Reykjavíkurkjördæmi suður

Hnit: 64°07′22″N 21°52′36″V / 64.12278°N 21.87667°A / 64.12278; 21.87667

Reykjavíkurkjördæmi suður
Kort af Reykjavíkurkjördæmi suður
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
11
9
2
Mannfjöldi 119.357 (í Reykjavík allri)
Sveitarfélög 1
Kosningar 2003 2007 2009
Kjósendur á kjörskrá 42.761 43.398 43.748
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 3.887 3.945 3.977
Kjörsókn 87,3% 82,6% 84,4%


Reykjavíkurkjördæmi suður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut.

Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.887 í kosningunum 2003.
Skipting þingsæta og þingmennBreyta

Þing 1. þingm. Fl. 2. þingm. Fl. 3. þingm. Fl 4. þingm. Fl. 5. þingm. Fl. 6. þingm. Fl. 7. þingm. Fl. 8. þingm. Fl. 9. þingm. Fl. 10. þingm. Fl. 11. þingm. Fl.
129. Geir H. Haarde D Jóhanna Sigurðardóttir S Pétur H. Blöndal D Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir S Sólveig Pétursdóttir D Jónína Bjartmarz B Mörður Árnason S Guðmundur Hallvarðsson D Ögmundur Jónasson V Ágúst Ólafur Ágústsson S Birgir Ármannsson D
130.
131.
132.
133.
134. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson Kolbrún Halldórsdóttir V Björn Bjarnason D Ásta Möller D Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir S Birgir Ármannsson D Jón Magnússon F Álfheiður Ingadóttir V
135.
136.
137. Össur Skarphéðinsson S Ólöf Nordal D Svandís Svavarsdóttir V Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Guðlaugur Þór Þórðarson D Lilja Mósesdóttir V Skúli Helgason S Vigdís Hauksdóttir B Birgitta Jónsdóttir O Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir S Birgir Ármannsson D
138.
139.
140.
141.
142. Hanna Birna Kristjánsdóttir D Vigdís Hauksdóttir B Sigríður Ingibjörg Ingadóttir S Pétur H. Blöndal D Svandís Svavarsdóttir V Róbert Marshall A Guðlaugur Þór Þórðarson D Karl Garðarsson B Helgi Hjörvar S Jón Þór Ólafsson Þ Óttar Proppé A

TengillBreyta