George Grote (17. nóvember 179418. júní 1871) var enskur fornfræðingur og sagnfræðingur.

George Grote á yngri árum

Grote gekk vel í skóla en faðir hans neitaði að kosta upp á hann háskólanám og útvegaði honum vinnu í banka í staðinn. Grote varði öllum frístundum sínum í lestur klassískra bókmennta, sagnfræðirita, frumspeki og stjórnmálafræði og lærði þýsku, frönsku og ítölsku.

Árið 1817 kynntist Grote verkum Davids Ricardo, sem höfðu þó nokkur áhrif á hann, og í gegnum Ricardo kynntist hann verkum James Mill og Jeremys Bentham.

Helstu ritverk breyta

  • Statement of the Question of Parliamentary Reform (1821)
  • Morning Chronicle (1822)
  • Analysis of the Influence of Natural Religion on the Temporal Happiness of Mankind by Philip Beauchamp (1822)
  • Essentials of Parliamentary Reform (1831)
  • Plato and the Other Companions of Sokrates í þremur bindum (1865)
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.