Alexandra Briem
Alexandra Briem (f. 1983) er íslensk stjórnmálakona. Hún er borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og var forseti borgarstjórnar frá maí 2021 - júní 2022.[1]
Alexandra Briem | |||||
---|---|---|---|---|---|
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur | |||||
Í embætti 17. maí 2021 – 7. júní 2022 | |||||
Forveri | Pawel Bartoszek | ||||
Eftirmaður | Þórdís Lóa Þórhallsdóttir | ||||
Borgarfulltrúi í Reykjavík | |||||
| |||||
Persónulegar upplýsingar | |||||
Fædd(ur) | 1983 | ||||
Stjórnmálaflokkur | Píratar |
Alexandra er fædd í Reykjavík og foreldrar hennar eru Iðunn Magnúsdóttir sálfræðingur og söngkona Fræbblanna og Valgarður Guðjónsson forritari og söngvari Fræbblanna.
Áður en Alexandra hóf að starfa í stjórnmálum var hún þjónustufulltrúi hjá Símanum. Hún gekk til liðs við Pírata árið 2014 og var í kosningastjórn flokksins fyrir alþingiskosningar árið 2017.[2] Hún skipaði þriðja sæti á framboðslista Pírata í borgarstjórnarkosningunum árið 2018 og varð fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata að loknum kosningum. Hún var varaborgarfulltrúi frá 2018-2021 en tók sæti sem borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar í maí 2021. Alexandra er fyrsta transkonan sem tekur sæti í borgarstjórn.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Mbl.is, „Alexandra forseti og Pawel yfir skipulagsráði“ (skoðað 14. maí 2021)
- ↑ Dv.is, „Transkonan Alexandra Briem: „Hef alltaf vitað að ég var öðruvísi““ (skoðað 14. maí 2021)