Tinna Gunnlaugsdóttir

Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir (f. 18. júní 1954) er íslensk leikkona. Hún stundaði fjögurra nám við Leiklistarskóla SÁL og lauk því við Leiklistarskóla Íslands 1978. Hún var Þjóðleikhússtjóri á árunum 2005-2014. Hún er gift Agli Ólafssyni leikara og tónlistarmanni. Börn þeirra eru Ólafur Egill Egilsson, leikari og handritshöfundur, (f.12.10.1977) Gunnlaugur Egilsson, balettdansari (f 26.03.1979) og Ellen Erla Egilsdóttir (f. 18.10.1988)

Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir
FæddTinna Þórdís Gunnlaugsdóttir
18. júní 1954
Ísland Fáni Íslands
Edduverðlaun
Leikkona ársins
1999 Ungfrúin góða og húsið

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

breyta
Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1981 Útlaginn Þórdís Súrsdóttir
1982 Með allt á hreinu Draumastúlka Stinna
1984 Atómstöðin Ugla
1985 Hvítir mávar Helga
Áramótaskaupið 1985
1988 Í skugga hrafnsins Isold Tilnefnd til Evrópuverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki, Berlín 1988
1991 Börn náttúrunnar Hjúkrunarkona
1992 Svo á jörðu sem á himni Móðir
Karlakórinn Hekla Eiginkona í Hveragerði
1995 Einkalíf Rósa
1999 Ungfrúin góða og húsið Þuríður Edduverðlaunin sem Leikkona ársins.
Á Sochi International Film Festival var hún valin besta leikkonan.

Heimild

breyta

Samtíðarmenn J-Ö, Vaka-Helgafell, 2003, Pétur Ástvaldsson ritstjóri.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.