Þorleifur Jónsson
Þorleifur Jónsson (21. ágúst 1864 – 18. júní 1956) var alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins á árunum 1922 til 1928.
Þorleifur fæddist í Hólum í Hornafirði og átti heima þar til æviloka. Hann var hreppstjóri í Hornafirði frá 1890 til 1944 og gegndi oftsinnis sýslumannsstörfum í Austur-Skaftafellssýslu.
Hann var faðir Þorbergs Þorleifssonar, alþingismanns, Jóns Þorleifssonar listmálara og Páls Þorleifssonar prófasts á Skinnastað.
Árið 1954 kom út ævisaga hans, rituð af honum sjálfum.
Fyrirrennari: Sveinn Ólafsson |
|
Eftirmaður: Tryggvi Þórhallsson |
Tenglar
breyta Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.