Pawel Bartoszek

íslenskur stærðfræðingur

Pawel Bartoszek (fæddur 25. september 1980) er pólsk-íslenskur stærðfræðingur og Alþingismaður fyrir Viðreisn. Hann er jafnframt varaborgarfulltrúi og fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík og var forseti borgarstjórnar Reykjavíkur frá 2019 til 2021. Hann var fulltrúi í Stjórnlagaráði[1] og sat fyrst á Alþingi frá 2016-2017. Hann var um árabil pistlahöfundur í Fréttablaðinu og á vefritinu Deiglunni.[2]

Pawel Bartoszek
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur
Í embætti
18. júní 2019 – 17. maí 2021
ForveriDóra Björt Guðjónsdóttir
EftirmaðurAlexandra Briem
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2016 2017  Reykjavík s.  Viðreisn
2024    Reykjavík n.  Viðreisn
Borgarfulltrúi í Reykjavík
frá til    flokkur
2018 2022  Viðreisn
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. september 1980 (1980-09-25) (44 ára)
Poznań, Póllandi
StjórnmálaflokkurViðreisn
MakiAnna Hera Björnsdóttir
Börn2
MenntunStærðfræði
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Menntun

breyta

Sem barn gekk Pawel í Melaskóla, síðar Hagaskóla og kláraði stúdentspróf af eðlisfræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000.[3] Hann lauk svo meistaragráðu í stærðfræði við Háskóla Íslands 2005.[4][5]

Stjórnmál

breyta

Pawel bauð sig fram til borgarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum 2010 á lista Sjálfstæðisflokksins þar sem hann var í átjánda sæti.[6] Pawel var kosinn á Alþingi fyrir Viðreisn árið 2016[7] en féll út af þingi þegar boðað var til kosninga aðeins ári síðar. Árið 2018 náði Pawel kjöri sem borgarstjórnarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík eftir sveitastjórnarkosningarnar það ár. Hann var forseti borgarstjórnar frá 2019-2021.[8] Pawel náði ekki kjöri í borgarstjórn í kosningunum árið 2022 en varð þá varaborgarfulltrúi.

Pawel var kjörinn á þing fyrir Viðreisn á ný í Alþingiskosningunum 2024.[9]

Verðlaun og viðurkenningar

breyta

Pawel kom fyrstur í mark í Árbæjarhlaupinu[10] árið 2013, í 10km flokki 17 - 34 ára. Í maí 2014 veitti Samband ungra sjálfstæðismanna honum Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar fyrir pistlaskrif sín um einstaklingsfrelsi og fyrir að hafa jákvæð áhrif á íslenska stjórnmálaumræðu.

Tilvísanir

breyta
  1. 25 kjörin á stjórnlagaþing sótt 5.7.2011
  2. "Deiglan.com - síða höfundar" sótt 21.6.2016
  3. Pawel Bartoszek Hleypur Berlínarmaraþon og kennir bráðgerum börnum sótt 5.7.2011
  4. Þingfulltrúar: Pawel Bartoszek sótt 5.7.2011
  5. Kynning á frambjóðendum: Pawel Bartoszek Geymt 4 janúar 2012 í Wayback Machine sótt 5.7.2011
  6. D - listi Sjálfstæðisflokksins Geymt 22 maí 2010 í Wayback Machine Innanríkisráðuneytið, sótt 5.7.2011
  7. Pawel Bartoszek Alþingi, sótt 9.8.2017
  8. Frettabladid.is, „Pawel tekur við sem forseti borgarstjórnar“ (skoðað 25. febrúar 2021)
  9. Kristinn H. Guðnason (2. desember 2024). „Pawel segir liðna kosningabaráttu ekki þá sem hann sé stoltastur af – „Þarna var fylgið botnfrosið í 3 prósentum". DV. Sótt 11. desember 2024.
  10. http://hlaup.is/displayer.asp?cat_id=954&module_id=220&element_id=24334Stærðfræðingur Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine kemur fyrstur í mark í Árbæjarhlaupinu 2013
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.