Michael Collins (byltingarleiðtogi)
Írskur byltingarleiðtogi (1890-1922)
Michael John („Mick“) Collins (16. október 1890 – 22. ágúst 1922) (Mícheál Seán Ó Coileáin) var írskur byltingarleiðtogi og stjórnmálamaður sem lék lykilhlutverk í sjálfstæðisbaráttu Írlands. Hann stjórnaði leyniþjónustu írska lýðveldishersins og átti stóran þátt í því að semja við bresku ríkisstjórnina fyrir hönd Íra um ensk-írska sáttmálann sem umboðsmaður heimastjórnar Írlands. Eftir gerð sáttmálans varð hann bæði formaður bráðabirgðastjórnar írska fríríkisins og yfirhershöfðingi írska hersins. Collins var skotinn til bana í umsátri í Béal nam Bláth í Cork á Írlandi í ágúst 1922 í írsku borgarastyrjöldinni. Hann var 32 ára að aldri.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Michael Collins (Irish leader)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. mars 2008.
Tenglar
breyta- Michael Collins Centre Geymt 1 mars 2012 í Wayback Machine
- Collins 22 Society