Anker Jørgensen

Forsætisráðherra Danmerkur (1922-2016)

Anker Henrik Jørgensen (13. júlí 1922 – 20. mars 2016) var danskur stjórnmálamaður úr Jafnaðarmannaflokknum sem var forsætisráðherra Danmerkur frá 1972 til 1973 og frá 1975 til 1982.

Anker Jørgensen
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
5. október 1972 – 19. desember 1973
ÞjóðhöfðingiMargrét 2.
ForveriJens Otto Krag
EftirmaðurPoul Hartling
Í embætti
13. febrúar 1975 – 10. september 1982
ÞjóðhöfðingiMargrét 2.
ForveriPoul Hartling
EftirmaðurPoul Schlüter
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. júlí 1922
Kaupmannahöfn, Danmörku
Látinn20. mars 2016 (93 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiIngrid Pedersen (g. 1948; d. 1997)
Börn4

Anker Jørgensen hafði verið virkur í starfsemi Jafnaðarmannaflokksins frá árinu 1950. Hann hóf feril í stjórnmálum Kaupmannahafnar árið 1964 og sat á danska þinginu frá 1964 til 1994. Hann var formaður Jafnaðarmannaflokksins frá 1972 til 1987 og var forsætisráðherra fyrir flokkinn árin 1972-1973 og 1975-1982 og utanríkisráðherra í stuttan tíma árið 1978.

Æviágrip

breyta

Anker Henrik Jørgensen fæddist þann 13. júlí árið 1922 í Kaupmannahöfn. Hann var sonur vagnstjórans Johannesar Alberts Jørgensen og þvottakonunnar Karenar Marie Jørgensen. Faðir hans lést úr berklum árið 1924, þegar Anker var tveggja ára gamall, og móðir hans úr sama sjúkdómi fjórum árum síðar. Anker ólst upp í fóstri hjá frænku sinni, Körlu Marie Sofie Jacobsen, sem vann í tóbaksframleiðslu, og manni hennar sem var leigubílstjóri í Kristjánshöfn.

Anker gekk í heimavistarskóla í Kristjánshöfn þar sem drengir sem höfðu misst annað eða bæði foreldrin gátu stundað nám endurgjaldslaust. Hann hætti námi eftir sjöunda bekk og hóf störf sem verkamaður í vöruhúsum FDB á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Hann sinnti herþjónustu í danska hernum árið 1943 og gekk eftir herþjónustuna í dönsku andspyrnuhreyfinguna gegn hernámi nasista á stríðsárunum.[1][2] Hann útskrifaðist úr grunnámi í kvöldskóla árið 1949.

Einkalíf

breyta

Jørgensen kvæntist árið 1948 Ingrid Kvist Pedersen, dóttur forstjórans Sørens Pedersen og Krestine Pedersen frá Pindstrup á Djurslandi. Ingrid lést árið 1997 úr Lou Gehrig-sjúkdómi. Eftir dauða hennar varð Anker virkur stuðningsmaður danska Vöðvarýrnunarsjóðsins (danska: Muskelsvindfonden).

Ingrid og Anker Jørgensen eignuðust fjögur börn og bjuggu alla hjónabandstíð sína í Suðurhafnarhverfinu í Kaupmannahöfn. Árið 2008 flutti Anker á elliheimilið Plejebo.[3] Á meðan Jørgensen var forsætisráðherra afþakkaði hann að búa í ráðherrabústaðnum í Marienborg og kaus heldur að búa áfram í íbúð sinni í Suðurhöfn. Anker Jørgensen lést þann 20. mars 2016 í faðmi nánustu aðstandenda sinna. Þann 2. apríl næstkomandi var hann grafinn við hlið konu sinnar í Vestre-kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn.

Stjórnmálaferill

breyta
 
Anker Jørgensen yfirgefur íbúð sína í Suðurhöfn í síðasta sinn þann 26. október 2008 eftir að hafa búið þar í 49 ár.

Anker Jørgensen hóf snemma þátttöku í stjórnmálum og var ungur meðlimur í sjálfboðahreyfingunni DUI-Leg og Virke og í ungliðahreyfingu Jafnaðarmanna. Árið 1950 varð hann faraformaður stéttarfélags vöruhúsastarfsmanna og árið 1956 varð hann formaður þess. Árið 1950 varð hann formaður stéttarfélags samgönguverkamanna (danska: Transportgruppen) og árið 1968 formaður verkalýðsfélagsins Dansk Arbejdsmands- og Specialarbejderforbund.

Jørgensen var fulltrúi í borgarstjórn Kaupmannahafnar frá 1961 til 1964 og var kjörinn á danska þingið árið 1964, þar sem hann var þingmaður á vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins.

Anker Jørgensen varð formaður Jafnaðarmannaflokksins árið 1972 eftir afsögn Jens Otto Krag, sem mælti sérstaklega með honum sem eftirmanni sínum á formannsstól. Jørgensen var formaður flokksins til ársins 1987, en þá tók Svend Auken við af honum.[4] Jørgensen var tvisvar Forseti Norðurlandaráðs, árin 1986 og 1991.

Á stjórnartíð Jørgensens var lífeyrissjóðurinn Lønmodtagernes Dyrtidsfond stofnaður og eftirlaun hækkuð. Jørgensen tók þátt í viðræðum við A.P. Møller um hlut hins opinbera í olíutekjum frá Norðursjó.

Árið 1990 var Jørgensen sendur til Írak til að semja við einræðisherrann Saddam Hussein um lausn danskra gísla úr haldi frá landinu. Gíslarnir voru látnir lausir eftir viðræðurnar. Jørgensen tjáði sig ekki um fyrra Persaflóastríðið, sem braust út næsta ár.

Jørgensen var stundum kallaður „Járn-Anker“ eftir skopteikningum af honum eftir Bo Bohesen.

Tilvísanir

breyta
  1. „NEKROLOG: Hele Danmarks Anker er død“ (danska). Dagbladet Information. Sótt 5. júní 2019.
  2. Dusanne Johansson (29. mars 2016). „Historien, han ikke talte om: Da Anker Jørgensen var koldblodig frihedskæmper“ (danska). Berlingske Media A/S. Sótt 5. júní 2019.
  3. „Anker er flyttet på plejehjem“ (danska). Politiken. 12. nóvember 2008. Sótt 5. júní 2019.
  4. „Tímabil Ankers“. Alþýðublaðið. 21. október 1987. Sótt 5. júní 2019.


Fyrirrennari:
Jens Otto Krag
Forsætisráðherra Danmerkur
(5. október 197219. desember 1973)
Eftirmaður:
Poul Hartling
Fyrirrennari:
Poul Hartling
Forsætisráðherra Danmerkur
(13. febrúar 197510. september 1982)
Eftirmaður:
Poul Schlüter