Jón Kaldal (24. ágúst 1896 í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, 30. október 1981) var einn þekktasti íslenski ljósmyndarinn og afreksmaður í frjálsum íþróttum. Hann var með ljósmyndastofu á Laugaveginum í 49 ár og tók yfir 100 þúsund ljósmyndir á ferli sínum. Barnabarn hans og alnafni var um tíma ritstjóri Fréttablaðsins og síðar stofnandi Fréttatímans og ritstjóri hans.

Hann var sonur Jóns Jónssonar bónda og Ingibjargar Gísladóttur. Sjö ára gamall missti hann móður sína, bróðir hans lést nokkrum mánuðum síðar og föður sinn missti hann tíu ára gamall. Hann var þá sendur í fóstur ásamt bróður sínum Leifi og systur Ingibjörgu til föðurbróður þeirra, Pálma að Ytri-Löngumýri sem var næsti bær við Stóradal. Fóstru sína missti hann úr lungnabólgu 1911. Þá fluttist hann til Reykjavíkur. Þar hóf hann nám við ljósmyndum hjá Karli Ólafssyni árið 1915. Hann hóf að æfa langhlaup og átti hann eftir að setja mörg met. Hann fluttist til Kaupmannahafnar og lærði ljósmyndun áður en hann sneri aftur til Íslands og stofnaði ljósmyndastúdíó við Laugaveginn.

Jón var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2017.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.