Opna aðalvalmynd

Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi
Kort af Norðvesturkjördæmi
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
8
7
1
Mannfjöldi
     Vesturland
     Vestfirðir
     Norðurland vestra
30.493
15.640
7.434
7.419
Sveitarfélög 27
Kosningar 2003 2007 2009
Kjósendur á kjörskrá 21.221 21.126 21.294
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 2.150 2.347 2.366
Kjörsókn 89,3% 86% 85,5%

Norðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fámennasta kjördæmið og hefur átta sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Upphaflega var fjöldi þingsæta í kjördæminu ákveðinn 10 sæti en fjöldi á kjörskrá á bak við hvern þingmann var aðeins 2.150 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi minna en í Suðvesturkjördæmi þar sem sami fjöldi var 4.440. Fluttist því eitt þingsæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis fyrir Alþingiskosningarnar 2007 í samræmi við ákvæði í kosningalögunum. Sama staða kom upp í kjölfar Alþingiskosninganna 2009 en þá var fjöldi kjósenda á bak við hvern þingmann kjördæmisins 2.366 á meðan þeir voru 4.850 í Suðvesturkjördæmi. Fluttist því eitt þingsæti til viðbótar frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis fyrir Alþingiskosningarnar 2013 í samræmi við ákvæði í kosningalögum.

SveitarfélögBreyta

Skipting þingsæta og þingmennBreyta

TengillBreyta