1577
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1577 (MDLXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Lögrétta á Alþingi flutt úr Kagahólma á Þingvöllum og í búðatóft sem kennd var við Þorgeir Ljósvetningagoða, þar sem hún var upp frá því.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 13. desember - Francis Drake lagði upp í hnattferð sem lauk 1580.
- Halastjarna sem kölluð hefur verið Halastjarnan mikla 1577 fór nálægt Jörðu og fylgdust vísindamenn og áhugamenn um alla Evrópu með henni. Þekktastur þeirra var Tycho Brahe, sem gerði miklar mælingar á ferli hennar og setti í framhaldi af því fram kenningar um feril halastjarna.
- Listmálarinn El Greco flutti til Spánar og bjó þar til dauðadags.
Fædd
- 12. apríl - Kristján 4. Danakonungur (d. 1648).
- 28. júní - Peter Paul Rubens, flæmskur listmálari (d. 1640).
- 25. nóvember - Piet Heyn, hollenskur sjóliðsforingi og sjóræningi (d. 1629).
Dáin
- 26. febrúar - Eiríkur 14., áður Svíakonungur (f. 1533).