Friðrik barbarossa

Friðrik barbarossa („rauðskeggur“) eða Friðrik 1. (112210. júní 1190) var kjörinn konungur Þýskalands í Frankfurt 4. mars árið 1152. Hann var krýndur í Aachen 9. mars og krýndur konungur Ítalíu 1154 í Pavíu og loks keisari hins heilaga rómverska ríkis af Hadríanusi 4. páfa í Róm 18. júní 1155.

Friðrik og synir hans tveir, lýsing úr Welf-krónikunni.

Áður en hann gerðist keisari var hann hertogi af Svefalandi sem Friðrik 3. Hann var sonur Friðriks 2. af Hohenstaufen-ættinni. Móðir hans, Júdit, var dóttir Hinriks svarta, hertoga af Bæjaralandi, og Friðrik var því kominn af tveimur valdamestu ættum Þýskalands á þeim tíma.

Friðrik fór í margar herfarir til Ítalíu en í þeirri síðustu árið 1174 beið hann ósigur gegn Langbarðabandalaginu í orrustunni við Legnano. Með friðarsamningum í Konstanz fengu borgirnar í Langbarðalandi rétt til að kjósa sér eigin stjórn.

1189 lagði Friðrik upp í þriðju krossferðina sem einnig var leidd af Filippusi Ágústusi Frakkakonungi og Ríkharði ljónshjarta. Hann lést þegar hann hélt yfir ána Salef (nú Göksu) í Kilikíu í suðausturhluta Anatólíu.

Í seinni heimsstyrjöldinni var innrás Þjóðverja í Sovétríkin árið 1941 nefnd „Barbarossa-aðgerðin“ (þýska: Unternehmen Barbarossa) í höfuðið á Friðriki.