Borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni (enska Civil Disobedience nefnd eftir samnefndu riti) felst í því að fara ekki eftir ákveðnum lögum, kröfum eða skipunum stjórnvalda eða yfirvalda án þess að beita líkamlegu ofbeldi en ávalt gangast við sök sinni ef hún er einhver. Bandaríski rithöfundurinn Henry David Thoreau ruddi braut nútíma hugmynda um borgaralega óhlýðni í ritgerð sinni „Resistance to Civil Government — Civil Disobedience“ árið 1849.

Stríðsmótmælandi handtekinn fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna, 9. febrúar 2005.

Borgaraleg óhlýðni hefur verið notuð í mótmælaskyni svo sem gegn breskri heimsvaldastefnu á Indlandi, aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku og í Evrópu gegn nasistum. Frægustu einstaklingarnir sem beitt hafa þessum aðferðum eru líklegast Mahatma Gandhi og Martin Luther King. Borgaralega óhlýðni hefur verið ein af megin mótmælaaðferðum stjórnleysingja og annarra aðgerðarsinna seinni árin tildæmis í mótmælum víða um heim gegn hnattvæðingu og stofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnuninni og Alþjóðabankanaum.

Tenglar

breyta
  • „Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?“. Vísindavefurinn.