Bergþór Ólason (fæddur á Akranesi 26. september 1975) er þingmaður fyrir Miðflokkinn frá 2017.

Bergþór Ólason (BergÓ)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2017 2024  Norðvestur  Miðflokkur
2024    Suðvestur  Miðflokkur
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. september 1975 (1975-09-26) (49 ára)
Akranes
StjórnmálaflokkurMiðflokkurinn
Æviágrip á vef Alþingis

Bergþór var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra frá 2003 til 2006. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Miðflokkinn í Alþingiskosningum árið 2017. Hann var einn þeirra þingmanna sem náðist upptaka af á Klausturbarnum þann 20. nóvember 2018. Forsætisnefnd Alþingis úrskurðaði 1. ágúst 2019 að Bergþór, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, hefði með framferði sínu brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn.[1] Bergþór varð aftur kjörinn í Alþingiskosningunum árið 2021 fyrir Miðflokkinn og aftur í kosningunum 2024.

Heimildir

breyta
  1. „Afgreiðsla forsætisnefndar á Klaustursmálinu“. Alþingi. 1. ágúst 2019. Sótt 4. ágúst 2019.
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.