Ingibjörg Ólöf Isaksen
Ingibjörg Ólöf Isaksen (f. 14. febrúar 1977) er þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún var kjörin sem oddviti Framsóknar í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2021.
Ingibjörg Ólöf Isaksen (IÓI) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Bæjarfulltrúi á Akureyri | |||||||
| |||||||
Sveitarstjórnarmaður í Eyjafjarðarsveit | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fædd | 14. febrúar 1977 Reykjavík | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Framsóknarflokkurinn | ||||||
Maki | Sigurjón Karel Rafnsson | ||||||
Börn | 6 | ||||||
Menntun | Íþróttafræði | ||||||
Háskóli | Kennaraháskóli Íslands | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Ingibjörg útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1997 og tók BS-próf í íþróttafræði frá Kennaraháskóla Íslands árið 2003.
Ingibjörg vann sem kennari við Rimaskóla frá 2003 til 2004, við Giljaskóla frá 2004 til 2005 og við Brekkuskóla frá 2005 til 2012. Hún sat í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar frá 2012 til 2014 og í bæjarstjórn Akureyrar frá 2014 til 2021. Á þeim tíma var hún formaður íþróttaráðs Akureyrar frá 2014 til 2017. Hún sat jafnframt í stjórn Norðurorku frá 2014 til 2021 og var stjórnarformaður hennar síðustu tvö árin. Frá 2018 til 2021 var hún framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar.
Ingibjörg bauð sig fram í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021 og hafði betur í baráttu um oddvitasæti flokksins á móti sitjandi alþingismanninum Líneik Önnu Sævarsdóttur.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skapti Hallgrímsson (17. apríl 2021). „Ingibjörg verður efst hjá Framsókn“. Akureyri.net. Sótt 9. janúar 2022.