Kristbjörg Kjeld

íslensk leikkona

Kristbjörg Þorkelína Kjeld (f. 18. júní 1935) er íslensk leikkona fædd í Reykjavík. Kristbjörg er ein þekktasta og reynslumesta leikkona landsins en leikferill hennar spannar tæp 70 ár en hún steig fyrst á svið árið 1955.

Kristbjörg Kjeld
Fædd
Kristbjörg Þorkelína Kjeld

18. júní 1935 (1935-06-18) (88 ára)
Reykjavík á Íslandi
ÞjóðerniÍslensk
SkóliFlensborgarskóli
Leiklistarskóli Þjóðleikhússins
Leiklistarskóli Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn
Kennaraháskóli Íslands
StörfLeikkona
Ár virk1955-í dag
MakiGuðmundur Steinsson (g. 1962-1996)
Börn2
ForeldrarJóna Guðrún Finnbogadóttir Kjeld (1911-1994)
Jens Sófus Matthíasson Kjeld (1908-1980)

Ævi breyta

Kristbjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp í Innri-Njarðvík til fermingaraldurs en fluttist þá til Hafnarfjarðar og hóf nám við Flensborgarskóla.[1] Foreldrar Kristbjargar voru Jóna Guðrún Finnbogadóttir Kjeld (1911-1994) húsmóðir og Jens Sófus Matthíasson Kjeld (1908-1980) smiður fæddur í Færeyjum.

Kristbjörg lauk námi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1958 og var áheyrnarnemandi við Leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn frá 1959-1960. Árið 1992 lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands.

Kristbjörg gekk í hjónaband með Guðmundi Steinssyni (1925-1996) leikritahöfundi árið 1962. Þau eignuðust eina dóttur, Þórunni (f. 1974) sem þau ættleiddu frá Kolumbíu árið 1974 en fyrir átti Kristbjörg soninn Jens Guðjón (f. 1954).[2][3]

Starfsferill breyta

Eftir að Kristbjörg lauk námi við Flensborgarskólann starfaði hún um tíma í verslun í Hafnarfirði og á skrifstofu leigubílastöðvarinnar Hreyfils.[4]

Leikferill hennar spannar tæp 70 ár en fyrsta hlutverk hennar var þegar hún var 15 ára gömul og lék heimskonu í verkinu Aumingja Hanna sem sýnt var hjá áhugaleikfélagi í Hafnarfirði.[1] Hún var fastráðinn leikkona í Þjóðleikhúsinu frá 1957-2005 en hefur einnig leikið í Borgarleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar og Frú Emilíu. Hún var einn af stofnendum leikhópsins Grímu árið 1962 og leikstýrði með hópnum. Á árunum 1986-1998 var hún kennari við Leiklistarskóla Íslands.

Kristbjörg hefur leikið í fjölda íslenskra kvikmynda og meðal þekktustu hlutverka hennar má nefna hlutverk í kvikmyndunum 79 af stöðinni árið 1962 og í Mamma Gógó árið 2010.

Hún lét af störfum hjá Þjóðleikhúsinu vegna aldurs árið 2005 þá sjötug en frá þeim tíma hefur hún leikið í fjölda verka á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum.

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum breyta

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk
1962 79 af stöðinni Gógó
1980 Punktur punktur komma strik Ásta
1985 Draugasaga Móðir Elsu
1988 Glerbrot
Í skugga hrafnsins Sigríður
1989 Flugþrá Mamma
Kristnihald undir jökli Hnallþóra
1990 Englakroppar Kvenfélagsformaðurinn
1993 Svanur
1995 Einkalíf
1996 Sigla himinfley Lisbet
1997 Stikkfrí Amma Hrefnu
2000 Fíaskó Eldri kona með alzheimer
2001 No Such Thing Nurse Joan
Mávahlátur Amma
2002 Hafið Kristín
Reykjavik Guesthouse: Rent a bike Ingibjörg
Ferðin Amma
2004 Kaldaljós Álfrún
2006 Börn
Mýrin Katrín
2008 Sveitabrúðkaup Brynhildur
2010 Mamma Gógó Gógó
Kóngavegur María
Réttur Guðfinna
2013 Hross í oss Hildur
Áramótaskaupið
2014 Ein Sommer in Island Álfrún Grímsdóttir
2015 Þrestir Amma
2016 Sundáhrifin Auður
2017 Fangar Herdís
2018 Steypustöðin
2021 Zack Snyder's Justice League Gömul íslensk kona
Alma
2022 Summerlight... and Then Comes the Night Helga
Á ferð með mömmu Mamma
2023 Óráð Þóra
Afturelding Hildur
Kuldi Lilja eldri

Viðurkenningar breyta

  • 1996 - Menningarverðlaun DV fyrir hlutverk Möllu í Taktu lagið Lóa.
  • 1998 - Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir leiklistarstörf.
  • 2001 - Edduverðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í kvikmyndinni Mávahlátur
  • 2004 - Edduverðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í kvikmyndinni Kaldaljós[5]
  • 2011 - Besta leikkonan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Funchal IFF á Madeira fyrir hlutverk í myndinni Mamma Gógó[6]
  • 2013 - Grímuverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Jónsmessunótt í Þjóðleikhúsinu[7]
  • 2014 - Heiður­sverðlaun Leik­list­ar­sam­bands Íslands fyr­ir ævi­starf í þágu sviðslista á Íslandi
  • 2017 - Heiðursverðlaunahafi Menningarverðlauna DV[8]
  • 2020 - Grímuverðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk í Er ég mamma mín?

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Ruv.is, „Á meðan fólk hefur enn þolinmæði er ég til“ (skoðað 23. mars 2021)
  2. Dv.is, „Ég lifi í núinu“ (skoðað 23. mars 2021)
  3. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn J-Ö bls. 517-518, (Reykjavík, 2003)
  4. Visir.is, „Langar að verða frábær leikkona“ (skoðað 23. mars 2021)
  5. Visir.is, „Kaldaljós kom sá og sigraði“ (skoðað 23. mars 2021)
  6. Visir.is, „Kristbjörg Kjeld hlaut verðlaun á kvikmyndahátíð á Madeira“ (skoðað 23. mars 2021)
  7. „Handhafar Grímunnar 2013“, Fréttablaðið (skoðað 23. mars 2021)
  8. Dv.is, „Þegar maður hefur átt svo náinn sálufélaga er erfitt að missa“ (skoðað 23. mars 2021)