Gustav Storm (18. júní 184523. febrúar 1903) var norskur sagnfræðingur og textafræðingur, og prófessor við Háskólann í Kristjaníu.

Æviágrip

breyta

Foreldrar hans voru Ole Johan Storm (1806–1850) sóknarprestur, og kona hans Hanna Jørgine Mathilde Breda (1815–1869).

Gustav Storm fæddist í Rendalen á Heiðmörk 1845, en sama ár fluttist fjölskyldan til Lardals á Vestfold. Þegar Gustav var fimm ára dó faðirinn. Fluttist ekkjan þá til Kristjaníu, og tók Gustav Storm stúdentspróf þar 1862. Hann nam sagnfræði og textafræði við Háskólann í Kristjaníu og tók embættispróf 1868. Hann starfaði svo við kennslu, en hóf einnig sjálfstæðar rannsóknir á sviði sagnfræði og textafræði, og hlaut verðlaun Vísindafélagsins danska fyrir bók sína um sagnaritun Snorra Sturlusonar (1873). Hann tók doktorspróf 1874 með ritgerð um Karlamagnús sögu og Þiðriks sögu. Hann varð styrkþegi við háskólann 1875 og prófessor í sagnfræði 1877.

Gustav Storm var í forystuhlutverki í norskum sagnfræðirannsóknum um sína daga, einkum í miðaldasögu. Hann tók við af brautryðjendunum Rudolf Keyser og Peter Andreas Munch, og þróaði rannsóknirnar áfram með hliðsjón af sjónarmiðum sinnar tíðar hvað snertir aðferðir og kennslu í sagnfræði. Hann miðlaði einnig þekkingu sinni með samningu kennslubóka. Meðal þekktustu verka hans er þýðing hans á Heimskringlu, sem birtist í viðhafnarútgáfu 1899 með myndskreytingum norskra listamanna, alþýðuútgáfa í minna broti 1900. Má segja að sú útgáfa hafi gert Heimskringlu að þjóðardýrgrip Norðmanna.

Gustav Storm hafði gott vald á fornmálinu (íslensku) og gaf út ýmis heimildarit frá stórveldistíma Noregs. Hann var snjall við sagnfræðilega heimildagreiningu, og hafði næmt auga fyrir athyglisverðum smáatriðum, sem víða sést í ritum hans. Hann var skarpskyggn og gagnrýninn á heimildirnar, og beitti þar m.a. aðferðum sem hann kynntist í námsferð til Berlínar 1875.

Á dögum Storms voru rannsóknir á Víkingaöldinni ofarlega á blaði, og var nokkur togstreita milli danskra og norskra sagnfræðinga um ýmsa þætti þeirra rannsókna, t.d. hvort það hefðu verið Danir eða Norðmenn sem lögðu undir sig Normandí um 900. Gustav Storm hélt fast fram sjónarmiðum Norðmanna í þeim deilum. Athyglisverð er einnig ritgerð hans frá 1894 um skjaldarmerki Noregs, þar sem hann rekur uppruna þess og hvernig það breyttist fram á 14. öld.

Gustav Storm skrifaði um fleira en sögu Noregs, t.d. læsilega bók um Maríu Stúart (1891), og aðra um Kristófer Kólumbus (1893).

Gustav Storm var frá 1886 til dauðadags formaður í Kildeskriftkommissjonen (Útgáfunefnd heimildarrita), og frá 1899 í norska Sögufélaginu. Hann var félagi í Vísindafélaginu í Kristjaníu frá 1883, og aðalritari þess 1884–1903. Hann var einnig í nokkrum erlendum vísindafélögum og hlaut ýmis heiðursmerki fyrir störf sín.

Gustav Storm andaðist í Kristjaníu 23. febrúar 1903. Hann var ógiftur.

Helstu rit

breyta
  • Om den gamle norrøne literatur. Et indlæg i striden mellem docent Grundtvig og den norske historiske skole. Christiania 1869.
  • Snorre Sturlassøns historieskrivning, en kritisk undersøgelse. København 1873. — Verðlaunað af Vísindafélaginu danska.
  • Sagnkredsene om Karl den Store og Didrik af Bern hos de nordiske folk. Kristiania 1874. — Doktorsrit.
  • Minder fra en Islandsfærd. Christiania 1874.
  • Ragnar Lodbrok og Lodbrokssønnerne. Studie i dansk oldhistorie og nordisk sagnhistorie. Kristiania 1877.
  • Kritiske bidrag til Vikingetidens historie. I Ragnar lodbrok og Gange-Rolv. Kristiania 1878.
  • Nye studier over Thidreks saga. København 1878. — Sérprent úr Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie.
  • Vikingetidens tidligste udgangspunkter. Oslo 1879.
  • De norsk-islandske bibeloversættelser fra 13. og 14. aarhundrede og biskop Brandr Jónsson. (Kristiania 1886).
  • Om nordiske stedsnavne i Normandie. Kristiania 1887.
  • Studier over Vinlandsreiserne. Vinlands geografi og ethnografi. København 1888. — Sérprent úr Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie.
  • Maria Stuart. 1891.
  • Christofer Columbus og Amerikas opdagelse. Christiania 1892.
  • Columbus på Island og vores forfædres opdagelser i det nordvestlige Atlanterhav. Kristiania 1893.
  • Norges gamle vaaben, farver og flag. 1894.

Útgáfur

breyta
  • P. A. Munch: Samlede afhandlinger 1–4. Kristiania 1873–1876.
  • Monumenta historica Norvegiæ. Latinske kildeskrifter til Norges historie i middelalderen. Kristiania 1880. — Ljósprentað 1973.
  • Samlede skrifter av Peder Claussøn Friis. Cristiania 1881.
  • Islandske Annaler indtil 1578. Christiania 1888. — Ljósprentað 1977. Islandske Annaler indtil 1578 - netútgáfa
  • Norges gamle love inntil 1387 4–5, 1885–1895. — Fimmta bindið með Ebbe Hertzberg.
  • Eiríks saga rauða og Flatøbogens Grænlendingaþáttr, samt uddrag fra Ólafs saga Tryggvasonar. København 1891.
  • Otte brudstykker af Den ældste saga om Olav den hellige. Christiania 1893.
  • Hirdskraa / i fotolithografisk giengivelse efter Tønsbergs lovbog fra c. 1320. Christiania 1895.
  • Laurents Hanssøns sagaoversættelse. Kristiania 1899.
  • Diplomatarium Norvegicum, þ.e. Norska fornbréfasafnið XVII, Christiania 1902-3.

Þýðingar

breyta
  • Snorre Sturlasøn: Kongesagaer. Kristiania 1896–1899. — Fræg útgáfa, myndskreytt af norskum listamönnum (Erik Werenskiold, Christian Krogh og fleirum). Kom bæði sem viðhafnarútgáfa í stóru broti, og sem alþýðuútgáfa í litlu broti. Myndirnar hafa birst í ótal útgáfum Heimskringlu, og í bókum um sögu Noregs.
  • Erik den rødes saga, eller sagaen om Vinland. Christiania 1899. — Myndskreytt af Hjalmar Johnssen og Christian Krogh.

Heimildir

breyta
  • Norsk biografisk leksikon 8, Oslo 2004.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Gustav Storm“ á norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. apríl 2008.

Tenglar

breyta