Piet Heyn eða Piet Pieterszoon Hein (25. nóvember 157718. júní 1629) var hollenskur flotaforingi og kapari á vegum Hollenska lýðveldisins í Áttatíu ára stríðinu og Stríði Hollands og Portúgals.

Eftirmynd af málverki eftir Jan Daemen Cool frá 1625.

Hann var sonur skipstjóra og fór ungur á sjó. Spánverjar handtóku hann þegar hann var um tvítugt og hann var galeiðuþræll í fjögur ár. Árið 1607 hóf hann störf fyrir Hollenska Austur-Indíafélagið og sigldi til Asíu. Árið 1623 varð hann varaaðmíráll fyrir Hollenska Vestur-Indíafélagið og stýrði árásum á portúgölsk skip og nýlendur. Árið 1628 náði hann sextán skipum úr Spænska fjársjóðsflotanum. Fjársjóðurinn sem þeir náðu greiddi fyrir uppihald hollenska hersins í átta mánuði og hluthafar í félaginu fengu 50% arð á hlutafé sitt það árið. Þegar hann sneri heim var honum fagnað sem hetju.

Eftir deilur við Vestur-Indíafélagið gerðist hann flotaforingi fyrir lýðveldið. Hann lést í sjóorrustu við Dúnkarka nærri Ostend.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.