Viðar Eggertsson (f. 18. júní 1954) er leikstjóri, leikari og leikhússtjóri.

Viðar hefur starfað sem leikstjóri og leikari jöfnum höndum síðan hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1976. Hann á að baki yfir 50 verk á sviði sem leikstjóri. Hefur auk þess leikstýrt fyrir útvarp og sjónvarp. Leikið í hartnær 70 leikverkum á sviði, auk þessa í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Stofnaði einn elsta starfandi sjálfstæða leikhópinn á Íslandi, EGG-leikhúsið, 1981. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Útvarpsleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. Viðar hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir leikstjórn og/eða leik og verið boðið með sýningar sínar víða um lönd. Farið í námsferðir í aðrar álfur. Starfað sem leikari á Írlandi og sem leikstjóri í Færeyjum. Viðar hefur verið dagskrárgerðarmaður við Rás 1 - RÚV, bæði sem fastáðinn og lausráðinn dagskrárgerðarmaður frá árinu 1977 og á að baki hundruð útvarpsþátta aðallega um menningarmál en líka þjóðlegan fróðleik og viðtalsþætti. Á síðustu árum frá því hann varð sextugur hefur hann skipað sér í sveit helstu baráttumanna fyrir bættum kjörum eftirlaunafólks.

Menntun

breyta

Stundaði nám við Leiklistarskóli SÁL 1972-1975 og lauk því við Leiklistarskóla Íslands (nú: Listaháskóli Íslands) 1976.

Hefur sótt fjölda námskeiða í leik, leikstjórn, útvarpsþáttagerð og fleiru, heima og erlendis.

Farið í náms- og kynnisferðir til ýmissa landa.

Stundaði ársnám við Endurmenntun HÍ í Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun.

Störf

breyta

Leikstjórn

breyta

Helstu leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi

breyta

Helstu leikstjórnarverkefni í áhugaleikhúsi

breyta
 • Þið munið hann Jörund e. Jónas Árnason, Leikfélag Selfoss 1984 (tvenn verðlaun á leiklistarhátíð í Dundalk á Írlandi: sýningin og besti karlleikari í aukahlutverki). -
 • Smáborgarabrúðkaup, e. Bertolt Brecht, Leikfélag Selfoss 1997 (valin Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins og sýnd í Þjóðleikhúsinu 1997).
 • Sálir Jónanna ganga aftur, e. Hugleikara, Hugleikur 1998 (boðid á leiklistarhátíðir í Noregi, Litháen og Færeyjum 1998-99).
 • Hvenær kemurðu aftur raudhærði riddari? e. Mark Medoff, Leikfélag Hafnarfjarðar, 2000 (verðlaun: besta leikkona í aðalhlutverki á Leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, 2000).

Helstu leikstjórnarverkefni í Útvarpsleikhúsinu

breyta
 • Rung læknir e. Jóhann Sigurjónsson, 1978.
 • Basil fursti 16 þættir í leikgerð Viðars, 1990.
 • Þrautagangan frá Yanacocha til framtíðar e. Manuel Scorsa 1991.
 • Einhverjar raddir e. Joe Penhall, 2001.
 • Dáið er allt án drauma höfundur leikgerðar Bjarni Jónsson úr skáldsögu Halldór Kiljan Laxness, Barn náttúrunnar, 2002.
 • Hinn íslenski aðall höfundur leikrits Bjarni jónsson, byggt á skáldævisögu, höfundur hennar: Þórbergur Þórðarson, 2004. Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, 2004.
 • Skugga-Sveinn e. Matthías Jochumsson, 2005. Gefið út af hljóðbók.is 2007
 • Söngur hrafnanna e. Árna Kristjánsson, 2014. Íslensku sviðsleiklistaverðlaunin, Gríman, 2014.

Leikstjórn í sjónvarpi:

breyta

Framleitt af Ríkissjónvarpinu og sýnt þar.

 • Vilhjálmur og Karitas e. Sigurður Valgeirsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson, 1984-85.
 • Fastir liðir eins og venjulega (aðstoðarleikstjóri Gísla Rúnars Jónssonar), e. Edda Björgvinsdóttir, Helga Thorberg og Gísli Rúnar, 1985
 • Vilborg í gluggaröð e. Sigurður Valgeirsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson
 • Á jólaróli e. Iðunn Steinsdóttr, 1987.
 • Íslensk þrá - tveir sjónvarpseinleikir e. Guðberg Bergsson, 2000.

Önnur störf í leikhúsi

breyta
 • Stofnandi og aðaldriffjöður EGG-leikhússins frá stofnun þess 1981.
 • Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá vori 1993 til ársloka 1995. Ráðinn þá sem leikhússtjóri hjá Leikfélag Reykjavíkur og sinnti því í nokkrar vikur.
 • Leikhússtjóri Útvarpsleikhússins á RÚV, 1. janúar 2008 - 1. desember 2015.
 • Skrifað nokkrar leikgerðir fyrir svið og útvarp.
 • Ritstjóri leikskráa fyrir Alþýðuleikhúsið, EGG-leikhúsið og Leikfélag Akureyrar.
 • Gert leikmyndir fyrir sumar sýningar sínar í áhugaleikhúsum, sem og fyrir Alþýðuleikhúsið og EGG-leikhúsið.
 • Stundakennari við Háskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands, Leiklistardeild LHÍ og Leiklistarskóla Bandalagsins.

Önnur starfsreynsla

breyta
 • Höfundur hundruða útvarpsþátta fyrir Ríkisútvarpið.
 • Höfundur greina og viðtala fyrir dagblöð og tímarit.
 • Stundakennari í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands.
 • Stundakennari í leiklist við Listaháskóla Íslands
 • Skrifstofustjóri LEB - Landssamband eldri borgara
 • Verkefnastjóri fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík, Gráa herinn og LEB - Landssamband eldri borgara
 • Ýmis störf til sjós og lands á yngri árum.

Helstu trúnaðarstörf

breyta
 • Þingmaður Samfylkingarinnar sem 3. þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður tímabundið, 20.02.2023 - 07.05.2023, fyrir Kristrúnu Frostadóttur.
 • Varamaður i stjórn Ríkisútvarpsins 2022 -
 • Annar varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2021 -
 • Fulltrúi (varaformaður og ritari 2021 - 2023) í fulltrúaráði Leigufélags aldraðra 2021 -
 • Fulltrúi FEB í fulltrúaráði Múlabæjar 2021 -
 • Meðstjórnandi / varamaður í stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík 2020 - 2024
 • Fulltrúi FEB í Öldungaráð Reykjavíkurborgar (varaformaður frá hausti 2022) 2020 - 2024
 • Í stjórn Menningarsjóðs Félags leikstjóra á Íslandi 2020 - 2022
 • Formaður stjórnar Leiklistarsjóðs Þorsteins Ö Stephensen við RÚV 2015 -
 • Forseti Sviðslistasambands Íslands 2002 - 2009
 • Formaður Félags leikstjóra á Íslandi 1991 - 1992 og 2002 - 2007
 • Ritari í stjórn Sviðslistasambands Íslands 1999 - 2002
 • Ritari í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi 1999 - 2002
 • Í stjórn og síðar sérstakur ráðgjafi stjórnar Alþjóða leikhúsmálastofnunarinnar, The International Theatre Institute ITI 2002 - 2009
 • Í stjórn NTU, Norræna leiklistarsambandsins 2002 - 2007
 • Í stjórn Norðurlandahússins í Færeyjum 2000 - 2005
 • Í stjórn Samtakanna 78
 • Dagskrárnefnd Listahátíð 2002 og 2004
 • Í stjórn Íslenska dansflokksins 1996 - 2000
 • Í stjórn Félag íslenskra leikara 1981 - 1987

Verðlaun