Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (skammstafað CEDAW sem stendur fyrir Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women), eða Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í daglegu tali, er alþjóðlegur sáttmáli um réttindi kvenna sem var samþykktur árið 1979. Í dag eru 189 ríki aðilar að honum. Hann var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980 en gekk ekki í gildi á Íslandi fyrr en árið 1985. Kvennasáttmálinn er í sex hlutum og samanstendur af 36 greinum. Hann var gerður að fyrirmynd Alþjóðasamnings um afnám alls kynþáttamisréttis. Bandaríkin og Palau eru einu tvö löndin sem hafa skrifað undir en ekki lögfest samninginn.

Litakóðað kort sem sýnir hvaða lönd eru aðilar að Kvennasáttmálanum.
  Aðilar í gegnum undirskrift og gildistöku
  Aðilar í gegnum seinni aðild
  Óviðurkennt aðildarland
  Eingöngu undirritað
  Ekki aðili

Tenglar

breyta
  • „Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum“. Forsætisráðuneyti Íslands. Sótt 18. september 2023.
  • Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna bók gefin út af Mannréttindaskrifstofu Íslands 2009 í tilefni af 30 ára afmælis hans
  • Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára, grein eftir Kristínu Ástgeirsdóttur
  • Upplýsingar um Kvennasáttmálann á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna Geymt 6 september 2015 í Wayback Machine
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.