Paul McCartney

Enskur tónlistarmaður og meðlimur Bítlanna

Sir James Paul McCartney (fæddur 18. júní 1942) er enskur söngvari, tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann var einn af meðlimum Bítlanna. Eftir Bítlana hóf hann sólóferil undir eigin nafni og með hljómsveitinni Wings. Hann er í Heimsmetabók Guinness fyrir að vera sá tónlistarmaður og lagahöfundur sem mestum árangri hefur náð í tónlistarsögunni, með 60 gulldiska og 100 milljónir seldra platna.

Sir

Paul McCartney
McCartney árið 2021
Fæddur
James Paul McCartney

18. júní 1942 (1942-06-18) (82 ára)
Önnur nöfn
  • Paul Ramon[1]
  • Bernard Webb[2]
  • Fireman[2]
  • Apollo C. Vermouth
  • Percy „Thrills“ Thrillington
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • tónlistarmaður
  • framleiðandi
  • athafnamaður
Ár virkur1957–í dag
Maki
Börn5
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • bassagítar
  • gítar
  • hljómborð
Útgefandi
Meðlimur í
  • Paul McCartney Band
  • The Fireman
Áður meðlimur í
Vefsíðapaulmccartney.com
Undirskrift
Paul McCartney á sviði í Prag.

Einkalíf

breyta

Paul hefur misst bæði móður sína, Mary McCartney, þann (31. október 1956) og konu, Lindu Louise Eastman McCartney, þann (17. apríl 1998), úr brjóstakrabbameini. Paul eignaðist 3 börn með Lindu: Mary, Stellu og James en hann gekk einnig dóttur hennar frá fyrra sambandi, Heather, í föðurstað. Árið 2003 eignaðist hann dótturina Beatrice með þáverandi eiginkonu, Heather Mills. Hann hefur gifst tvisvar eftir samband sitt með Lindu, síðast Nancy Shevell árið 2011.

Paul er grænmetisæta og hefur lagt baráttunni fyrir dýravelferð lið. Þar að auki hefur hann barist gegn jarðsprengjum með eiginkonum sínum Lindu og Heather. Paul McCartney hefur einu sinni komið til Íslands, árið 2000, þar sem hann meðal annars fór í Perluna en þar var ráðstefna um jarðsprengjur.[4]

Sólóplötur

breyta
  • McCartney (1970)
  • Ram (1971) (Paul & Linda McCartney)
  • McCartney II (1980)
  • Tug of War (1982)
  • Pipes of Peace (1983)
  • Give My Regards to Broad Street (1984)
  • Press to Play (1986)
  • Снова В СССР (1988) (ábreiðuplata)
  • Flowers in the Dirt (1989)
  • Off the Ground (1993)
  • Flaming Pie (1997)
  • Run Devil Run (1999) (ábreiðuplata)
  • Driving Rain (2001)
  • Chaos and Creation in the Backyard (2005)
  • Memory Almost Full (2007)
  • Kisses on the Bottom (2012) (ábreiðuplata)
  • New (2013)
  • Egypt Station (2018)
  • McCartney III (2020)
  • Wild Life (1971)
  • Red Rose Speedway (1973)
  • Band on the Run (1973)
  • Venus and Mars (1975)
  • Wings at the Speed of Sound (1976)
  • London Town (1978)
  • Back to the Egg (1979)

Klassísk tónlist

breyta
  • Paul McCartney's Liverpool Oratorio (1991) (með Carl Davis)
  • Standing Stone (1997)
  • Working Classical (1999)
  • Ecce Cor Meum (2006)
  • Ocean's Kingdom (2011) (með Peter Martins)

Tilvísanir

breyta
  1. „Paul Ramon“. The Paul McCartney Project. Sótt 15. nóvember 2020.
  2. 2,0 2,1 Doyle, Patrick (13. nóvember 2020). „Musicians on Musicians: Taylor Swift & Paul McCartney“. Rolling Stone (bandarísk enska). Sótt 13. nóvember 2020.
  3. „Paul McCartney“. Front Row. 26. desember 2012. BBC Radio 4. Afrit af uppruna á 20. febrúar 2014. Sótt 18. janúar 2014.
  4. Paul Mccartney á Íslandi Mbl. Skoðað 7. janúar 2016
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.