Norðvesturkjördæmi

eitt af kjördæmum Íslands

Norðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fámennasta kjördæmið og hefur átta sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Norðvesturkjördæmi
Kort af Norðvesturkjördæmi
Þingmenn

  • 6
  • 1
  • 7
Mannfjöldi31.881 (2024)
Sveitarfélög21
Kjósendur
  •  • Á kjörskrá
  •  • Á hvert þingsæti

Kjörsókn82,3% (2024)
Núverandi þingmenn
1.  Ólafur Guðmundur Adolfsson  D 
2.  Eyjólfur Ármannsson  F 
3.  Arna Lára Jónsdóttir  S 
4.  Ingibjörg Davíðsdóttir  M 
5.  Stefán Vagn Stefánsson  B 
6.  María Rut Kristinsdóttir  C 
7.  Lilja Rafney Magnúsdóttir  F 

Upphaflega var fjöldi þingsæta í kjördæminu ákveðinn tíu sæti, þar af níu kjördæmissæti en eitt jöfnunarsæti. Þegar kosið var samkvæmt nýju kjördæmaskipaninni fyrst 2003 var fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverjum þingmanni innan við helmingur af fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Fyrir kosningarnar 2007 var því eitt kjördæmissæti flutt úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvesturkjördæmi í samræmi við ákvæði stjórnarskrár og kosningalaga. Sama staða kom upp eftir alþingiskosningar 2009 og 2021 þannig að eitt kjördæmissæti fluttist yfir í Suðvesturkjördæmi í hvort skipti. Í kosningunum 2024 verða því sex kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti í Norðvesturkjördæmi.[1] Samkvæmt stjórnarskrá skulu ekki vera færri en sex kjördæmissæti í hverju kjördæmi og því er ljóst að ekki verða fleiri kjördæmissæti færð frá Norðvesturkjördæmi samkvæmt þessum ákvæðum.

Sveitarfélög

breyta

Eftirfarandi sveitarfélög eru í Norðvesturkjördæmi: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Húnaþing vestra, Húnabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Sveitarfélagið Skagafjörður.

Kosningatölfræði

breyta
Kosningar Kjósendur á
kjörskrá
Breyting Greidd
atkvæði
Kjörsókn Utankjörfundar-
atkvæði
Þingsæti Kjósendur á
hvert þingsæti
Vægi[1]
Fjöldi Hlutfall
greiddra
2003 21.247 á ekki við 18.984 89,3% 1.690 8,9% 10 2.125 158%
2007 21.126  121 18.178 86,0% 2.735 15,0% 9 2.347 150%
2009 21.293  167 18.214 85,5% 2.450 13,5% 9 2.366 153%
2013 21.318  25 17.825 83,6% 3.145 17,6% 8 2.665 142%
2016 21.481  163 17.444 81,2% 3.149 18,1% 8 2.685 146%
2017 21.521  40 17.872 83,0% 3.483 19,5% 8 2.690 147%
2021 21.548  27 17.669 82,0% 3.763 21,3% 8 2.694 150%
2024 22.348  800 18.398 82,3% - - 7 3.193 133%
[1] Vægi atkvæða í Norðvesturkjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu.
Heimild: Hagstofa Íslands

Kosningaúrslit í kjördæminu

breyta
FlokkurAtkvæði%Fulltrúar
Sjálfstæðisflokkurinn (D)5.53229,573
Samfylkingin (S)4.34623,232
Framsóknarflokkurinn (B)4.05621,682
Frjálslyndi flokkurinn (F)2.66614,252
Vinstri græn (U)1.98710,621
Nýtt afl (N)1220,650
Samtals18.709100,0010
Gild atkvæði18.70998,56
Ógild atkvæði290,15
Auð atkvæði2451,29
Heildarfjöldi atkvæða18.983100,00
Kjósendur á kjörskrá21.24789,34
Kjörnir alþingismenn
röð nafn frá til flokkur
1Sturla Böðvarssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
2Jóhann Ársælssonallt kjörtímabilið Samfylking
3Magnús Stefánssonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
4Einar K. Guðfinnssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
5Guðjón Arnar Kristjánssonallt kjörtímabilið Frjálslyndi fl.
6Anna Kristín Gunnarsdóttirallt kjörtímabilið Samfylking
7Kristinn H. Gunnarssonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
8Jón Bjarnasonallt kjörtímabilið Vinstri græn
9Einar Oddur Kristjánssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
10 (J1)Sigurjón Þórðarsonallt kjörtímabilið Frjálslyndi fl.



FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)5.19929,053
Samfylkingin (S)3.79321,192
Framsóknarflokkurinn (B)3.36318,791-1
Vinstri græn (V)2.85515,951
Frjálslyndi flokkurinn (F)2.43213,592
Íslandshreyfingin (I)2551,420
Samtals17.897100,009-1
Gild atkvæði17.89798,45
Ógild atkvæði280,15
Auð atkvæði2541,40
Heildarfjöldi atkvæða18.179100,00
Kjósendur á kjörskrá21.12686,05
Kjörnir alþingismenn
röð nafn frá til flokkur
1Sturla Böðvarssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
2Guðbjartur Hannessonallt kjörtímabilið Samfylking
3Magnús Stefánssonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
4Jón Bjarnasonallt kjörtímabilið Vinstri græn
5Einar K. Guðfinnssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
6Guðjón Arnar Kristjánssonallt kjörtímabilið Frjálslyndi fl.
7Karl V. Matthíassonallt kjörtímabilið Samfylking
8Einar Oddur Kristjánsson20072007 † Sjálfstæðisfl.
9 (J2)Kristinn H. Gunnarssonallt kjörtímabilið Frjálslyndi fl.
Tók síðar sæti sem aðalmaður
-Herdís Þórðardóttir20072009 Sjálfstæðisfl.



FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)4.03722,932-1
Vinstri græn (v)4.01822,823+2
Samfylkingin (S)4.00122,732+1
Framsóknarflokkurinn (B)3.96722,532+1
Frjálslyndi flokkurinn (F)9295,280-2
Borgarahreyfingin (O)5873,330
Lýðræðishreyfingin (P)660,370
Samtals17.605100,009
Gild atkvæði17.60596,66
Ógild atkvæði510,28
Auð atkvæði5583,06
Heildarfjöldi atkvæða18.214100,00
Kjósendur á kjörskrá21.29385,54
Kjörnir alþingismenn
röð nafn frá til flokkur
1Ásbjörn Óttarssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
2Jón Bjarnasonallt kjörtímabilið Vinstri græn
3Guðbjartur Hannessonallt kjörtímabilið Samfylking
4Gunnar Bragi Sveinssonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
5Einar K. Guðfinnssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
6Lilja Rafney Magnúsdóttirallt kjörtímabilið Vinstri græn
7Ólína Þorvarðardóttirallt kjörtímabilið Samfylking
8Guðmundur Steingrímssonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
(2009 – 2011)
utan þingflokka
(frá 2011)
9 (J7)Ásmundur Einar Daðasonallt kjörtímabilið Vinstri græn
(2009 – 2011)
Framsóknarfl.
(frá 2011)



FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Framsóknarflokkurinn (B)6.10435,174+2
Sjálfstæðisflokkurinn (D)4.28224,672
Samfylkingin (S)2.12212,231-1
Vinstri græn (v)1.4708,471-2
Björt framtíð (A)7924,560
Regnboginn (J)7744,460
Píratar (Þ)5373,090
Dögun (T)3281,890
Landsbyggðarfl. (M)3261,880
Lýðræðisvaktin (L)2511,450
Hægri grænir (G)2081,200
Flokkur heimilanna (I)1610,930
Samtals17.355100,008-1
Gild atkvæði17.35597,36
Ógild atkvæði380,21
Auð atkvæði4322,42
Heildarfjöldi atkvæða17.825100,00
Kjósendur á kjörskrá21.31883,61
Kjörnir alþingismenn
röð nafn frá til flokkur
1Gunnar Bragi Sveinssonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
2Einar K. Guðfinnssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
3Ásmundur Einar Daðasonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
4Haraldur Benediktssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
5Guðbjartur Hannesson20132015 † Samfylking
6Elsa Lára Arnardóttirallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
7Jóhanna María Sigmundsd.allt kjörtímabilið Framsóknarfl.
8 (J6)Lilja Rafney Magnúsdóttirallt kjörtímabilið Vinstri græn
Tók síðar sæti sem aðalmaður
-Ólína Þorvarðardóttir20152016 Samfylking



FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)4.95129,543+1
Framsóknarflokkurinn (B)3.48020,772-2
Vinstri græn (V)3.03218,091
Píratar (P)1.82310,881+1
Samfylkingin (S)1.0546,291
Viðreisn (C)1.0446,230
Björt framtíð (A)5903,520
Flokkur fólksins (F)4122,460
Dögun (T)2821,680
Íslenska þjóðfylkingin (E)900,540
Samtals16.758100,008
Gild atkvæði16.75896,08
Ógild atkvæði420,24
Auð atkvæði6423,68
Heildarfjöldi atkvæða17.442100,00
Kjósendur á kjörskrá21.48181,20
Kjörnir alþingismenn
röð nafn frá til flokkur
1Haraldur Benediktssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
2Gunnar Bragi Sveinssonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
3Lilja Rafney Magnúsdóttirallt kjörtímabilið Vinstri græn
4Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttirallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
5Eva Pandora Baldursdóttirallt kjörtímabilið Píratar
6Elsa Lára Arnardóttirallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
7Teitur Björn Einarssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
8 (J4)Guðjón S. Brjánssonallt kjörtímabilið Samfylking



FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)4.23324,542-1
Framsóknarflokkurinn (B)3.17718,422
Vinstri græn (V)3.06717,781
Miðflokkurinn (M)2.45614,242+2
Samfylkingin (S)1.6819,741
Píratar (P)1.1696,780-1
Flokkur fólksins (F)9115,280
Viðreisn (C)4232,450
Björt framtíð (A)1350,780
Samtals17.252100,008
Gild atkvæði17.25296,53
Ógild atkvæði380,21
Auð atkvæði5823,26
Heildarfjöldi atkvæða17.872100,00
Kjósendur á kjörskrá21.52183,04
Kjörnir alþingismenn
röð nafn frá til flokkur
1Haraldur Benediktssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
2Ásmundur Einar Daðasonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
3Lilja Rafney Magnúsdóttirallt kjörtímabilið Vinstri græn
4Bergþór Ólasonallt kjörtímabilið Miðflokkur
5Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttirallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
6Guðjón Brjánssonallt kjörtímabilið Samfylking
7Halla Signý Kristjánsdóttirallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
8 (J8)Sigurður Páll Jónssonallt kjörtímabilið Miðflokkur



FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Framsóknarflokkurinn (B)4.44825,783+1
Sjálfstæðisflokkurinn (D)3.89722,592
Vinstri græn (V)1.97811,471
Flokkur fólksins (F)1.5108,751
Miðflokkurinn (M)1.2787,411-1
Samfylkingin (S)1.1956,930-1
Píratar (P)1.0816,270
Viðreisn (C)1.0636,160
Sósíalistaflokkurinn (J)7284,220
Frjálslyndi lýðræðisfl. (O)730,420
Samtals17.251100,008
Gild atkvæði17.25197,64
Ógild atkvæði350,20
Auð atkvæði3822,16
Heildarfjöldi atkvæða17.668100,00
Kjósendur á kjörskrá21.47982,26
Kjörnir alþingismenn
röð nafn frá til flokkur
1Stefán Vagn Stefánssonallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
2Þórdís Kolbrún R. Gylfad.allt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
3Lilja Rannveig Sigurgeirsd.allt kjörtímabilið Framsóknarfl.
4Bjarni Jónssonallt kjörtímabilið Vinstri græn
5Haraldur Benediktssonallt kjörtímabilið Sjálfstæðisfl.
6Eyjólfur Ármannssonallt kjörtímabilið Flokkur fólksins
7Halla Signý Kristjánsdóttirallt kjörtímabilið Framsóknarfl.
8 (J3)Bergþór Ólasonallt kjörtímabilið Miðflokkur



FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)3.24917,981-1
Flokkur fólksins (F)3.02316,722+1
Samfylkingin (S)2.87115,881+1
Miðflokkurinn (M)2.66914,771
Framsóknarflokkurinn (B)2.40613,311-2
Viðreisn (C)2.28612,651+1
Sósíalistaflokkurinn (J)6203,430
Vinstri græn (V)4862,690-1
Píratar (P)3221,780
Lýðræðisflokkurinn (L)1430,790
Samtals18.075100,007-1
Gild atkvæði18.07598,24
Ógild atkvæði390,21
Auð atkvæði2841,54
Heildarfjöldi atkvæða18.398100,00
Kjósendur á kjörskrá22.35182,31
Kjörnir alþingismenn
röð nafn frá til flokkur
1Ólafur Adolfsson2024í embætti Sjálfstæðisfl.
2Eyjólfur Ármannsson2024í embætti Flokkur fólksins
3Arna Lára Jónsdóttir2024í embætti Samfylking
4Ingibjörg Davíðsdóttir2024í embætti Miðflokkur
5Stefán Vagn Stefánsson2024í embætti Framsóknarfl.
6María Rut Kristinsdóttir2024í embætti Viðreisn
7 (J2)Lilja Rafney Magnúsdóttir2024í embætti Flokkur fólksins



Tilvísanir

breyta
  1. „Framkvæmd alþingiskosninga 2021“. 2021. Sótt 2024.

Tengill

breyta