Jón Sigurbjörnsson
Jón Sigurbjörnsson (fæddur 1. nóvember 1922 - dáinn 30. nóvember 2021) var íslenskur leikari og söngvari og lék í Dýrunum í Hálsaskógi 1967 – 1977. Jón var einn dáðasti leikari, leikstjóri og óperusöngvari á sínum tíma og var kvæntur Þóru Friðriksdóttur leikkonu.
Lífshlaup
breytaJón ólst upp í Borgarnesi og sinnti þar verkamannastörfum á yngri árum. Hann stundaði nám í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar veturinn 1944-45 og við tónliðarskóla Ísólfssonar 1943-46. Síðar hélt hann til framhaldsnáms í leiklist í New York, þar sem hann nam einnig söng. Í kjölfarið hélt Jón til óperunáms á Ítalíu og bjó þar árin 1961-64.
Fyrsta stóra leikhlutverk Jóns á Íslandi var Hóras í uppsetningu á Hamlet hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1949. Þar lék hann á næstu árum og var um tíma formaður leikfélagsins. Við Þjóðleikhúsið starfaði hann á árunum 1960-67 að frátöldum árunum 1964 og 1965 þegar hann starfaði við Konunglegu sænsku óperuna í Stokkhólmi.
Jón sneri aftur til Leikfélags Reykjavíkur árið 1967 og starfaði þar til 1992 sem leikari og leikstjóri. Að auki kom hann fram í fjölda kvikmynda, s.s. í Landi og sonum og Magnúsi. Hann sendir einnig frá sér plötur með vinsælum sönglögum. Að leiklistarferli loknum sneri Jón sér að hestabúskap og söngkennslu.[1]