar er íslensk en faðir hennar tansanískur. Foreldrar hennar hittust í Englandi og Sanna ólst upp í London fyrstu árin.[3] Þegar hún var sjö ára flutti hún með móður sinni til Reykjavíkur, þar sem hún ólst upp.[3]

Sanna er með MA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands.[3][4]

Stjórnmál

breyta

Sanna náði kjöri í borgarstjórn Reykjavíkur sem oddviti Sósíalistaflokksins í sveitarstjórnarkosningum landsins árið 2018, þá 26 ára gömul. Þá braut hún met sem yngsti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur.[1] Í stjórnmálum hefur hún lagt stund á mál sem tengjast jafnrétti og velferð.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Sanna slær met Davíðs“. mbl.is. 27. maí 2018. Sótt 17. desember 2018.
  2. Arnardóttir, Lovísa (20. október 2024). „Sanna leiðir lista Sósíal­ista­flokks í Reykja­vík suður - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2024.
  3. 3,0 3,1 3,2 „„Vill ekki verða tamin millistéttarkona í dragt". Vísir. Sótt 18. desember 2018.
  4. Reykjavik.is, „Sanna Magdalena Mörtudóttir“ (skoðað 3. júlí 2019)