Alþingiskosningar 1937

Alþingiskosningar 1937 voru kosningar til Alþingis sem haldnar voru 20. júní 1937. Á kjörskrá voru 67.195 en kosningaþátttaka var 87,9%. Niðurstöður kosninganna urðu þær að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fjórum þingmönnum en Alþýðuflokkurinn tapaði tveimur. Stjórn hinna vinnandi stétta hélt því velli en staða Alþýðuflokksins innan hennar var mun veikari. Kommúnistaflokkurinn fékk þrjá þingmenn í fyrsta og eina skiptið í sögu sinni en flokkurinn sameinaðist hluta Alþýðuflokks og myndaði Sameiningarflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn ári síðar sem fékk sex þingmenn í fyrri kosningunum 1942 og tíu í þeim síðari.

Framsóknarmenn bættu við sig fjórum þingmönnum þrátt fyrir að auka fylgi sitt ekki nema um tæp 3% og Sjálfstæðismenn misstu þrjú þingsæti út á 1,6% lækkun í fylgi. Meginskýringin á þessum miklu sveiflum var sú að ekki var notast við hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum og gátu Framsóknarmenn hirt bæði sætin með litlum meirihluta. Jók þetta enn á þrýstinginn á að breyta á ný kosningakerfinu sem tekið hafði verið í notkun í kosningunum þremur árum fyrr.

Niðurstöður

breyta

Niðurstöður kosninganna voru þessar:

Flokkur Formaður Atkvæði % +/- Þingmenn Breyting % þingm.
Alþýðu­flokkurinn Jón Baldvinsson 11.084,5 18,8 -3,9 8 (3) -2 16,3
Bændaflokkurinn Þorsteinn Briem 3.578,5 6,1 -0,3 2 (1) -1 4,1
  Framsóknar­flokkurinn Jónas Jónsson 14.556,5 24,6 +2,8 19 +4 38,8
  Sjálfstæðis­flokkurinn Ólafur Thors 24.132 40,8 -1,6 17 (5) -3 34,7
Kommúnistaflokkurinn Brynjólfur Bjarnason 4.932,5 8,4 +2,4 3 (2) +3 6,1
Þjóðernissinnar 118 0,2 -0,5 0
Aðrir og utan flokka 13 0 0 -1
Alls 59.096 49 (11)

Tengt efni

breyta

Kosningasaga


Fyrir:
Alþingiskosningar 1934
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1942 (júlí)