1922
ár
(Endurbeint frá Febrúar 1922)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1922 (MCMXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 7. mars - Önnur ríkisstjórn Jóns Magnússonar fór frá völdum og ríkisstjórn Sigurðar Eggerz tók við.
- 8. apríl - Ungmennasamband Eyjafjarðar var stofnað.
- 24. apríl - Hestamannafélagið Fákur var stofnað.
- 20. maí - Vinna hófst við Flóaáveituna, mestu áveituframkvæmdir hérlendis.
- 22. maí - Knattspyrnufélagið Kári var stofnað á Akranesi.
- 7. júlí - Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð.
- 8. júlí - Alþingiskosningar voru haldnar.
- 22. ágúst - Jón Kaldal hljóp 5000 metra á 15 mínútum og 23 sekúndum og setti Íslandsmet sem stóð í 30 ár.
- Lok september - Gos í Grímsvötnum.
- 29. október - Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili var vígt.
- 22. desember - Bræðurnir Ormsson var stofnað.
Ódagsett
- Fjármálaráðuneytið var stofnað.
- Ingibjörg H. Bjarnason var settist á Alþingi, fyrst kvenna.
- Stjórnmálaflokkurinn Sparnaðarbandalagið var stofnaður.
- Lítið hraungos varð í Öskju.
- Leyft var að selja léttvín þrátt fyrir áfengisbannið, vegna viðskiptasamninga við Spán.
- Sæluhús var byggt á Hveravöllum á fornum sæluhúsarústum.
- Bækurnar Leiðarvísir í ástamálum I. karlmenn og Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur voru gefnar út.
Fædd
- 14. febrúar - Böðvar Guðlaugsson, rithöfundur og skáld (d. 2007).
- 2. mars - Hannes Sigfússon, ljóðskáld og þýðandi (d. 1997).
- 3. september - Björn Th. Björnsson, listfræðingur og rithöfundur (d. 2007).
- 1. nóvember - Jón Sigurbjörnsson, leikari og söngvari. (d. 2021)
- Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, rithöfundur (d. 1968).
Dáin
- 18. apríl - Þórunn Jónassen, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1850).
- 13. desember - Hannes Hafstein, skáld og stjórnmálamaður, fyrsti ráðherra Íslands (f. 1861).
Erlendis
breyta- 15. janúar - Michael Collins varð formaður írskur bráðabirgðastjórnarinnar.
- 2. febrúar - James Joyce gaf út skáldsöguna Ódysseif.
- 6. febrúar - Achille Ratti varð Píus XI páfi eftir að Benedikt XV lést.
- 28. febrúar - Egyptaland varð sjálfstætt og hætti að vera á verndarsvæði Bretlands.
- 4. mars - Hryllingsmyndin Nosferatu var frumsýnd í dýragarðinum í Berlín.
- 11. mars - Mahatma Gandhi var fangelsaður fyrir borgaralega óhlýðni.
- 3. apríl - Jósef Stalín var útnefndur aðalritari sovéska kommúnistaflokksins.
- 24. júní - Walther Rathenau utanríkisráðherra Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi var tekinn af lífi. Morðingarnir voru handteknir í júlí sama ár.
- 28. júní - Írska borgarastyrjöldin hófst.
- 1. júlí - Fyrsta útvarpsauglýsingin var send út í Bandaríkjunum.
- 15. september - Tyrktir kveiktu í grísku borginni Smyrna (Izmir). Grísk-tyrkneska stríðið (1919–1922) endaði stuttu síðar með sigri Tyrkja.
- 17. september - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1922 hófst.
- 28. október - Rómargangan: Benito Mussolini fór til Rómar og tók þar völd.
- 1. nóvember - Ottómanveldið lagðist af eftir 600 ára tilveru. Mehmed 6., síðasti tyrkjasoldán þess, flúði til Rómar.
- 14. nóvember - BBC hóf útsendingar í Bretlandi.
- 26. nóvember - Howard Carter og Carnarvon lávarður fundu grafhvelfingu Tútankhammons í Egyptalandi.
- 30. desember - Sovésk ríki sameinuðust um að mynda Sovétríkin.
Ódagsett
- Weimar-lýðveldið, sligað af verðbólgu, bað um greiðslufrest á stríðsskaðabótum vegna fyrri heimsstyrjadarinnar.
- Sólmyrkvi varð í Ástralíu. Hann varði í 6 mínútur.
- Sjálftrekkjandi úr voru fundin upp af John Harwood.
- Alþjóðadómstóllinn í Haag var stofnsettur.
- Fyrsta kvikmyndin um Drakúla greifa var gefin út.
- Síberíutígur dó út í Suður-Kóreu.
Fædd
- 17. janúar - Betty White, bandarísk leikkona. (d. 2021)
- 1. mars - Yitzhak Rabin, ísraelskur stjórnmálamaður (d. 1995).
- 3. mars - Vasílíj Mítrokhín, sovéskur njósnari (d. 2004).
- 12. mars - Jack Kerouac, bandarískur rithöfundur, ljóðskáld og listamaður (d. 1969).
- 3. apríl - Doris Day, bandarísk söng- og leikkona (d. 2019).
- 13. apríl - Julius Nyerere, forseti Tansaníu (d. 1999).
- 16. apríl - Kingsley Amis, breskur rithöfundur (d. 1995).
- 19. apríl - Erich Hartmann, þýskur herflugmaður (d. 1993).
- 22. apríl - Richard Diebenkorn, bandarískur listmálari (d. 1993).
- 28. apríl - Alistair MacLean, skoskur rithöfundur (d. 1987).
- 18. maí - G.E.L. Owen, velskur fornfræðingur og heimspekingur (d. 1982).
- 27. maí - Christopher Lee, enskur leikari (d. 2015).
- 10. júní - Judy Garland, bandarísk söng- og leikkona (d. 1969).
- 11. júní - Erving Goffman, kanadískur félagsfræðingur og rithöfundur (d. 1982).
- 12. júlí - Michael Ventris, enskur arkitekt og fornfræðingur (d. 1956).
- 13. júlí - Anker Jørgensen, danskur stjórnmálamaður (d. 2016).
- 18. júlí - Thomas Samuel Kuhn, bandarískur vísindaheimspekingur (d. 1996).
- 18. ágúst - Alain Robbe-Grillet, franskur rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður (d. 2008).
- 24. ágúst - Matthew Lipman, bandarískur heimspekingur (d. 2010).
- 25. september - Hammer DeRoburt, fyrsti forseti Nárú (d. 1992).
- 31. október - Norodom Sihanouk, konungur Kambódíu (d. 2012).
- 8. nóvember - Christiaan Barnard, suður-afrískur hjartaskurðlæknir (d. 2001).
- 11. nóvember - Kurt Vonnegut, bandarískur rithöfundur (d. 2007).
- 14. nóvember
- Boutros Boutros-Ghali, egypskur aðalritari Sameinuðu þjóðanna (d. 2016).
- Veronica Lake, bandarísk leikkona (d. 1973).
- 16. nóvember - José Saramago, portúgalskur rithöfundur (d. 2010).
- 23. nóvember - Joan Fuster, spænskur rithöfundur (d. 1992).
- 22. desember - Jim Wright, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2015).
Dáin
- 5. janúar - Sir Ernest Shackleton, breskur pólfari (f. 1874).
- 22. janúar
- Elsa Andersson, frumkvöðull í flugi (f. 1897).
- Benedikt XV páfi (f. 1854).
- 1. apríl - Karl 1. Austurríkiskeisari (f. 1887).
- 4. júní - Hermann Alexander Diels, þýskur fornfræðingur og textafræðingur (f. 1848).
- 2. ágúst - Alexander Graham Bell, skosk-bandarískur vísindamaður og uppfinningamaður (f. 1847).
- 22. ágúst - Michael Collins, írskur byltingarleiðtogi (f. 1890).
- 18. nóvember - Marcel Proust, franskur rithöfundur (f. 1871).
- 24. nóvember - Sidney Sonnino, forsætisráðherra Ítalíu (f. 1847).