Pierre-Emerick Aubameyang

Pierre Emerick-Aubameyang (fæddur 18. júní 1989) er gabonskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Olympique de Marseille og gabonska landsliðið. Hann er annálaður fyrir hraðan leikstíl. Hann hefur skorað yfir 330 mörk í öllum keppnum.

Pierre Emerick-Aubameyang
Upplýsingar
Fullt nafn Pierre-Emerick Emiliano François Aubameyang
Fæðingardagur 18. júní 1989 (1989-06-18) (35 ára)
Fæðingarstaður    Laval, Frakkland
Hæð 1,86m
Leikstaða Sóknarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Olympique de Marseille
Númer 14
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2008-2011 AC Milan 0 (0)
2008-2009 Dijon FCO (lán) 34 (8)
2009-2010 Lille OSC (lán) 14 (2)
2010-2011 AS Monaco FC (lán) 19 (2)
2011 AS Saint-Étienne (lán) 14 (2)
2011-2013 AS Saint-Étienne 73 (35)
2013-2018 Borussia Dortmund 144 (98)
2018-2022 Arsenal 128 (68)
2022 FC Barcelona 15 (11)
2022-2023 Chelsea FC 18 (1)
2023- Olympique de Marseille 34 (17)
Landsliðsferill
2009
2011-2012
2009-
Frakkland U21
Gabon U23
Gabon
1 (0)
3 (1)
77 (31)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært sept. 2022.

Aubameyang hóf ferilinn í Frakklandi og hélt svo til Borussia Dortmund í Þýskalandi. Hann varð markahæsti leikmaðurinn í Bundesliga tímabilið 2016-2017.

Frá 2018 til 2022 var hann með Arsenal. Aubameyang skoraði 22 mörk á tímabilinu 2018-2019 í ensku úrvalsdeildinni og deildi markakóngstitlinum með Sadio Mané og Mohamed Salah. Í desember 2021 var Aubameyang sviptur kapteinstitlinum í Arsenal eftir agabrot.

Hann hélt í kjölfarið til Barcelona. Hann skoraði þrennu í sínum þriðja leik í La Liga. Í september 2022 fór hann aftur til London þegar hann samdi við Chelsea.

Faðir hans spilaði knattspyrnu fyrir gabonska landsliðið og í Frakklandi, einnig spila hálfbræður hans knattspyrnu. Móðir Aubameyang er spænsk.

Þann 19. maí 2022 tilkynnti Aubameyang opinberlega að hann hefði hætt á alþjóðavísu eftir 73 landsleiki og 30 mörk skoruð. Hann endurskoðaði ákvörðun sína og hélt áfram með landsliðinu.

Heimild

breyta