Opna aðalvalmynd

Reykjavíkurkjördæmi suður

Hnit: 64°07′22″N 21°52′36″V / 64.12278°N 21.87667°A / 64.12278; 21.87667

Reykjavíkurkjördæmi suður
Kort af Reykjavíkurkjördæmi suður
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
11
9
2
Mannfjöldi 119.357 (í Reykjavík allri)
Sveitarfélög 1
Kosningar 2003 2007 2009
Kjósendur á kjörskrá 42.761 43.398 43.748
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 3.887 3.945 3.977
Kjörsókn 87,3% 82,6% 84,4%


Reykjavíkurkjördæmi suður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut.

Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.887 í kosningunum 2003.
Skipting þingsæta og þingmennBreyta

TengillBreyta