Reykjavíkurkjördæmi suður

eitt af kjördæmum Íslands

Reykjavíkurkjördæmi suður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með því að skipta upp Reykjavíkurkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Reykjavíkurkjördæmi suður
Kort af Reykjavíkurkjördæmi suður
Þingmenn

  • 9
  • 2
  • 11
Mannfjöldi136.894 (Í Reykjavík allri, 2024)
Sveitarfélög1 (að hluta)
Kjósendur
  •  • Á kjörskrá
  •  • Á hvert þingsæti

Kjörsókn79,3% (2024)
Núverandi þingmenn
1.  Jóhann Páll Jóhannsson  S 
2.  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir  C 
3.  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  D 
4.  Inga Sæland  F 
5.  Ragna Sigurðardóttir  S 
6.  Snorri Másson  M 
7.  Jón Gnarr  C 
8.  Hildur Sverrisdóttir  D 
9.  Kristján Þórður Snæbjarnarson  S 
10.  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir  F 
11.  Jón Pétur Zimsen  D 
Kort af skiptingu Reykjavíkur í norður- og suðurkjördæmi.

Í stjórnarskrá Íslands er mælt fyrir um að mörk kjördæma eigi að skilgreina í lögum en að heimilt sé að fela Landskjörstjórn afmörkun á kjördæmamörkum í Reykjavík og nágrenni. Í kosningalögunum er mælt fyrir um að skipta skuli Reykjavíkurborg frá austri til vesturs í norðurkjördæmi og suðurkjördæmi. Landskjörstjórn afmarkar kjördæmin og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Mörk kjördæmanna liggja í grófum dráttum meðfram Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi og svo um Grafarholtshverfi þar sem skiptingin hefur færst lítillega til við hverjar kosningar eftir því hvernig íbúaþróun er í hverfum borgarinnar. Grafarholt var þannig allt í norðurkjördæminu við kosningarnar 2003 en við kosningarnar 2021 var hverfið að mestu komið yfir í suðurkjördæmið.

Þrátt fyrir skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi hafa flestir stjórnmálaflokkar áfram skipulagt starf sitt í Reykjavík sem einni heild. Þeir flokkar sem halda prófkjör hafa t.d. iðulega haldið sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin þar sem sigurvegari prófkjörsins tekur fyrsta sætið á lista í öðru kjördæminu og sá sem lendir í öðru sæti tekur fyrsta sætið í hinu kjördæminu.

Í þeim sjö kosningum sem haldnar hafa verið frá því að núgildandi kjördæmaskipan var tekin upp hefur Sjálfstæðisflokkurinn sex sinnum átt fyrsta þingmann kjördæmisins en Samfylkingin einu sinni.

Kosningatölfræði

breyta
Kosningar Kjósendur á
kjörskrá
Breyting Greidd
atkvæði
Kjörsókn Utankjörfundar-
atkvæði
Þingsæti Kjósendur á
hvert þingsæti
Vægi[1]
Fjöldi Hlutfall
greiddra
2003 42.761 á ekki við 37.327 87,3% 3.812 10,2% 11 3.887 86%
2007 43.391  630 35.846 81,4% 4.609 12,9% 11 3.945 89%
2009 43.747  356 36.926 84,4% 4.607 12,5% 11 3.977 91%
2013 45.187  1.430 36.228 80,2% 5.877 16,2% 11 4.108 92%
2016 45.770  583 35.787 78,2% 5.537 15,5% 11 4.161 94%
2017 45.584  186 36.598 80,3% 6.065 16,6% 11 4.144 95%
2021 45.725  141 36.201 79,2% 8.683 24,0% 11 4.157 98%
2024 47.503  1.778 37.665 79,3% - - 11 4.318 99%
[1] Vægi atkvæða í þessu kjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu.
Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn kjörnir úr kjördæminu

breyta
Þingmenn kjörnir úr kjördæminu
Kosningar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.
2003 Geir H. Haarde  D  Jóhanna Sigurðardóttir  S  Pétur H. Blöndal  D  Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir  S  Sólveig Pétursdóttir  D  Jónína Bjartmarz  B  Mörður Árnason  S  Guðmundur Hallvarðsson  D  Ögmundur Jónasson  V  Ágúst Ólafur Ágústsson  S  Birgir Ármannsson  D 
2007 Geir H. Haarde  D  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir  S  Illugi Gunnarsson  D  Ágúst Ólafur Ágústsson  S  Kolbrún Halldórsdóttir  V  Björn Bjarnason  D  Ásta Möller  D  Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir  S  Birgir Ármannsson  D  Jón Magnússon  F  Álfheiður Ingadóttir  V 
2009 Össur Skarphéðinsson  S  Ólöf Nordal  D  Svandís Svavarsdóttir  V  Sigríður Ingibjörg Ingadóttir  S  Guðlaugur Þór Þórðarson  D  Lilja Mósesdóttir  V  Skúli Helgason  S  Vigdís Hauksdóttir  B  Birgitta Jónsdóttir  O  Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir  S  Birgir Ármannsson  D 
2013 Hanna Birna Kristjánsdóttir  D  Vigdís Hauksdóttir  B  Sigríður Ingibjörg Ingadóttir  S  Pétur H. Blöndal  D  Svandís Svavarsdóttir  V  Róbert Marshall  A  Guðlaugur Þór Þórðarson  D  Karl Garðarsson  B  Helgi Hjörvar  S  Jón Þór Ólafsson  P  Óttar Proppé  A 
2016 Ólöf Nordal  D  Svandís Svavarsdóttir  V  Ásta Guðrún Helgadóttir  P  Brynjar Níelsson  D  Hanna Katrín Friðriksson  C  Kolbeinn Óttarsson Proppé  V  Gunnar Hrafn Jónsson  P  Sigríður Andersen  D  Lilja Dögg Alfreðsdóttir  B  Nicole Leigh Mosty  A  Pawel Bartoszek  C 
2017 Sigríður Andersen  D  Svandís Svavarsdóttir  V  Ágúst Ólafur Ágústsson  S  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir  P  Brynjar Níelsson  D  Kolbeinn Óttarsson Proppé  V  Hanna Katrín Friðriksson  C  Inga Sæland  F  Lilja Dögg Alfreðsdóttir  B  Þorsteinn Sæmundsson  M  Björn Leví Gunnarsson  P 
2021 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  D  Svandís Svavarsdóttir  V  Kristrún Mjöll Frostadóttir  S  Lilja Dögg Alfreðsdóttir  B  Hildur Sverrisdóttir  D  Björn Leví Gunnarsson  P  Inga Sæland  F  Hanna Katrín Friðriksson  C  Birgir Ármannsson  D  Orri Páll Jóhannsson  V  Arndís Anna K. Gunnarsdóttir  P 
2024 Jóhann Páll Jóhannsson  S  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir  C  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  D  Inga Sæland  F  Ragna Sigurðardóttir  S  Snorri Másson  M  Jón Gnarr  C  Hildur Sverrisdóttir  D  Kristján Þórður Snæbjarnarson  S  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir  F  Jón Pétur Zimsen  D 

Tengill

breyta

64°07′22″N 21°52′36″V / 64.12278°N 21.87667°V / 64.12278; -21.87667