1651
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1651 (MDCLI í rómverskum tölum) var 51. ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ísland
breyta- Fyrsta íslenska málfræðin, Grammaticæ Islandicæ rudimenta eftir Runólf Jónsson, var prentuð í Kaupmannahöfn.
- Einn holdsveikraspítali var leyfður í hverjum landsfjórðungi samkvæmt konungsbréfi.
Fædd
breytaDáin
breyta- Stjúpfeðgin úr Eyjafjarðarsýslu, ónafngreind í heimildum, tekin af lífi fyrir blóðskömm.[1]
Ódagsett
breyta- Ólafur Einarsson, prestur og skáld í Hróarstungu (f. um 1573).
Erlendis
breyta- 1. janúar - Karl 2. var krýndur konungur Skotlands í Scone.
- 22. febrúar of 4. mars: Pétursflóðið: Stormur olli flóðum í Hollandi og norður-Þýskalandi og drukknuðu þúsundir.
- 25. apríl - Heimspekiritið Leviathan eftir Thomas Hobbes kom út.
- 18. júní - Hannibal Sehested var tekinn fyrir fjárdrátt og gert að segja sig úr ríkisráðinu.
- 28.-30. júní - Pólverjar sigruðu Úkraínumenn í orrustunni við Beresteczko.
- 14. júlí - Corfitz Ulfeldt flúði til Amsterdam frá Kaupmannahöfn með fjölskyldu sína eftir að hafa verið ákærður af Danakonungi fyrir tilraun til að eitra fyrir konungsfjölskyldunni.
- 2. september - Kösem Sultan, kona Akmeðs 1. tyrkjasoldáns, var myrt af tengdadóttur sinni.
- 3. september - Ensku borgarastyrjöldinni lauk með sigri Cromwells á Karli 2. í orrustunni við Worcester.
- 24. nóvember - Tjingveldið náði borginni Guangzhou af suður-Mingveldinu. Yfir 70.000 létust.
Ódagsettir atburðir
breyta- Fyrsta kaffihúsið opnaði á Englandi í Oxford.
- Keianuppreisnin mistókst í Japan.
Fædd
breyta- 6. ágúst - François de Salignac frá La Mothe-Fénelon, franskur guðfræðingur (d. 1715)
- 5. september - William Dampier, enskur sjóræningi, skipstjóri og rithöfundur (d. 1715)
- 21. október - Jean Bart, franskur flotaforingi (f. 1702).
Dáin
breyta- 7. apríl - Lennart Torstenson, sænskur hershöfðingi (f. 1603).
- 8. júní - Tokugawa Iemitsu, japanskur sjógun (f. 1604)
- 2. september - Kösem Sultan, eiginkona Tyrkjasoldáns og ríkisstjóri Tyrkjaveldis (f. í kringum 1589).
- 27. september - Maximilían 1., kjörfursti í Bæjaralandi (f. 1573).
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.