Kanada

land í Norður-Ameríku
(Endurbeint frá Canada)

Kanada er annað stærsta land í heimi að flatarmáli (aðeins Rússland er stærra) og nær yfir nyrðri hluta Norður-Ameríku, frá Kyrrahafi í vestri til Atlantshafs í austri og að Norður-Íshafinu í norðri. Í suðri og vestri á Kanada 8.891 km löng landamæri að Bandaríkjunum sem eru lengstu landamæri tveggja landa í heiminum. Kanada er sambandsríki, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Ottawa er höfuðborg Kanada, en stærstu þéttbýli landsins eru í kringum Toronto, Montreal og Vancouver.

Kanada
Canada
Fáni Kanada Skjaldarmerki Kanada
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
A Mari Usque Ad Mare (latína)
Frá hafi til hafs
Þjóðsöngur:
O Canada
Staðsetning Kanada
Höfuðborg Ottawa
Opinbert tungumál enska og franska
Stjórnarfar Sambandsríki með þingbundna konungsstjórn

Konungur Karl 3.
Forsætisráðherra Justin Trudeau
Landstjóri Mary Simon
Sjálfstæði frá Bretlandi
 • Bresku Norður-Ameríkulögin 1. júlí 1867 
 • Westminsterlögin 11. desember 1931 
 • Kanadalögin 17. apríl 1982 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
2. sæti
9.984.670 km²
11,76
Mannfjöldi
 • Samtals (2023)
 • Þéttleiki byggðar
37. sæti
40.000.000
3,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 • Samtals 1.979 millj. dala (15. sæti)
 • Á mann 51.713 dalir (20. sæti)
VÞL (2019) 0.929 (16. sæti)
Gjaldmiðill dalur
Tímabelti UTC−3,5 til −8
Þjóðarlén .ca
Landsnúmer ++1

Ýmsar frumbyggjaþjóðir hafa búið þar sem Kanada er nú í þúsundir ára. Á 16. öld hófu Bretar og Frakkar landkönnun og síðar landnám á austurströndinni. Eftir fjölmargar styrjaldir gaf Frakkland eftir nær allar nýlendur sínar í Norður-Ameríku árið 1763. Kanada var stofnað með Bresku Norður-Ameríkulögunum frá 1867 þegar þrjár nýlendur í Bresku Norður-Ameríku voru sameinaðar sem Sjálfstjórnarsvæðið Kanada. Eftir þetta hófust breytingar og skiptingar landsvæða undir breskri stjórn jafnframt þróun í átt til aukins sjálfstæðis. Aukið sjálfræði varð til þegar Westminster-lögin 1931 voru samþykkt og landið varð að fullu sjálfstætt með Kanadalögunum 1982 þar sem síðustu leifunum af yfirráðum breska þingsins var eytt úr Stjórnarskrá Kanada.

Í Kanada er þingræði og þingbundin konungsstjórn. Stjórnkerfi landsins byggist á Westminster-kerfinu. Forsætisráðherra Kanada er stjórnarleiðtogi en Bretakonungur, Karl 3., er þjóðhöfðingi landsins. Kanada er samveldisland og tvö alríkistungumál, enska og franska, eru í landinu. Landið situr hátt á listum yfir gagnsæi, borgaraleg réttindi, lífsgæði, viðskiptafrelsi og menntun. Það er fjölmenningarsamfélag sem varð til við aðflutning fólks frá mörgum löndum. Samband Kanada við Bandaríkin hefur haft mikil áhrif á efnahag þess og menningu.

Kanada er þróað ríki sem er í 20. sæti lista yfir lönd eftir vergri landsframleiðslu á mann og 16. sæti á vísitölu um þróun lífsgæða. Hagkerfi landsins er það tíunda stærsta í heimi og byggist aðallega á ríkulegum náttúruauðlindum og víðtækum alþjóðlegum viðskiptatengslum. Kanada á aðild að fjölmörgum alþjóðastofnunum og samtökum eins og Sameinuðu þjóðunum, NATO, Sjö helstu iðnríkjum heims, Tíu helstu iðnríkjum heims, G20, USMCA, Breska samveldinu, Samtökum frönskumælandi ríkja, Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna og Samtökum Ameríkuríkja.

Nafnið Kanada er talið eiga uppruna sinn í Írókesaorðinu kanata sem þýðir „þorp“, „byggð“ eða „kofaþyrping“.[1] Árið 1535 noturðu frumbyggjar orðið til að vísa landkönnuðinum Jacques Cartier á þorpið Stadacona, þar sem nú stendur borgin Quebec.[2] Cartier notaði síðan orðið Canada yfir allt svæðið sem heyrði undir Donnacona, höfðingja Stadacona.[2] Árið 1545 voru evrópsk kort farin að nota nafnið yfir landsvæðið við Lawrence-fljót.

Frá 16. til 18. aldar vísaði heitið Canada til þess hluta af Nýja Frakklandi sem stóð við Lawrence-fljót.[3] Árið 1791 varð þetta svæði að tveimur breskum nýlendum sem nefndust Efri Kanada og Neðri Kanada, saman nefndar Kanödurnar (enska: The Canadas) þar til þær voru sameinaðar í eina Kanadasýslu árið 1841.[4]

Þegar landið var gert að sambandsríki árið 1867 var Canada tekið upp sem opinbert heiti hins nýja ríkis á Lundúnaráðstefnunni og talað um það sem „sjálfstjórnarsvæði“ (enska: dominion).[5] Á 6. áratug 20. aldar var hætt að kalla landið sjálfstjórnarsvæði á opinberum skjölum.[6][7]

Kanadalögin frá 1982 nota aðeins heitið „Kanada“ og síðar sama ár var nafni þjóðhátíðardags Kanada breytt í „Kanadadagurinn“ úr „Dominion day“.[8]

Frumbyggjar Kanada

breyta

Almennt er talið að landnám manna í Ameríku hafi átt sér stað fyrir um 14.000 árum og að fyrstu mennirnir hafi komið þangað um landbrú yfir Beringssund frá Síberíu.[9][10] Elstu minjar um fornindíána í Kanada hafa fundist í Old Crow Flats og Bluefish Caves.[11] Samfélög frumbyggja einkenndust af föstum bústöðum, landbúnaði og víðtækum viðskiptatengslum.[12][13] Sum menningarsamfélög frumbyggja voru horfin af sjónarsviðinu á 15. öld og hafa uppgötvast við fornleifarannsóknir.[14]

Talið er að frumbyggjar Kanada hafi verið milli 200.000[15] og 2 milljónir[16] þegar Evrópumenn komu þangað. Talan 500.000 er notuð af Konunglegri nefnd um málefni frumbyggja sem viðmið.[17] Í kjölfar landnáms Evrópumanna fækkaði frumbyggjum um 40 til 80% og sumar frumþjóðir, eins og Beóþúkkar, hurfu alveg.[18] Fækkunin stafaði bæði af sjúkdómum sem Evrópumenn fluttu með sér (eins og inflúensu, mislingum og bólusótt) og frumbyggja skorti ónæmi gegn,[15][19] átökum við landnema og stjórnvöld þeirra, og landráni sem takmarkaði aðgang frumbyggja að náttúruauðlindum sem þeir höfðu áður nýtt sér til viðurværis.[20][21]

Þrátt fyrir átök voru samskipti frumbyggja Kanada við evrópska Kanadabúa oftast friðsamleg.[22] Frumþjóðirnar og Métisar (afkomendur frumbyggja og evrópskra Kanadabúa) léku lykilhlutverk í nýlendustofnun Evrópubúa í Kanada, sérstaklega með því að aðstoða skinnakaupmenn og landkönnuði í skinnaversluninni.[23] Samskipti Bresku krúnunnar og frumþjóðanna hófust á nýlendutímanum en Inúítar höfðu minna af evrópskum landnemum að segja framan af.[24] Frá lokum 18. aldar hófu evrópskir Kanadabúar að reyna að aðlaga menningu frumþjóðanna að þeirra eigin menningu.[25] Þetta náði hápunkti á 19. og 20. öld þegar kerfi heimavistarskóla var komið upp af ríkisstjórn Kanada þar sem börn frumbyggja voru neydd til að dveljast fjarri fjölskyldum sínum og taka upp evrópska siði og venjur, um leið og þau máttu þola margvíslegt ofbeldi og misnotkun af hálfu starfsliðs skólanna.[26] Sérstakri sáttanefnd var komið á fót af ríkisstjórninni 2008 til að ræða viðbrögð og mögulegar bætur handa þessum börnum.[27]

Landnám Evrópubúa

breyta

Fyrstir Evrópubúa til að heimsækja landið voru norrænir menn frá Grænlandi, sem námu þar land í kringum árið 1000 eftir Krist, kölluðu það Vínland og settu á fót byggð í stuttan tíma. Fornleifar sem fundist hafa á L'Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands eru taldar leifar af slíkri byggð.[28] Eftir að sú byggð lagðist af komu engir Evrópubúar þangað svo vitað sé fyrr en 1497, þegar ítalski sæfarinn Giovanni Caboto sigldi að Atlantshafsströnd Kanada og gerði tilkall til landsins í nafni Hinriks 7. Englandskonungs.[29] Árið 1534 kannaði franski landkönnuðurinn Jacques Cartier Lawrence-flóa þar sem hann reisti 10 metra háan kross með áletruninni „lengi lifi konungur Frakklands“ og gerði þar með tilkall til Nýja Frakklands í nafni Frans 1. Frakkakonungs.[30] Snemma á 16. öld hófu Baskar hval- og fiskveiðar út frá bækistöðvum á Atlantshafsströnd Kanada.[31] Fyrstu landnemabyggðirnar voru skammlífar vegna erfiðra veðurskilyrða, ótryggra siglingaleiða og samkeppni frá Norðurlöndunum.[32][33]

Árið 1583 stofnaði Humphrey Gilbert bæinn St. John's á Nýfundnalandi með konungsleyfi frá Elísabetu 1. Englandsdrottningu. Þetta var fyrsta nýlenda Englendinga í Nýja heiminum, þótt í raun væri um árstíðabundna bækistöð að ræða.[34] Um 1600 stofnuðu Frakkar verslunarstaðinn Tadoussac við Lawrence-fljót.[28] Franski landkönnuðurinn Samuel de Champlain kom til Kanada 1603 og stofnaði fyrstu varanlegu landnemabyggðirnar í Port Royal 1605 og Quebec 1608.[35]

Frakkar námu svo land við Saint Lawrence-fljót og á Atlantshafsströnd Kanada (Akadía) á 16. og 17. öld. Skinnakaupmenn og trúboðar könnuðu Vötnin miklu, Hudson-flóa og vatnasvið Mississippifljóts allt til Louisiana.[36] Bjórastríðin um yfirráð yfir skinnaversluninni brutust út um miðja 17. öld.[37]

Englendingar stofnuðu fleiri nýlendur á Nýfundnalandi eftir 1610 og Nýlendurnar þrettán voru stofnaðar sunnar í álfunni skömmu síðar.[38][39] Fjögur stríð brutust út milli frumþjóðanna og Frakka frá 1689 til 1763, en síðustu styrjaldirnar á svæðinu tengdust Sjö ára stríðinu.[40] Bretar náðu yfirráðum yfir meginlandshluta Nova Scotia árið 1713 með Utrecht-samningnum og Kanada, ásamt meirihluta Nýja Frakklands, féllu í hlut Breta eftir að Sjö ára stríðinu lauk 1763.[41]

Breska Norður-Ameríka

breyta

Frakkland afsalaði því nær öllu Nýja Frakklandi, eins og þeir nefndu það, til Bretlands, ásamt Akadíu, með Parísarsáttmálanum 1763. Bretland kom á fót nýlendunum Nova Scotia, Neðra Kanada og Efra-Kanada. Bretonhöfði var sérstakt svæði sem var seinna sameinað Nova Scotia.[8] Með Konungstilskipun 1763 var Quebec gert að sérstöku fylki með meiri sjálfstjórn, þar sem staða frönskunnar, kaþólskrar trúar og fransks réttar var tryggð. Land nýlendunnar var stækkað þannig að það náði að Vötnunum miklu og árdal Ohio-fljóts.[42] Með þessu reyndu bresk yfirvöld að forðast átök við frönskumælandi íbúa svæðisins á sama tíma og enskumælandi Nýlendurnar þrettán í suðri voru í auknum mæli farnar að mótmæla breskum yfirráðum. Sérréttindi Quebec urðu sem olía á þann eld sem síðar braust út sem Frelsisstríð Bandaríkjanna.[8]

Með Parísarsáttmálanum 1783 var sjálfstæði Bandaríkjanna viðurkennt og þau fengu allt land sunnan við Vötnin miklu og austan við Mississippifljót. Þar á meðal voru svæði sem áður tilheyrðu Quebec.[43] Fyrir og eftir Frelsisstríðið yfirgáfu margir þeir sem hliðhollir voru Bretum Nýlendurnar þrettán og settust að í Kanada. Breytt íbúasamsetning strandhéraðanna varð til þess að Nýja-Brúnsvík var aðskilin frá Nova Scotia og Saint John varð fyrsta borg Kanada.[44] Sama gerðist í Quebec sem var skipt í enskumælandi Efra-Kanada (síðar Ontario) og frönskumælandi Neðra-Kanada (síðar Quebec). Hvor nýlenda hafði sitt eigið þing.[45]

Kanadanýlendurnar tvær urðu vígvöllur í Stríðinu 1812 milli Bretlands og Bandaríkjanna. Þegar samið var um frið 1815 var engum landamærum breytt..[46] Aðflutningur fólks frá Bretlandseyjum jókst mikið og 960.000 fluttu til Kanada milli 1815 og 1850. [47] Margir innflytjendur voru að flýja Hallærið mikla á Írlandi og Hálandahreinsanirnar í Skotlandi.[48] Fjórðungur til þriðjungur allra innflytjenda til Kanada fyrir 1891 létust af völdum smitsjúkdóma.[15]

Uppreisnirnar 1837 hófust í Kanadanýlendunum vegna kröfunnar um ábyrgðarstjórn.[49] Í kjölfarið var gerð skýrsla þar sem mælt var með ábyrgðarstjórn og aðlögun frönskumælandi Kanadabúa að enskri menningu.[8] Sambandslögin 1840 sameinuðu Kanadanýlendurnar í eitt Kanadafylki og ábyrgðarstjórn var komið á í öllum nýlendum Bresku Norður-Ameríku fyrir 1849.[50] Með Oregonsamningnum 1846 var bundinn endir á deilur um landamæri Oregon og landamæri Kanada lengdust í vestur eftir 49. breiddargráðu. Með þessu opnaðist leið fyrir stofnun bresku nýlendanna á Vancouver-eyju 1849 og Bresku Kólumbíu 1858.[51] Kaup Bandaríkjanna á Alaska frá Rússaveldi 1867 bjuggu til landamæri að Kanada í vestri en deilur héldu áfram um nákvæma staðsetningu þeirra.[52]

Stofnun sambandsríkis

breyta
 
Söguleg þróun fylkja Kanada

Þann 1. júlí 1867 voru fjórar nýlendur, Ontario, Quebec, Nova Scotia og Nýja-Brúnsvík, sameinaðar í eitt sambandsríki Kanada með Bresku Norður-Ameríkulögunum.[53][54] Kanada tók við stjórn Róbertslands og Norðvestursvæðisins sem voru sameinuð sem Norðvesturhéruðin en eftir Rauðáruppreisnina þar sem Métisar gerðu uppreisn gegn Kanadastjórn var fylkið Manitóba stofnað 1870.[55] Breska Kólumbía og Vancouver-eyja (sem höfðu sameinast 1866) gengu í sambandið 1871 gegn loforði um að járnbraut næði til Victoria innan 10 ára,[56] og Eyja Játvarðs prins gekk í sambandið 1873.[57] Þegar gullæðið í Klondike hófst í Norðvesturhéruðunum var Júkon skilið frá þeim. Alberta og Saskatchewan urðu fylki 1905.[57] Milli 1871 og 1896 fluttist nær fjórðungur íbúa Kanada suður til Bandaríkjanna.[58]

Til að opna vesturhluta landsins fyrir nýjum landnemum var samþykkt að gera þrjár járnbrautir þvert yfir landið (þar á meðal Kanadísku Kyrrahafsjárnbrautina), hefja landnám á sléttunum samkvæmt kanadísku þjóðlendulögunum (Dominion Lands Act) og stofna kanadísku riddaralögregluna til að treysta yfirráð alríkisstjórnarinnar yfir svæðunum.[59][60] Þessi útþensla landnáms í vesturátt varð til þess að frumþjóðirnar á sléttunum hröktust inn á verndarsvæði indíána[61] og evrópskir landnemar stofnuðu þar nýlendublokkir sem skiptust eftir uppruna landnemanna.[62] Við þetta hrundu stofnar vísunda á sléttunum sem voru lagðar undir landbúnað í stórum stíl, aðallega nautgriparækt og hveitirækt.[63] Frumbyggjar á sléttunum misstu hefðbundnar veiðilendur sínar og féllu úr hungri og sjúkdómum.[64] Neyðaraðstoð frá alríkisstjórninni var háð því skilyrði að indíánar flyttu sig inn á verndarsvæðin.[65] Á þessum tíma voru kanadísku indíánalögin samþykkt, en þau fólu í sér að alríkisstjórnin tók sér vald yfir samfélögum frumbyggja, stjórnkerfi þeirra, menntun og lagalegum réttindum.[66]

Upphaf 20. aldar

breyta

Eftir þetta gengu aðrar breskar nýlendur og sjálfstjórnarsvæði fljótlega í bandalag við Kanada og frá og með 1880 náði Kanada yfir það svæði, sem að það nær yfir í dag, fyrir utan Nýfundnaland og Labrador, sem sameinuðust Kanada árið 1949. Þar sem Bretland fór með utanríkismál landsins gilti stríðsyfirlýsing Breta 1914 sjálfkrafa einnig fyrir Kanada, sem þar með varð þátttakandi í Fyrri heimsstyrjöld. Sjálfboðaliðar sem fóru á Vesturvígstöðvarnar urðu síðar hluti af kanadísku herdeildinni sem tók þátt í orrustunni um Vimy-hálsinn og fleiri stórorrustum.[67] Af þeim 625.000 Kanadabúum sem tóku þátt í heimsstyrjöldinni létust 60.000 og 172.000 særðust.[68] Herkvaðningarkreppan braust út 1917 þegar Sambandsflokkurinn vildi taka upp almenna herkvaðningu til að bæta við minnkandi raðir hermanna í virkri herþjónustu og íbúar Quebec brugðust við með harðri andstöðu.[69] Herþjónustulögin sem komu á herskyldu urðu til þess að auka enn á andstöðu frönskumælandi Kanadabúa og ollu klofningi innan Frjálslynda flokksins. Eftir að stríðinu lauk gerðist Kanada sjálfstæður aðili að Þjóðabandalaginu 1919.[67] Með Westminister-lögunum frá 1931 fékk Kanada opinberlega fulla sjálfstjórn.[70]

Efnahagslíf Kanada varð fyrir áfalli í Kreppunni miklu á 4. áratugnum og lífskjör versnuðu um allt land.[71] Til að bregðast við samdrættinum kom flokkurinn Co-operative Commonwealth Federation í Saskatchewan á umbótum í anda velferðarríkja undir forystu Tommy Douglas á 5. og 6. áratugnum.[72] Samkvæmt ráði forsætisráðherrans William Lyon Mackenzie King lýsti Kanada Þýskalandi stríði á hendur 10. september 1939 með yfirlýsingu Georgs 6., sjö dögum á eftir Bretlandi. Töfin átti að undirstrika sjálfstæði Kanada.[67]

Fyrstu kanadísku hersveitirnar komu til Bretlands í desember 1939. Alls tóku yfir milljón Kanadabúar þátt í Síðari heimsstyrjöld, um 42.000 létust og 55.000 særðust. [73] Kanadískar hersveitir léku stór hlutverk í nokkrum lykilorrustum stríðsins, þar á meðal í árásinni á Dieppe 1942, innrás Bandamanna á Ítalíu, innrásinni í Normandí, Overlord-aðgerðinni og orrustunni um Scheldt 1944.[67] Hollenska konungsfjölskyldan fékk hæli í Kanada eftir að Þjóðverjar hernámu Holland og Kanada hlaut heiðurinn af því að frelsa Holland undan hernámsliðinu.[74]

Efnahagur Kanada blómstraði í stríðinu þar sem landið framleiddi hergögn fyrir Bretland, Kína og Sovétríkin.[67] Þrátt fyrir aðra herkvaðningarkreppu í Quebec 1944 stóð efnahagur landsins mjög vel þegar stríðinu lauk.[75]

Samtíminn

breyta

Fjármálavandræði í kjölfar Kreppunnar miklu leiddu til þess að Sjálfstjórnarríkið Nýfundnaland gaf eftir ábyrgðarstjórn sína og gerðist krúnunýlenda undir stjórn bresks landstjóra.[76] Eftir tvær þjóðaratkvæðagreiðslur 1949 kusu íbúar Nýfundnalands að gerast fylki í Kanada.[77]

Hagvöxtur í kjölfar Síðari heimsstyrjaldar og stefna frjálslyndra ríkisstjórna eftir stríð leiddu til þess að til varð kanadísk sjálfsmynd. Fáni Kanada var tekinn upp árið 1965,[78] franska og enska voru gerð að tveimur opinberum málum landsins 1969,[79] og fjölmenning varð opinber stefna landsins 1971.[80] Ýmsar breytingar í anda sósíaldemókratisma voru útfærðar, eins og Sjúkratryggingakerfi Kanada, Lífeyriskerfi Kanada og Námslánakerfi Kanada, þrátt fyrir andstöðu sumra fylkisstjórna.[81]

Eftir röð ráðstefna um stjórnarskrá landsins voru Kanadalögin 1982 samþykkt af breska þinginu, en með þeim voru síðustu leifar yfirráða breska þingsins afnumin. Réttindaskrá Kanada var jafnframt tekin upp.[82][83][84] Síðan þá hefur Kanada verið sjálfstætt og fullvalda ríki, þótt Bretadrottning sé áfram þjóðhöfðingi landsins.[85][86] Árið 1999 varð Nunavut þriðja sjálfstjórnarsvæði Kanada eftir nokkrar samningaviðræður við alríkisstjórnina.[87]

Á sama tíma urðu miklar samfélagslegar breytingar í Quebec sem voru kallaðar Þögla byltingin. Fylkisstjórnin tók stjórn heilbrigðis- og menntamála í eigin hendur, en hún hafði áður verið í höndum kaþólsku kirkjunnar. Frjálslynd fylkisstjórn reyndi að færa þróunina í átt til stefnu alríkisstjórnarinnar. Átakalínur í stjórnmálum fylkisins mynduðust þá milli sambandssinna og aðskilnaðarsinna. Áriði 1970 hófu róttækir aðskilnaðarsinnar í Front de libération du Québec röð sprengjuárása og mannrána sem voru kölluð Októberkreppan.[88] Árið 1976 tók fullveldisflokkurinn Parti Quebecois við völdum í fylkinu. Flokkurinn stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað Quebec en yfir 60% íbúa reyndust andsnúnir því. Tilraunir til að sætta öndverðar skoðanir með Meech Lake-sáttmálanum mistókust.[89] Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin 1995 þar sem tillagan var aftur felld en með mun minni mun: aðeins 50,6% voru á móti.[90] Árið 1997 úrskurðaði Hæstiréttur Kanada að einhliða úrsögn úr sambandsríkinu væri andstæð stjórnarskrá landsins.

Auk deilna um sjálfstæði Quebec gekk Kanada í gegnum ýmis áföll á 9. og 10. áratug 20. aldar. Þar á meðal voru sprengingin í Air India flugi 182 sem er stærsta fjöldamorðið í sögu landsins;[91] blóðbaðið í École Polytechnique 1989 þar sem byssumaður réðist á kvenkyns nemendur skólans;[92] og Oka-kreppan, átök við frumbyggja árið 1990.[93][94] Kanada tók þátt í Persaflóastríðinu 1990 og nokkrum friðargæsluverkefnum, þar á meðal UNPROFOR-verkefni NATO í Júgóslavíu.[95]

Kanada sendi herlið til Afganistan 2001 en hafnaði þátttöku í innrás Bandaríkjanna í Írak 2003.[96] Árið 2011 tók Kanada þátt í inngripum NATO inn í Borgarastyrjöldina í Líbíu,[97] og tók líka þátt í bardögum við Íslamska ríkið í Írak.[98] Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021 hófst í Kanada 27. janúar 2020 og olli víðtækri samfélags- og efnahagskreppu.[99] Í febrúar 2022 nýtti þingið sér neyðarlög sem voru samþykkt 1988 gegn mótmælum vörubílstjóra og fleiri gegn COVID-19-takmörkunum í landinu. Atvinnulíf í miðborg Ottawa var lamað. Nær 200 voru handteknir, sektaðir og vörubílar gerðir upptækir.

Landfræði

breyta
 
Hin mikilfenglegu kanadísku Klettafjöll

Kanada nær yfir norðurhluta Norður-Ameríku. Það á landamæri að Bandaríkjunum í suðri og í norðvestri (Alaska). Landið nær úthafa á milli, frá Atlantshafi og Davissundi í austri til Kyrrahafs í vestri og af því er kjörorð landsins dregið. Í norðri eru svo Beauforthaf og Norður-Íshaf. Síðan 1925 hefur Kanada átt tilkall til hluta norðurheimskautssvæðisins á milli 60. og 141. lengdargráðu vestur, það er að segja tilkall Kanada til þess landsvæðis nær alveg upp að Norðurpól. Nyrsta byggð Kanada (og heimsins) er kanadíska herstöðin Alert á norðurenda Ellesmereeyjar — breiddargráða 82,5°N — aðeins 834 kílómetra frá Norðurpólnum.

Kanada er næststærsta land í heiminum að flatarmáli, á eftir Rússlandi, og nær yfir um 41% heimsálfunnar Norður-Ameríku. Hins vegar er stór hluti Kanada á norðurheimskautssvæðinu og það er því aðeins fjórða stærsta land heimsins, á eftir Rússlandi, Kína og Bandaríkjum Norður-Ameríku, ef horft er til byggilegs lands. Þéttleiki byggðar er aðeins um 3,2 manns á ferkílómetra, sem er mjög lítið samanborið við önnur lönd. Til samanburðar má þó geta að þéttleiki byggðar á Íslandi er mjög svipaður. Áttatíu prósent íbúa Kanada búa innan við 200 kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna, þar sem loftslag er temprað og land vel fallið til ræktunar.

Þéttbýlasta svæði landsins er lægðin sem afmarkast af Vötnunum miklu og Saint Lawrence fljóti að austan. Fyrir norðan þetta svæði er hinn víðfeðmi kanadíski skjöldur, en hann er lag úr mjög fornu bergi, sem er jökulsorfið eftir síðustu ísöld. Ofan á þessu berglagi liggur nú þunnt, steinefnaríkt jarðvegslag, sundurskorið af vötnum og ám, en yfir 60% af stöðuvötnum heims eru í Kanada. Kanadíski skjöldurinn umlykur Hudsonflóa.

Kanadíski skjöldurinn nær að strönd Atlantshafs við Labrador, fastalandshluta fylkisins Nýfundnalands og Labrador. Eyjan Nýfundnaland, austasti hluti Norður-Ameríku, er við mynni Saint Lawrenceflóa, sem er heimsins stærsti árós, og það landsvæði þar sem Evrópubúar námu fyrst land. Atlantshafsfylkin skaga til austurs sunnan við suðurströnd Saint Lawrenceflóa, milli flóans í norðri og Atlantshafs í suðri. Fundyflóa, sem gengur inn úr Atlantshafi til norðausturs skilur að fylkin Nýju-Brúnsvík og Nýja-Skotland. Þar eru mestu sjávarfallabreytingar (munur flóðs og fjöru) í heimi. Minnsta fylki Kanada er Eyja Játvarðar prins.

Vestur við Ontario eru hinar breiðu og flötu kanadísku sléttur, sem ná yfir fylkin Manitoba, Saskatchewan og Alberta,og allt að Klettafjöllum, en þau liggja á milli fylkjanna Alberta og Bresku Kólumbíu.

Gróðurfar í norðurhluta Kanada breytist eftir því sem norðar dregur úr barrskógum yfir í freðmýri nyrst. Norðan við fastaland Kanada er geysilegur eyjaklasi, þar sem er að finna nokkrar af stærstu eyjum jarðar: Baffinsland, Ellesmere-eyja, Viktoríu-eyja o.fl..

Júkonfljót og Mackenziefljót eru stórfljót í norðurhluta landsins.

Kanada er þekkt fyrir kalt loftslag. Vetur getur verið óvæginn víða í landinu, með hættu á hríðarbyljum og hitastigi niður undir -50 °C í nyrstu hlutum þess. Strandfylkið Breska Kólumbía er undantekning frá þessu og nýtur mun mildari vetra en aðrar hlutar landsins, vegna nálægðar við hlýrri sjó.

Á þéttbýlustu svæðunum er sumarhitinn allt frá því að teljast mildur upp í að vera frekar hár. Sumarhiti í Montreal getur náð vel yfir 30 °C en í Iqaluit í Nunavut allt að 15 °C. Í Vancouver er hitastig yfirleitt á milli 0 til 25 °C allt árið um kring, en á sléttunum miklu fer það allt niður í -40 °C á veturna og upp í 35 °C á sumrin.

Nokkrir tugir þjóðgarða eru í Kanada og var sá fyrsti stofnaður árið 1885.

 
Peggy & Cove, Halifax

Stjórnmál

breyta

Kanada býr við „fullt lýðræði[100] þar sem er rík hefð fyrir frjálslyndi,[101] jafnrétti[102] og hófsemd[103] í stefnumálum stjórnmálaflokka. Áhersla á félagslegt réttlæti hefur verið einkenni á kanadískum stjórnmálum.[104] Einkunnarorð ríkisstjórnar Kanada eru „friður, regla og góð stjórn“.[105][106]

Kanadísk stjórnmál einkennast af tveimur breiðum miðjuflokkum, Frjálslynda flokknum og Íhaldsflokknum sem báðir stunda málamiðlunarstjórnmál. Frjálslyndi flokkurinn er hinn hefðbundni valdaflokkur og skilgreinir sig á miðjunni, meðan Íhaldsflokkurinn skilgreinir sig til hægri. Nýi lýðræðisflokkurinn er sósíaldemókratískur flokkur sem skilgreinir sig til vinstri. Flokkar yst á hægri og vinstri vængnum hafa aldrei verið áberandi í kanadískum stjórnmálum.[107][108] Í alríkiskosningunum 2019 voru fimm flokkar kosnir á þing; Frjálslyndi flokkurinn sem myndaði minnihlutastjórn, Íhaldsflokkurinn sem er hinn opinberi stjórnarandstöðuflokkur, Nýi lýðræðisflokkurinn, Bloc Québécois og Græningjar.

Í Kanada er þingræði og þingbundin konungsstjórn þar sem konungur Kanada er undirstaða framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds.[109][110][111] Karl 3. Bretakonungur er núverandi einvaldur Kanada, auk 14 annarra ríkja í samveldinu og í hverju fylki Kanada. Samt er um tvær aðskildar stofnanir að ræða: bresku og kanadísku krúnurnar.[112] Fulltrúi drottningar er yfirlandstjóri Kanada sem hún skipar samkvæmt ráði forsætisráðherra Kanada til að sinna skyldum hennar í landinu.[113][114]

Þótt konungsvaldið sé þannig innbyggt í stjórnkerfi Kanada er hlutverk einvaldsins í reynd táknrænt.[111][115][116] Ríkisstjórn Kanada fer með framkvæmdavaldið og ber ábyrgð gagnvart fulltrúaþinginu. Forsætisráðherra Kanada velur ráðherra í ríkisstjórnina og er stjórnarleiðtogi.[117] Einvaldurinn eða fulltrúi hans geta ef upp kemur stjórnarkreppa farið með vald sitt án þess að ráðgast við ríkisstjórnina.[115] Landstjórinn skipar forsætisráðherra sem oftast er leiðtogi þess stjórnmálaflokks sem hefur traust meirihluta þingfulltrúa.[118] Skrifstofa forsætisráðherra er þannig valdamesta stofnun ríkisins. Þaðan kemur megnið af lagafrumvörpum þingsins og þaðan koma tilnefningar til yfirlandstjóra, varalandstjóra, ráðherra, dómara og yfirmanna krúnustofnana Kanada sem drottningin skipar.[115] Leiðtogi þess flokks sem hlýtur næstflest sæti á þingi í kosningum er venjulega kallaður leiðtogi opinberrar stjórnarandstöðu sem á að veita stjórninni aðhald.[119]

Allir 338 þingfulltrúar á fulltrúaþingi Kanada eru kjörnir með einföldum meirihluta í einmenningskjördæmum. Landstjórinn boðar til kosninga, annað hvort samkvæmt ráði forsætisráðherra eða ef vantraust á stjórnina er samþykkt á þinginu.[120][121] Stjórnarskrárlögin 1982 gera ráð fyrir að ekki líði meira en fimm ár milli kosninga, en Kosningalög Kanada kveða á um fjögurra ára kjörtímabil með föstum kjördegi í október. Í öldungadeild Kanada sitja 105 fulltrúar sem skipaðir eru á grundvelli landfræðilegrar skiptingar og sitja til 75 ára aldurs.[122]

Þar sem Kanada er sambandríki skiptist stjórnvaldsábyrgðin milli alríkisstjórnarinnar og fylkjanna tíu. Fylkisþing Kanada sitja í einni deild og vinna á sama hátt og fulltrúadeildin.[116] Sjálfstjórnarsvæðin hafa líka hvert sitt þing, en þau eru ekki fullvalda og hafa færri hlutverk en fylkin.[123] Svæðisþingin eru líka ólíkt uppbyggð.[124]

Kanadabanki er seðlabanki landsins. Hagstofa Kanada gefur út gögn sem fjármálaráðherra Kanada og iðnaðarráðherra Kanada nýta sér við áætlanagerð og mótun efnahagsstefnu.[125] Kanadabanki hefur einkarétt á seðlaútgáfu kanadadals,[126] en Konunglega kanadíska myntsláttan sér um útgáfu myntarinnar.[127]

Stjórnsýslueiningar

breyta
 
Kanadísk fylki og sjálfstjórnarsvæði.

Kanada er sambandsríki tíu fylkja og þriggja sjálfstjórnarsvæða. Þessi svæði eru oft flokkuð í fjögur héruð: Vestur-Kanada, Mið-Kanada, Atlantshafsfylkin og Norður-Kanada (Austur-Kanada er notað yfir bæði Mið-Kanada og Atlantshafsfylkin).[128] Fylkin hafa meiri sjálfstjórn en sjálfstjórnarsvæðin og bera ábyrgð á félagslegri þjónustu eins og heilsugæslu, menntun og félagsaðstoð.[129] Samanlagt eru tekjur fylkjanna meiri en tekjur alríkisstjórnarinnar, sem er einstakt meðal sambandsríkja í heiminum. Alríkisstjórnin getur notað sínar tekjur til að framkvæma stefnu sína í fylkjunum, eins og til dæmis kanadísku heilsulögin frá 1984. Fylkin geta sagt sig frá stefnunni, en gera það sjaldnast. Alríkisstjórnin notar jöfnunargreiðslur til að jafna aðstöðu fylkjanna. [130]

Helsti munurinn á fylki og sjálfstjórnarsvæði er að völd fylkjanna koma frá Stjórnarskrá Kanada, meðan stjórnir sjálfstjórnarsvæða fá sín völd frá kanadíska þinginu.[131] Samkvæmt stjórnarskránni deilir alríkisstjórnin völdum með fylkjunum.[132] Þar sem skipting valds milli alríkisstjórnar og fylkja er skilgreind í stjórnarskránni þurfa allar breytingar á henni að fara gegnum stjórnarskrárbreytingarferli, en þingið getur einhliða breytt völdum sjálfstjórnarsvæðanna.[133]


Skjaldar- merki Fylki Skamm- stöfun Höfuðstaður Stærsta borg Aðild að sambands- ríkinu Íbúar
2020.
Stærð (km2) Fylkis- tungumál
Þurrlendi Vatn Alls
    Ontario ON Torontó 1. júlí 1867 14.734.014 917.741 158.654 1.076.395 Enska
    Québec QC Québecborg Montréal 1. júlí 1867 8.574.571 1.356.128 185.928 1.542.056 Franska
    Nýja Skotland NS Halifax 1. júlí 1867 979.351 53.338 1.946 55.284 Enska
    Nýja-Brúnsvík NB Fredericton Moncton 1. júlí 1867 781.476 71.450 1.458 72.908 Enska
    Manitoba MB Winnipeg 15. júlí 1870 1.379.263 553.556 94.241 647.797 Enska
    Breska-Kólumbía BC Victoría Vancouver 20. júlí 1871 5.147.712 925.186 19.549 944.735 Enska
    Eyja Játvarðs prins PE Charlottetown 1. júlí 1873 159.625 5.660 0 5.660 Enska
    Saskatchewan SK Regina Saskatoon 1. september 1905 1.178.681 591.670 59.366 651.036 Enska
    Alberta AB Edmonton Calgary 1. september 1905 4.421.876 642.317 19.531 661.848 Enska
    Nýfundnaland og Labrador NL St. John's 31. mars 1949 522.103 373.872 31.340 405.212 Enska
Alls &&&&&&&&37878672.&&&&&037.878.672 &&&&&&&&&5490918.&&&&&05.490.918 &&&&&&&&&&572013.&&&&&0572.013 &&&&&&&&&6062931.&&&&&06.062.931
Sjálfstjórnarsvæði Kanada
Skjaldarmerki Svæði Skamm- stöfun Höfuðstaður og
stærsta borg
Dagsetning aðildar
að sambands- ríkinu
Íbúar
(2020)
Stærð (km2) Tungumál
Þurrlendi Vatn Alls
    Norðvesturhéruðin NT Yellowknife 15. júlí 1870 45.161 1.183.085 163.021 1.346.106 Dene suline, cree, enska, franska, gwich'in, inuinnaqtun, inuktitut, inuvialuktun, slavey, tłįchǫ
    Júkon YT Whitehorse 13. júní 1898 42.052 474.391 8.052 482.443 Enska, franska
    Núnavút NU Iqaluit 1. apríl 1999 39.353 1.936.113 157.077 2.093.190 Inuinnaqtun, inuktitut, enska, franska
Alls &&&&&&&&&&126566.&&&&&0126.566 &&&&&&&&&3593589.&&&&&03.593.589 &&&&&&&&&&328150.&&&&&0328.150 &&&&&&&&&3921739.&&&&&03.921.739

Efnahagslíf

breyta
 
Fjármálahverfið í Toronto er önnur stærsta fjármálamiðstöð í Norður-Ameríku og í sjöunda sæti á heimsvísu.

Kanada var 10. stærsta hagkerfi heims árið 2018, með um það bil 1,73 billjónir bandaríkjadala verga landsframleiðslu.[134] Kanada er eitt af minnst spilltu löndum heims,[135] og er ein af helstu verslunarþjóðum heims, með mjög alþjóðavætt hagkerfi.[136][137] Hagkerfi Kanada er blandað hagkerfi sem situr hærra á lista yfir lönd eftir vísitölu efnahagsfrelsis en bæði Bandaríkin og öll Evrópuríkin,[138] og tekjujöfnuður er tiltölulega mikill.[139] Meðalráðstöfunartekjur í Kanada eru töluvert hærri en meðaltal OECD-ríkja.[140] Kauphöllin í Toronto er níunda stærsta kauphöll heims, með yfir 1.500 fyrirtæki á skrá og samanlagða fjárfestingu upp á meira en 2 billjón bandaríkjadali.[141]

Árið 2018 var heildarvelta kanadíska hagkerfisins með vörur og þjónustu 1,5 billjón kanadadalir.[142] Útflutningur var yfir 585 billjón kanadadalir, og innflutningur yfir 607 billjón dalir, þar af 391 frá Bandaríkjunum.[142] Árið 2018 var viðskiptahalli Kanada um 25 billjónir.[142]

Vöxtur í námavinnslu, iðnframleiðslu og þjónustu frá upphafi 20. aldar hefur breytt hagkerfi Kanada úr dreifbýlu landbúnaðarhagkerfi, í nútímalegt iðnvætt hagkerfi.[143] Líkt og í öðrum þróuðum ríkjum er þjónustugeirinn ríkjandi, með 2/3 hluta vinnuaflsins,[144] en frumframleiðslugeirinn er líka mjög mikilvægur, einkum skógarhögg og olíuvinnsla.[145] Kanada er tæknilega þróað og iðnvætt ríki, sem er sjálfbjarga í orkumálum, vegna síns mikla náttúrulega forða af jarðefnaeldsneyti, ásamt kjarnorku- og vatnsorkuframleiðslu. Nýting náttúruauðlinda og viðskipti, þá sérstaklega við Bandaríkin, hafa lengi skipt höfuðmáli fyrir efnahag landsins. Þrátt fyrir að fjölbreytni hafi almennt séð aukist í kanadísku efnahagslífi, eru enn mörg héruð, sem reiða sig á vinnslu og sölu afurða úr náttúruauðlindum.

Samþætting hagkerfis Kanada við hagkerfi Bandaríkjanna hefur aukist mikið frá lokum Síðari heimsstyrjaldar.[146] Árið 1965 gerðu löndin með sér fríverslunarsamning um bílaparta, Automotive Products Trade Agreement.[147] Á 8. áratugnum setti ríkisstjórn Pierre Trudeau upp National Energy Program (NEP) og Foreign Investment Review Agency (FIRA) til að bregðast við áhyggjum yfir sjálfbærni í orkumálum og erlendri fjárfestingu í iðnaði.[148] Á 9. áratugnum lagði íhaldsstjórn Brian Mulroney NEP niður og breytti nafni FIRA í Investment Canada til að hvetja til erlendrar fjárfestingar.[149] Fríverslunarsamningur Kanada og Bandaríkjanna frá 1988 afnam tolla milli landanna og 1994 var samningurinn látinn ná einnig yfir Mexíkó þegar Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku var gerður.[150] Samvinnubankakerfið er sterkt í Kanada sem er með hæsta hlutfall meðlima í lánafélögum í heimi.[151]

Kanada flytur út meira af orku en landið flytur inn.[145][152] Atlantshafsmegin eru gaslindir undan strönd landsins og í Alberta eru stórar olíu- og gaslindir. Athabasca-olíusandarnir eiga líka þátt í því að olíubirgðir Kanada eru metnar vera 13% af heildarolíuforða heimsins, í þriðja sæti á eftir Venesúela og Sádi-Arabíu.[153] Auk þess er Kanada einn af stærstu framleiðendum landbúnaðarvara í heiminum; Slétturnar í Kanada eru með stærstu ræktarlöndum korns og repju í heiminum.[154] Samkvæmt Auðlindastofnun Kanada er landið leiðandi í útflutningi á sinki, úrani, gulli, nikkel, platínumálmum, áli, stáli, járngrýti, kolum, blýi, kopar, mólýbdeni, kóbalti og kadmíni.[155] Margir bæir í norðurhluta Kanada reiða sig á námavinnslu eða timburvinnslu fremur en landbúnað. Miðstöð iðnaðarframleiðslu í Kanada er í kringum Ontario og Quebec þar sem bílaiðnaður og flugvélaiðnaður eru sérstaklega mikilvægar greinar.[156]

Íbúar

breyta

Í manntali 2023 voru Kanadabúar 40 milljónir. Milli 1990 og 2008 fjölgaði Kanadabúum um 5,6 milljónir, eða 20,4%,[157] og helsta ástæða fjölgunarinnar var aðflutningur.[158]

Aðflutningur fólks til Kanada er með því mesta sem gerist í heiminum, miðað við höfðatölu,[159] aðallega vegna efnahagsstefnu landsins og vegna sameiningar fjölskyldna.[160][161] Bæði almenningur í Kanada og helstu stjórnmálaflokkar landsins styðja þessa aðflutninga.[160][162] Árið 2019 fluttust 341.180 innflytjendur til Kanada, aðallega frá Asíu.[163] Helstu upprunalönd innflytjenda til Kanada eru Indland, Filippseyjar og Kína.[164] Nýir innflytjendur hafa aðallega sest að á helstu þéttbýlissvæðum landsins, eins og Torontó, Montreal og Vancouver.[165] Kanada tekur líka við nokkrum fjölda flóttafólks, eða um tíunda hluta allra flóttamanna sem fá hæli í heiminum á hverju ári. Kanada tók við yfir 28.000 flóttamönnum árið 2018.[166][167]

Þéttleiki byggðar er með því minnsta sem gerist í heiminum, eða aðeins 3,7 á ferkílómetra.[168] Kanada nær frá 83. til 41. breiddargráðu norður, en um 95% íbúa landsins búa sunnan við 55. breiddargráðu.[169] Um 4/5 íbúa búa innan við 150 km frá landamærunum við Bandaríkin.[170] Þéttbýlasti hluti landsins, með um helming íbúa, er Quebec-Windsor-ræman í suðurhluta Quebec og Ontario við Vötnin miklu og Lawrence-fljót.[171][169] Önnur 30% búa í Lower Mainland í Bresku Kólumbíu og á Calgary-Edmonton-ræmunni í Alberta.[172]

Meirihluti Kanadabúa, eða 67%, búa á heimili með fjölskyldu, 28,2% búa einir og 4,1% búa með óskyldum.[173] 6,3% búa með eldri kynslóð og 34,7% ungs fólks á aldrinum 20 til 34 ára býr hjá foreldrum.[173] 69% búa í eigin húsnæði, og 58% af þeim er með húsnæðislán.[174]

Uppruni

breyta

Samkvæmt manntalinu frá 2016 telur um 32% íbúa sig vera kanadíska að uppruna. Þar á eftir kemur enskur uppruni (18,2%), skoskur (13,9%), franskur (13,6%), írskur (13,4%), þýskur (9,6%), kínverskur (5,1%), ítalskur (4,6%), frá frumþjóðunum (4,4%), indverskur (4%), og úkraínskur (3,9%).[175] Í Kanada búa um 600 opinberlega viðurkenndar frumþjóðir, sem telja um 1,5 milljónir.[176] Um 22,3% íbúa tilheyra svokölluðum sýnilegum minnihlutahópi sem tekur ekki til frumbyggja en nær yfir Kanadabúa af suðurasískum eða kínverskum uppruna, og þeldökkra Kanadabúa.[177] Milli 2011 og 2018 fjölgaði í þessum hópi um 18,1%.[177] Árið 1960 tilheyrðu innan við 2% íbúa Kanada sýnilegum minnihlutahópum.[178]

Tungumál

breyta

Mikill fjöldi tungumála er talaður af Kanadabúum en enska og franska eru móðurmál annars vegar 56% og hins vegar 21% íbúa landsins.[179] Í austurfylkjunum Quebec og Nýju Brúnsvík, austurhluta Ontario og í ákveðnum samfélögum Atlantshafsmegin og í vestri er mestmegnis töluð franska. Enska er töluð alls staðar annars staðar nema í ýmsum smærri samfélögum og meðal frumbyggja. Í manntali árið 2016 nefndu 7,3 milljónir Kanadabúa annað móðurmál en opinberu málin tvö. Meðal þeirra helstu eru mandarín, púnjabíska, spænska, tagalog, arabíska, þýska og ítalska. Kanada er formlega tvítyngt ríki og franska og enska eru jafngild gagnvart stjórnkerfi og dómstólum alríkisins. Opinber minnihlutamál hafa eigin skóla í öllum fylkjum og sjálfstjórnarsvæðum.[180]

Með Lögum 101 árið 1977 var franska gerð að opinberu máli í Quebec.[181] Yfir 75% frönskumælandi Kanadabúa búa í Quebec, en stórir hópar frönskumælandi íbúa eru líka búsettir í Nýju-Brúnsvík, Alberta og Manitóba. Stærsti hópur frönskumælandi íbúa utan Quebec er í Ontario. Þar hefur franskan sérstaka stöðu en ekki sem opinbert mál. Nýja-Brúnsvík er eina fylkið, fyrir utan Quebec, þar sem franska hefur opinbera stöðu en þar eru frönskumælandi um þriðjungur íbúa. Frönskumælandi íbúa sem rekja uppruna sinn til frönsku nýlendunnar Akadíu er líka að finna í Nova Scotia, Cape Breton-eyju og Eyju Játvarðs prins.

Í öðrum fylkjum hefur franska ekki opinbera stöðu en er víða notuð sem kennslumál í skólum, við dómstóla og aðrar opinberar stofnanir, samhliða ensku. Í Manitóba, Ontario og Quebec er franska leyfð í umræðum á þingi og lög eru gefin út á báðum málum. Meðal frumbyggja Kanada eru töluð mál sem skiptast í 11 málaættir og telja yfir 65 tungumál og mállýskur. Mörg frumbyggjamál hafa opinbera stöðu í Norðvesturhéruðunum. Inuktitut er móðurmál meirihluta íbúa í Nunavut og er þar eitt af þremur opinberum málum.[182]

Mörg táknmál eru töluð í Kanada. Amerískt táknmál er víða talað og notað sem kennslumál í grunn- og framhaldsskólum. Quebec-táknmál er aðallega talað í Quebec.[183]

Menning

breyta
 
Minnismerki um fjölmenningu eftir Francesco Pirelli í Torontó.

Menning Kanada er undir áhrifum frá fjölbreyttum uppruna íbúa, og stefnumál sem snúast um að viðhalda „réttlátu þjóðfélagi“ eru varin sérstaklega í stjórnarskrá landsins.[184][185][186] Kanada hefur lagt áherslu á jafnrétti og þátttöku allra íbúa landsins.[187] Fjölmenning er opinber stefna ríkisins og er oft talin með helstu afrekum Kanadabúa[188] og lykileinkenni á sjálfsmynd þeirra.[189][190] Í Quebec er sterk frönsk kanadísk menning sem hefur sérstöðu gagnvart ensku kanadísku meginstraumsmenningunni.[191] Menning Kanada er að minnsta kosti fræðilega séð mósaík ólíkra menningarstrauma staðbundinna upprunahópa.[192]

Sú nálgun Kanada að leggja áherslu á fjölmenningu, sem byggist á aðflutningi útvalinna hópa, aðlögun og stöðvun öfgasinnaðrar þjóðernisstefnu, nýtur mikils almenns stuðnings.[193] Opinber stefnumál eins og niðurgreitt heilbrigðiskerfi, hærri skattlagning til að dreifa auðlegðinni betur, niðurfelling dauðarefsinga, átak til að útrýma fátækt, ströng vopnalög, frjálslynd stefna í kvenfrelsismálum og réttindum hinsegin fólks, lögleiðing dánaraðstoðar og kannabiss, eru afleiðing þeirra pólitísku og menningarlegu gilda sem einkenna Kanada.[194][195][196] Kanadabúar styðja líka almennt utanríkisstefnu landsins, hlutverk þess í friðargæslu, þjóðgarðakerfið og „Réttindaskrá Kanada“.[197][198]

Sögulega hefur Kanada verið undir miklum áhrifum frá breskri og franskri menningu, auk frumbyggjamenningar. Frumbyggjar Kanada hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd íbúa landsins með tungumálum sínum, myndlist og tónlist.[199] Frá 20. öld hafa bæst við Kanadabúar af afrískum, karabískum og asískum uppruna.[200] Kanadískur húmor er hluti af sjálfsmynd íbúa og birtist í kanadískri alþýðumenningu, bókmenntum, tónlist, myndlist og fjölmiðlum. Helstu einkenni hans eru háðsádeila og skopstælingar.[201]

Tilvísanir

breyta
  1. Olson, James Stuart; Shadle, Robert (1991). Historical Dictionary of European Imperialism. Greenwood Publishing Group. bls. 109. ISBN 978-0-313-26257-9.
  2. 2,0 2,1 Rayburn, Alan (2001). Naming Canada: Stories about Canadian Place Names. University of Toronto Press. bls. 14–22. ISBN 978-0-8020-8293-0.
  3. Magocsi, Paul R. (1999). Encyclopedia of Canada's Peoples. University of Toronto Press. bls. 1048. ISBN 978-0-8020-2938-6.
  4. „An Act to Re-write the Provinces of Upper and Lower Canada, and for the Government of Canada“. J.C. Fisher & W. Kimble. 1841. bls. 20.
  5. O'Toole, Roger (2009). „Dominion of the Gods: Religious continuity and change in a Canadian context“. Í Hvithamar, Annika; Warburg, Margit; Jacobsen, Brian Arly (ritstjórar). Holy Nations and Global Identities: Civil Religion, Nationalism, and Globalisation. Brill. bls. 137. ISBN 978-90-04-17828-1.
  6. „November 8, 1951 (21st Parliament, 5th Session)“. Canadian Hansard Dataset. Sótt 9. apríl 2019.
  7. Bowden, J.W.J. (2015). 'Dominion': A Lament“. The Dorchester Review. 5 (2): 58–64.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 Buckner, Philip, ritstjóri (2008). Canada and the British Empire. Oxford University Press. bls. 37–40, 56–59, 114, 124–125. ISBN 978-0-19-927164-1.
  9. Dillehay, Thomas D. (2008). The Settlement of the Americas: A New Prehistory. Basic Books. bls. 61. ISBN 978-0-7867-2543-4.[óvirkur tengill]
  10. Fagan, Brian M.; Durrani, Nadia (2016). World Prehistory: A Brief Introduction. Routledge. bls. 124. ISBN 978-1-317-34244-1.
  11. Rawat, Rajiv (2012). Circumpolar Health Atlas. University of Toronto Press. bls. 58. ISBN 978-1-4426-4456-4.
  12. Hayes, Derek (2008). Canada: An Illustrated History. Douglas & Mcintyre. bls. 7, 13. ISBN 978-1-55365-259-5.
  13. Macklem, Patrick (2001). Indigenous Difference and the Constitution of Canada. University of Toronto Press. bls. 170. ISBN 978-0-8020-4195-1.
  14. Sonneborn, Liz (janúar 2007). Chronology of American Indian History. Infobase Publishing. bls. 2–12. ISBN 978-0-8160-6770-1.
  15. 15,0 15,1 15,2 Wilson, Donna M; Northcott, Herbert C (2008). Dying and Death in Canada. University of Toronto Press. bls. 25–27. ISBN 978-1-55111-873-4.
  16. Thornton, Russell (2000). „Population history of Native North Americans“. Í Haines, Michael R; Steckel, Richard Hall (ritstjórar). A population history of North America. Cambridge University Press. bls. 13, 380. ISBN 978-0-521-49666-7.
  17. O'Donnell, C. Vivian (2008). „Native Populations of Canada“. Í Bailey, Garrick Alan (ritstjóri). Indians in Contemporary Society. Handbook of North American Indians. 2. árgangur. Government Printing Office. bls. 285. ISBN 978-0-16-080388-8.
  18. Marshall, Ingeborg (1998). A History and Ethnography of the Beothuk. McGill-Queen's University Press. bls. 442. ISBN 978-0-7735-1774-5.
  19. True Peters, Stephanie (2005). Smallpox in the New World. Marshall Cavendish. bls. 39. ISBN 978-0-7614-1637-1.
  20. Laidlaw, Z.; Lester, Alan (2015). Indigenous Communities and Settler Colonialism: Land Holding, Loss and Survival in an Interconnected World. Springer. bls. 150. ISBN 978-1-137-45236-8.
  21. Ray, Arthur J. (2005). I Have Lived Here Since The World Began. Key Porter Books. bls. 244. ISBN 978-1-55263-633-6.
  22. Preston, David L. (2009). The Texture of Contact: European and Indian Settler Communities on the Frontiers of Iroquoia, 1667–1783. University of Nebraska Press. bls. 43–44. ISBN 978-0-8032-2549-7.
  23. Miller, J.R. (2009). Compact, Contract, Covenant: Aboriginal Treaty-Making in Canada. University of Toronto Press. bls. 34. ISBN 978-1-4426-9227-5.
  24. Tanner, Adrian (1999). „3. Innu-Inuit 'Warfare'. Innu Culture. Department of Anthropology, Memorial University of Newfoundland. Afrit af uppruna á 12-30-2014. Sótt 3-8-2017.
  25. Asch, Michael (1997). Aboriginal and Treaty Rights in Canada: Essays on Law, Equity, and Respect for Difference. UBC Press. bls. 28. ISBN 978-0-7748-0581-0.
  26. Kirmayer, Laurence J.; Guthrie, Gail Valaskakis (2009). Healing Traditions: The Mental Health of Aboriginal Peoples in Canada. UBC Press. bls. 9. ISBN 978-0-7748-5863-2.
  27. „Truth and Reconciliation Commission of Canada: Calls to Action“ (PDF). National Centre for Truth and Reconciliation. 2015. bls. 5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6-15-2015. Sótt 7-9-2016.
  28. 28,0 28,1 Cordell, Linda S.; Lightfoot, Kent; McManamon, Francis; Milner, George (2009). L'Anse aux Meadows National Historic Site. bls. 27, 82. ISBN 978-0-313-02189-3.
  29. Blake, Raymond B.; Keshen, Jeffrey; Knowles, Norman J.; Messamore, Barbara J. (2017). Conflict and Compromise: Pre-Confederation Canada. University of Toronto Press. bls. 19. ISBN 978-1-4426-3553-1.
  30. Cartier, Jacques; Biggar, Henry Percival; Cook, Ramsay (1993). The Voyages of Jacques Cartier. University of Toronto Press. bls. 26. ISBN 978-0-8020-6000-6.
  31. Kerr, Donald Peter (1987). Historical Atlas of Canada: From the beginning to 1800. University of Toronto Press. bls. 47. ISBN 978-0-8020-2495-4.
  32. Baten, Jörg (2016). A History of the Global Economy. From 1500 to the Present. Cambridge University Press. bls. 84. ISBN 978-1-107-50718-0.
  33. Wynn, Graeme (2007). Canada and Arctic North America: An Environmental History. ABC-CLIO. bls. 49. ISBN 978-1-85109-437-0.
  34. Rose, George A (1. október 2007). Cod: The Ecological History of the North Atlantic Fisheries. Breakwater Books. bls. 209. ISBN 978-1-55081-225-1.
  35. Kelley, Ninette; Trebilcock, Michael J. (30. september 2010). The Making of the Mosaic: A History of Canadian Immigration Policy. University of Toronto Press. bls. 27. ISBN 978-0-8020-9536-7.
  36. LaMar, Howard Roberts (1977). The Reader's Encyclopedia of the American West. University of Michigan Press. bls. 355. ISBN 978-0-690-00008-5.
  37. Tucker, Spencer C; Arnold, James; Wiener, Roberta (30. september 2011). The Encyclopedia of North American Indian Wars, 1607–1890: A Political, Social, and Military History. ABC-CLIO. bls. 394. ISBN 978-1-85109-697-8.
  38. Buckner, Phillip Alfred; Reid, John G. (1994). The Atlantic Region to Confederation: A History. University of Toronto Press. bls. 55–56. ISBN 978-0-8020-6977-1.
  39. Hornsby, Stephen J (2005). British Atlantic, American frontier: spaces of power in early modern British America. University Press of New England. bls. 14, 18–19, 22–23. ISBN 978-1-58465-427-8.
  40. Nolan, Cathal J (2008). Wars of the age of Louis XIV, 1650–1715: an encyclopedia of global warfare and civilization. ABC-CLIO. bls. 160. ISBN 978-0-313-33046-9.
  41. Allaire, Gratien (maí 2007). „From 'Nouvelle-France' to 'Francophonie canadienne': a historical survey“. International Journal of the Sociology of Language. 2007 (185): 25–52. doi:10.1515/IJSL.2007.024. ISSN 0165-2516. S2CID 144657353.
  42. Hopkins, John Castell (1898). Canada: an Encyclopaedia of the Country: The Canadian Dominion Considered in Its Historic Relations, Its Natural Resources, Its Material Progress and Its National Development, by a Corps of Eminent Writers and Specialists. Linscott Publishing Company. bls. 125.
  43. Leahy, Todd; Wilson, Raymond (30. september 2009). Native American Movements. Scarecrow Press. bls. 49. ISBN 978-0-8108-6892-2.
  44. Newman, Peter C (2016). Hostages to Fortune: The United Empire Loyalists and the Making of Canada. Touchstone. bls. 117. ISBN 978-1-4516-8615-9.
  45. McNairn, Jeffrey L (2000). The capacity to judge. University of Toronto Press. bls. 24. ISBN 978-0-8020-4360-3.
  46. Harrison, Trevor; Friesen, John W. (2010). Canadian Society in the Twenty-first Century: An Historical Sociological Approach. Canadian Scholars' Press. bls. 97–99. ISBN 978-1-55130-371-0.
  47. Harris, Richard Colebrook; og fleiri (1987). Historical Atlas of Canada: The land transformed, 1800–1891. University of Toronto Press. bls. 21. ISBN 978-0-8020-3447-2.
  48. Gallagher, John A. (1936). „The Irish Emigration of 1847 and Its Canadian Consequences“. CCHA Report: 43–57. Afrit af uppruna á 7. júlí, 2014.
  49. Read, Colin (1985). Rebellion of 1837 in Upper Canada. McGill-Queen's University Press. bls. 99. ISBN 978-0-7735-8406-8.
  50. Romney, Paul (Spring 1989). „From Constitutionalism to Legalism: Trial by Jury, Responsible Government, and the Rule of Law in the Canadian Political Culture“. Law and History Review. 7 (1): 121–174. doi:10.2307/743779. JSTOR 743779.
  51. Evenden, Leonard J; Turbeville, Daniel E (1992). „The Pacific Coast Borderland and Frontier“. Í Janelle, Donald G (ritstjóri). Geographical Snapshots of North America. Guilford Press. bls. 52. ISBN 978-0-89862-030-6.
  52. Farr, DML; Block, Niko (9. ágúst 2016). „The Alaska Boundary Dispute“. The Canadian Encyclopedia. Afrit af uppruna á 15. desember 2017.
  53. Dijkink, Gertjan; Knippenberg, Hans (2001). The Territorial Factor: Political Geography in a Globalising World. Amsterdam University Press. bls. 226. ISBN 978-90-5629-188-4.
  54. Bothwell, Robert (1996). History of Canada Since 1867. Michigan State University Press. bls. 31, 207–310. ISBN 978-0-87013-399-2.
  55. Bumsted, JM (1996). The Red River Rebellion. Watson & Dwyer. ISBN 978-0-920486-23-8.
  56. „Railway History in Canada | The Canadian Encyclopedia“. www.thecanadianencyclopedia.ca. Sótt 15. mars, 2021.
  57. 57,0 57,1 „Building a nation“. Canadian Atlas. Canadian Geographic. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars, 2006. Sótt 23. maí, 2011.
  58. Denison, Merrill (1955). The Barley and the Stream: The Molson Story. McClelland & Stewart Limited. bls. 8.
  59. „Sir John A. Macdonald“. Library and Archives Canada. 2008. Afrit af uppruna á 14. júní, 2011. Sótt 23. maí, 2011.
  60. Cook, Terry (2000). „The Canadian West: An Archival Odyssey through the Records of the Department of the Interior“. The Archivist. Library and Archives Canada. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní, 2011. Sótt 23. maí, 2011.
  61. Hele, Karl S. (2013). The Nature of Empires and the Empires of Nature: Indigenous Peoples and the Great Lakes Environment. Wilfrid Laurier University Press. bls. 248. ISBN 978-1-55458-422-2.
  62. Gagnon, Erica. „Settling the West: Immigration to the Prairies from 1867 to 1914“. Canadian Museum of Immigration. Sótt 18. desember, 2020.
  63. Armitage, Derek; Plummer, Ryan (2010). Adaptive Capacity and Environmental Governance. Springer Science & Business Media. bls. 183–184. ISBN 978-3-642-12194-4.
  64. Daschuk, James William (2013). Clearing the Plains: Disease, Politics of Starvation, and the Loss of Aboriginal Life. University of Regina Press. bls. 99–104. ISBN 978-0-88977-296-0.
  65. Hall, David John (2015). From Treaties to Reserves: The Federal Government and Native Peoples in Territorial Alberta, 1870–1905. McGill-Queen's University Press. bls. 258–259. ISBN 978-0-7735-4595-3.
  66. Jackson, Robert J.; Jackson, Doreen; Koop, Royce (2020). Canadian Government and Politics (7th. útgáfa). Broadview Press. bls. 186. ISBN 978-1-4604-0696-0.
  67. 67,0 67,1 67,2 67,3 67,4 Morton, Desmond (1999). A military history of Canada (4th. útgáfa). McClelland & Stewart. bls. 130–158, 173, 203–233, 258. ISBN 978-0-7710-6514-9.
  68. Granatstein, J. L. (2004). Canada's Army: Waging War and Keeping the Peace. University of Toronto Press. bls. 144. ISBN 978-0-8020-8696-9.
  69. McGonigal, Richard Morton (1962). „Intro“. The Conscription Crisis in Quebec – 1917: a Study in Canadian Dualism. Harvard University Press.
  70. Morton, Frederick Lee (2002). Law, Politics and the Judicial Process in Canada. University of Calgary Press. bls. 63. ISBN 978-1-55238-046-8.
  71. Bryce, Robert B. (1. júní 1986). Maturing in Hard Times: Canada's Department of Finance through the Great Depression. McGill-Queen's. bls. 41. ISBN 978-0-7735-0555-1.
  72. Mulvale, James P (11. júlí 2008). „Basic Income and the Canadian Welfare State: Exploring the Realms of Possibility“. Basic Income Studies. 3 (1). doi:10.2202/1932-0183.1084. S2CID 154091685.
  73. Humphreys, Edward (2013). Great Canadian Battles: Heroism and Courage Through the Years. Arcturus Publishing. bls. 151. ISBN 978-1-78404-098-7.
  74. Goddard, Lance (2005). Canada and the Liberation of the Netherlands. Dundurn Press. bls. 225–232. ISBN 978-1-55002-547-7.
  75. Bothwell, Robert (2007). Alliance and illusion: Canada and the world, 1945–1984. UBC Press. bls. 11, 31. ISBN 978-0-7748-1368-6.
  76. Alfred Buckner, Phillip (2008). Canada and the British Empire. Oxford University Press. bls. 135–138. ISBN 978-0-19-927164-1.
  77. Boyer, J. Patrick (1996). Direct Democracy in Canada: The History and Future of Referendums. Dundurn Press. bls. 119. ISBN 978-1-4597-1884-5.
  78. Mackey, Eva (2002). The house of difference: cultural politics and national identity in Canada. University of Toronto Press. bls. 57. ISBN 978-0-8020-8481-1.
  79. Landry, Rodrigue; Forgues, Éric (maí 2007). „Official language minorities in Canada: an introduction“. International Journal of the Sociology of Language. 2007 (185): 1–9. doi:10.1515/IJSL.2007.022. S2CID 143905306.
  80. Esses, Victoria M; Gardner, RC (Júlí 1996). „Multiculturalism in Canada: Context and current status“. Canadian Journal of Behavioural Science. 28 (3): 145–152. doi:10.1037/h0084934.
  81. Sarrouh, Elissar (22. janúar, 2002). „Social Policies in Canada: A Model for Development“ (PDF). Social Policy Series, No. 1. United Nations. bls. 14–16, 22–37. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 17. júlí, 2010.
  82. „Proclamation of the Constitution Act, 1982“. Government of Canada. 5. maí 2014. Afrit af uppruna á 11. febrúar 2017. Sótt 10. febrúar, 2017.
  83. „A statute worth 75 cheers“. The Globe and Mail. 17. mars 2009. Afrit af uppruna á 11. febrúar, 2017.
  84. Couture, Christa (1. janúar, 2017). „Canada is celebrating 150 years of... what, exactly?“. Canadian Broadcasting Corporation. Afrit af uppruna á 10. febrúar, 2017. Sótt 10. febrúar, 2017.
  85. Trepanier, Peter (2004). „Some Visual Aspects of the Monarchical Tradition“ (PDF). Canadian Parliamentary Review. Afrit (PDF) af uppruna á 4. mars 2016. Sótt 10. febrúar, 2017.
  86. Bickerton, James; Gagnon, Alain, ritstjórar (2004). Canadian Politics (4th. útgáfa). Broadview Press. bls. 250–254, 344–347. ISBN 978-1-55111-595-5.
  87. Légaré, André (2008). „Canada's Experiment with Aboriginal Self-Determination in Nunavut: From Vision to Illusion“. International Journal on Minority and Group Rights. 15 (2–3): 335–367. doi:10.1163/157181108X332659. JSTOR 24674996.
  88. Munroe, HD (2009). „The October Crisis Revisited: Counterterrorism as Strategic Choice, Political Result, and Organizational Practice“. Terrorism and Political Violence. 21 (2): 288–305. doi:10.1080/09546550902765623. S2CID 143725040.
  89. Sorens, J (desember 2004). „Globalization, secessionism, and autonomy“. Electoral Studies. 23 (4): 727–752. doi:10.1016/j.electstud.2003.10.003.
  90. Schmid, Carol L. (2001). The Politics of Language: Conflict, Identity, and Cultural Pluralism in Comparative Perspective: Conflict, Identity, and Cultural Pluralism in Comparative Perspective. Oxford University Press. bls. 112. ISBN 978-0-19-803150-5.
  91. „Commission of Inquiry into the Investigation of the Bombing of Air India Flight 182“. Government of Canada. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2008. Sótt 23. maí 2011.
  92. Sourour, Teresa K (1991). „Report of Coroner's Investigation“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 28. desember 2016. Sótt 8. mars 2017.
  93. „The Oka Crisis“. Canadian Broadcasting Corporation. 2000. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. ágúst 2011. Sótt 23. maí 2011.
  94. Roach, Kent (2003). September 11: consequences for Canada. McGill-Queen's University Press. bls. 15, 59–61, 194. ISBN 978-0-7735-2584-9.
  95. Cohen, Lenard J.; Moens, Alexander (1999). „Learning the lessons of UNPROFOR: Canadian peacekeeping in the former Yugoslavia“. Canadian Foreign Policy Journal. 6 (2): 85–100. doi:10.1080/11926422.1999.9673175.
  96. Jockel, Joseph T; Sokolsky, Joel B (2008). „Canada and the war in Afghanistan: NATO's odd man out steps forward“. Journal of Transatlantic Studies. 6 (1): 100–115. doi:10.1080/14794010801917212. S2CID 144463530.
  97. Hehir, Aidan; Murray, Robert (2013). Libya, the Responsibility to Protect and the Future of Humanitarian Intervention. Palgrave Macmillan. bls. 88. ISBN 978-1-137-27396-3.
  98. Juneau, Thomas (2015). „Canada's Policy to Confront the Islamic State“. Canadian Global Affairs Institute. Afrit af uppruna á 11. desember 2015. Sótt 10. desember 2015.
  99. „Coronavirus disease (COVID-19)“. Government of Canada. 2021.
  100. „Democracy Index 2017“. The Economist Intelligence Unit. Sótt 29. nóvember 2017.
  101. Westhues, Anne; Wharf, Brian (2014). Canadian Social Policy: Issues and Perspectives. Wilfrid Laurier University Press. bls. 10–11. ISBN 978-1-55458-409-3.
  102. Bickerton, James; Gagnon, Alain (2009). Canadian Politics. University of Toronto Press. bls. 56. ISBN 978-1-4426-0121-5.
  103. Johnson, David (2016). Thinking Government: Public Administration and Politics in Canada (4th. útgáfa). University of Toronto Press. bls. 13–23. ISBN 978-1-4426-3521-0.
  104. Fierlbeck, Katherine (2006). Political Thought in Canada: An Intellectual History. University of Toronto Press. bls. 87. ISBN 978-1-55111-711-9.
  105. Dixon, John; P. Scheurell, Robert (17. mars 2016). Social Welfare in Developed Market Countries. Routledge. bls. 48. ISBN 978-1-317-36677-5.
  106. Boughey, Janina (2017). Human Rights and Judicial Review in Australia and Canada: The Newest Despotism?. Bloomsbury Publishing. bls. 105. ISBN 978-1-5099-0788-5.
  107. Ambrose, Emma; Mudde, Cas (2015). „Canadian Multiculturalism and the Absence of the Far Right“. Nationalism and Ethnic Politics. 21 (2): 213–236. doi:10.1080/13537113.2015.1032033. S2CID 145773856.
  108. Taub, Amanda (27. júní 2017). „Canada's Secret to Resisting the West's Populist Wave“. The New York Times.
  109. „Constitution Act, 1867: Preamble“. Queen's Printer. 29. mars 1867. Afrit af uppruna á 3. febrúar 2010. Sótt 23. maí 2011.
  110. Smith, David E (10. júní 2010). „The Crown and the Constitution: Sustaining Democracy?“ (PDF). The Crown in Canada: Present Realities and Future Options. Queen's University. bls. 6. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 17. júní 2010.
  111. 111,0 111,1 MacLeod, Kevin S (2012). A Crown of Maples (PDF) (2nd. útgáfa). Queen's Printer for Canada. bls. 16. ISBN 978-0-662-46012-1. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. febrúar 2016. Sótt 8. mars 2017.
  112. Johnson, David (2018). Battle Royal: Monarchists vs. Republicans and the Crown of Canada. Dundurn Press. bls. 196. ISBN 978-1-4597-4015-0.
  113. „The Governor General of Canada: Roles and Responsibilities“. Queen's Printer. Sótt 23. maí 2011.
  114. Commonwealth public administration reform 2004. Commonwealth Secretariat. 2004. bls. 54–55. ISBN 978-0-11-703249-1.
  115. 115,0 115,1 115,2 Forsey, Eugene (2005). How Canadians Govern Themselves (PDF) (6th. útgáfa). Queen's Printer. bls. 1, 16, 26. ISBN 978-0-662-39689-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29. desember 2009. Sótt 23. maí 2011.
  116. 116,0 116,1 Marleau, Robert; Montpetit, Camille. „House of Commons Procedure and Practice: Parliamentary Institutions“. Queen's Printer. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. ágúst 2011. Sótt 23. maí 2011.
  117. Edwards, Peter (4. nóvember 2015). 'A cabinet that looks like Canada:' Justin Trudeau pledges government built on trust“. Toronto Star. Afrit af uppruna á 28. janúar 2017.
  118. Johnson, David (2006). Thinking government: public sector management in Canada (2nd. útgáfa). University of Toronto Press. bls. 134–135, 149. ISBN 978-1-55111-779-9.
  119. „The Opposition in a Parliamentary System“. Library of Parliament. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. nóvember 2010. Sótt 23. maí 2011.
  120. „About Elections and Ridings“. Library of Parliament. Afrit af uppruna á 24. desember 2016. Sótt 3. september 2016.
  121. O'Neal, Brian; Bédard, Michel; Spano, Sebastian (11. apríl 2011). „Government and Canada's 41st Parliament: Questions and Answers“. Library of Parliament. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. maí 2011. Sótt 2. júní 2011.
  122. Griffiths, Ann L.; Nerenberg, Karl (2003). Handbook of Federal Countries. McGill-Queen's University Press. bls. 116. ISBN 978-0-7735-7047-4.
  123. „Difference between Canadian Provinces and Territories“. Intergovernmental Affairs Canada. 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2015. Sótt 23. nóvember 2015.
  124. „Differences from Provincial Governments“. Legislative Assembly of the Northwest Territories. 2008. Afrit af uppruna á 3. febrúar 2014. Sótt 30. janúar 2014.
  125. „About“. Statistics Canada. 2014. Afrit af uppruna á 15. janúar 2015. Sótt 8. mars 2017.
  126. Gilbert, Emily; Helleiner, Eric (2003). Nation-States and Money: The Past, Present and Future of National Currencies. Routledge. bls. 39. ISBN 978-1-134-65817-6.
  127. Cuhaj, George S.; Michael, Thomas (2011). Coins of the World: Canada. Krause Publications. bls. 4. ISBN 978-1-4402-3129-2.
  128. Hamel, Pierre; Keil, Roger (2015). Suburban Governance: A Global View. University of Toronto Press. bls. 81. ISBN 978-1-4426-6357-2.
  129. Doern, G. Bruce; Maslove, Allan M.; Prince, Michael J. (2013). Canadian Public Budgeting in the Age of Crises: Shifting Budgetary Domains and Temporal Budgeting. McGill-Queen's University Press. bls. 1. ISBN 978-0-7735-8853-0.
  130. Clemens, Jason; Veldhuis, Niels (2012). Beyond Equalization: Examining Fiscal Transfers in a Broader Context. Fraser Institute. bls. 8. ISBN 978-0-88975-215-3.
  131. Oliver, Peter; Macklem, Patrick; Des Rosiers, Nathalie (2017). The Oxford Handbook of the Canadian Constitution. Oxford University Press. bls. 498–499. ISBN 978-0-19-066482-4.
  132. Meligrana, John (2004). Redrawing Local Government Boundaries: An International Study of Politics, Procedures, and Decisions. UBC Press. bls. 75. ISBN 978-0-7748-0934-4.
  133. Nicholson, Norman L. (1979). The boundaries of the Canadian Confederation. McGill-Queen's University Press. bls. 174–175. ISBN 978-0-7705-1742-7.
  134. „World Economic Outlook Database“. International Monetary Fund. 2. apríl 2019.
  135. Rotberg, Robert I.; Carment, David (2018). Canada's Corruption at Home and Abroad. Taylor & Francis. bls. 12. ISBN 978-1-351-57924-7.
  136. „Latest release“. World Trade Organization. 17. apríl 2008. Afrit af uppruna á 5. júní 2011. Sótt 23. maí 2011.
  137. „Index of Globalization 2010“. KOF. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. maí 2012. Sótt 22. maí 2012.
  138. „Index of Economic Freedom“. The Heritage Foundation and The Wall Street Journal. 2013. Afrit af uppruna á 29. júní 2013. Sótt 27. júní 2013.
  139. Kay, Jonathan (13. desember 2012). „Jonathan Kay: The Key to Canada's Economic Advantage Over the United States? Less Income Inequality“. National Post. Afrit af uppruna á 15. maí 2016.
  140. Better Policies Policies for Stronger and More Inclusive Growth in Canada. OECD. 16. júní 2017. bls. 3–. ISBN 978-92-64-27794-6.
  141. „Monthly Reports“. World Federation of Exchanges.. Nóvember 2018.
  142. 142,0 142,1 142,2 „Canada's State of Trade 2019“. Canada's State of Trade (20th. útgáfa). Global Affairs Canada. 2019. ISSN 2562-8313.PDF version
  143. Harris, R. Cole; Matthews, Geoffrey J. (1987). Historical Atlas of Canada: Addressing the Twentieth Century, 1891–1961. University of Toronto Press. bls. 2. ISBN 978-0-8020-3448-9. Afrit af uppruna á 20. mars 2018.
  144. „Employment by Industry“. Statistics Canada. 8. janúar 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. maí 2011. Sótt 23. maí 2011.
  145. 145,0 145,1 Sueyoshi, Toshiyuki; Goto, Mika (2018). Environmental Assessment on Energy and Sustainability by Data Envelopment Analysis. Wiley. bls. 496. ISBN 978-1-118-97933-4.
  146. Mosler, David; Catley, Bob (2013). The American Challenge: The World Resists US Liberalism. Ashgate Publishing. bls. 38. ISBN 978-1-4094-9852-0.
  147. Kerr, William; Perdikis, Nicholas (2014). The Economics of International Commerce. Edward Elgar Publishing. bls. 96. ISBN 978-1-78347-668-8.
  148. Morck, Randall; Tian, Gloria; Yeung, Bernard (2005). „Who owns whom? Economic nationalism and family controlled pyramidal groups in Canada“. Í Eden, Lorraine; Dobson, Wendy (ritstjórar). Governance, Multinationals, and Growth. Edward Elgar Publishing. bls. 50. ISBN 978-1-84376-909-5.
  149. Hale, Geoffrey (Október 2008). „The Dog That Hasn't Barked: The Political Economy of Contemporary Debates on Canadian Foreign Investment Policies“. Canadian Journal of Political Science. 41 (3): 719–747. doi:10.1017/S0008423908080785. JSTOR 25166298. S2CID 154319169.
  150. Krieger, Joel, ritstjóri (2001). The Oxford Companion to Politics of the World (2nd. útgáfa). Oxford University Press. bls. 569. ISBN 978-0-19-511739-4.
  151. Kobrak, Christopher; Martin, Joe (2018). From Wall Street to Bay Street: The Origins and Evolution of American and Canadian Finance. University of Toronto Press. bls. 220. ISBN 978-1-4426-1625-7.
  152. Brown, Charles E (2002). World Energy Resources. Springer. bls. 323, 378–389. ISBN 978-3-540-42634-9.
  153. Lopez-Vallejo, Marcela (2016). Reconfiguring Global Climate Governance in North America: A Transregional Approach. Routledge. bls. 82. ISBN 978-1-317-07042-9.
  154. „Trade Ranking Report: Agriculture“ (PDF). FCC. 2017. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 3. október 2019. Sótt 21. júní 2021.
  155. Haldar, Swapan Kumar (2016). Platinum-Nickel-Chromium Deposits: Geology, Exploration and Reserve Base. Elsevier Science. bls. 108. ISBN 978-0-12-802086-9.
  156. „Mapping Canada's Top Manufacturing Industries“. Industry Insider. 22. janúar 2015.
  157. „Energy Efficiency Trends in Canada, 1990 to 2008“. Natural Resources Canada. 2011. Afrit af uppruna á 22. desember 2015. Sótt 13. desember 2015.
  158. Edmonston, Barry; Fong, Eric (2011). The Changing Canadian Population. McGill-Queen's University Press. bls. 181. ISBN 978-0-7735-3793-4.
  159. Zimmerman, Karla (2008). Canada (10th. útgáfa). Lonely Planet. bls. 51. ISBN 978-1-74104-571-0.
  160. 160,0 160,1 Hollifield, James; Martin, Philip; Orrenius, Pia (2014). Controlling Immigration: A Global Perspective (3rd. útgáfa). Stanford University Press. bls. 11. ISBN 978-0-8047-8627-0.
  161. Beaujot, Roderic P.; Kerr, Donald W. (2007). The Changing Face of Canada: Essential Readings in Population. Canadian Scholars' Press. bls. 178. ISBN 978-1-55130-322-2.
  162. Freeman, Gary P.; Hansen, Randall; Leal, David L. (2013). Immigration and Public Opinion in Liberal Democracies. Routledge. bls. 8. ISBN 978-1-136-21161-4.
  163. Anderson, Stuart (18. febrúar 2020). „Immigrants Flock To Canada, While U.S. Declines“. Forbes. Sótt 16. apríl 2020.
  164. „Is Canada asking countries for a million immigrants?“. BBC News. 6. júní 2019.
  165. Grubel, Herbert G. (2009). The Effects of Mass Immigration on Canadian Living Standards and Society. Fraser Institute. bls. 5. ISBN 978-0-88975-246-7.
  166. „2019 Annual Report to Parliament on Immigration“. Minister of Immigration, Refugees and Citizenship. Sótt 19. desember 2020.[óvirkur tengill]
  167. Jason, Markusoff (23. janúar 2019). „Canada now brings in more refugees than the U.S.“. Maclean's.
  168. „Population and dwelling counts, for Canada, provinces and territories, 2011 and 2006 censuses“. Statistics Canada. Afrit af uppruna á 6. október 2014.
  169. 169,0 169,1 OECD Environmental Performance Reviews OECD Environmental Performance Reviews: Canada 2004. OECD. 2014. bls. 142–. ISBN 978-92-64-10778-6.
  170. Custred, Glynn (2008). „Security Threats on America's Borders“. Í Moens, Alexander (ritstjóri). Immigration policy and the terrorist threat in Canada and the United States. Fraser Institute. bls. 96. ISBN 978-0-88975-235-1.
  171. McMurry, Peter H.; Shepherd, Marjorie F.; Vickery, James S. (2004). Particulate Matter Science for Policy Makers: A NARSTO Assessment. Cambridge University Press. bls. 391. ISBN 978-0-521-84287-7.
  172. „Urban-rural population as a proportion of total population, Canada, provinces, territories and health regions“. Statistics Canada. 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2011. Sótt 23. maí 2011.
  173. 173,0 173,1 „The Daily — Families, households and marital status: Key results from the 2016 Census“. Statistics Canada. 2. ágúst 2017.
  174. Government of Canada, Statistics Canada (11. september 2013). „The Daily — 2011 National Household Survey: Homeownership and shelter costs in Canada“. www150.statcan.gc.ca.
  175. „Immigration and Ethnocultural Diversity Highlight Tables“. Statistics Canada. 25. október 2017. Afrit af uppruna á 27. október 2017.
  176. „Aboriginal Identity (8), Sex (3) and Age Groups (12) for the Population of Canada, Provinces, Territories, Census Metropolitan Areas and Census Agglomerations, 2006 Census – 20% Sample Data“. 2006 Census: Topic-based tabulations. Statistics Canada. 12. júní 2008. Afrit af uppruna á 18. október 2011. Sótt 18. september 2009.
  177. 177,0 177,1 „Census Profile, 2016 Census“. Statistics Canada. 8. febrúar 2017. Afrit af uppruna á 15. október 2017. Sótt 16. febrúar 2018.
  178. Pendakur, Krishna. „Visible Minorities and Aboriginal Peoples in Vancouver's Labour Market“. Simon Fraser University. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. maí 2011. Sótt 30. júní 2014.
  179. „Population by mother tongue and age groups (total), 2016 counts, for Canada, provinces and territories“. Statistics Canada. 8. febrúar 2017. Afrit af uppruna á 15. október 2017.
  180. „Official Languages and You“. Office of the Commissioner of Official Languages. 16. júní 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2009. Sótt 10. september 2009.
  181. Bourhis, Richard Y; Montaruli, Elisa; Amiot, Catherine E (2007). „Language planning and French-English bilingual communication: Montreal field studies from 1977 to 1997“. International Journal of the Sociology of Language. 2007 (185): 187–224. doi:10.1515/IJSL.2007.031. S2CID 144320961.
  182. Russell, Peter H (2005). „Indigenous Self-Determination: Is Canada as Good as it Gets?“. Í Hocking, Barbara (ritstjóri). Unfinished constitutional business?: rethinking indigenous self-determination. Aboriginal Studies Press. bls. 180. ISBN 978-0-85575-466-2.
  183. Bailey, Carole Sue; Dolby, Kathy; Campbell, Hilda Marian (2002). The Canadian Dictionary of ASL Canadian Cultural Society of the Dead. University of Alberta. bls. 11. ISBN 978-0-88864-300-1.
  184. LaSelva, Samuel Victor (1996). The Moral Foundations of Canadian Federalism: Paradoxes, Achievements, and Tragedies of Nationhood. McGill-Queen's University Press. bls. 86. ISBN 978-0-7735-1422-5.
  185. Dyck, Rand (2011). Canadian Politics. Cengage Learning. bls. 88. ISBN 978-0-17-650343-7.
  186. Newman, Stephen L. (2012). Constitutional Politics in Canada and the United States. SUNY Press. bls. 203. ISBN 978-0-7914-8584-2.
  187. Guo, Shibao; Wong, Lloyd (2015). Revisiting Multiculturalism in Canada: Theories, Policies and Debates. University of Calgary. bls. 317. ISBN 978-94-6300-208-0.
  188. Sikka, Sonia (2014). Multiculturalism and Religious Identity: Canada and India. McGill-Queen's University Press. bls. 237. ISBN 978-0-7735-9220-9.
  189. Johnson, Azeezat; Joseph-Salisbury, Remi; Kamunge, Beth (2018). The Fire Now: Anti-Racist Scholarship in Times of Explicit Racial Violence. Zed Books. bls. 148. ISBN 978-1-78699-382-3.
  190. Caplow, Theodore (2001). Leviathan Transformed: Seven National States in the New Century. McGill-Queen's University Press. bls. 146. ISBN 978-0-7735-2304-3.
  191. Franklin, Daniel P; Baun, Michael J (1995). Political Culture and Constitutionalism: A Comparative Approach. Sharpe. bls. 61. ISBN 978-1-56324-416-2.
  192. Garcea, Joseph; Kirova, Anna; Wong, Lloyd (janúar 2009). „Multiculturalism Discourses in Canada“. Canadian Ethnic Studies. 40 (1): 1–10. doi:10.1353/ces.0.0069. S2CID 144187704.
  193. Ambrosea, Emma; Muddea, Cas (2015). „Canadian Multiculturalism and the Absence of the Far Right – Nationalism and Ethnic Politics“. Nationalism and Ethnic Politics. 21 (2): 213–236. doi:10.1080/13537113.2015.1032033. S2CID 145773856.
  194. Hollifield, James; Martin, Philip L.; Orrenius, Pia (2014). Controlling Immigration: A Global Perspective (3rd. útgáfa). Stanford University Press. bls. 103. ISBN 978-0-8047-8735-2.
  195. Bricker, Darrell; Wright, John (2005). What Canadians Think About Almost Everything. Doubleday Canada. bls. 8–28. ISBN 978-0-385-65985-7.
  196. „Exploring Canadian values“ (PDF). Nanos Research. október 2016. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. apríl 2017. Sótt 1. febrúar 2017.
  197. „A literature review of Public Opinion Research on Canadian attitudes towards multiculturalism and immigration, 2006–2009“. Government of Canada. 2011. Afrit af uppruna á 22. desember 2015. Sótt 18. desember 2015.
  198. „Focus Canada (Final Report)“ (PDF). The Environics Institute. Queen's University. 2010. bls. 4 (PDF page 8). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. febrúar 2016. Sótt 12. desember 2015.
  199. Magocsi, Paul R (2002). Aboriginal Peoples of Canada: a short introduction. University of Toronto Press. bls. 3–6. ISBN 978-0-8020-3630-8.
  200. Tettey, Wisdom; Puplampu, Korbla P. (2005). The African Diaspora in Canada: Negotiating Identity & Belonging. University of Calgary. bls. 100. ISBN 978-1-55238-175-5.
  201. Nieguth, Tim (2015). The Politics of Popular Culture: Negotiating Power, Identity, and Place. McGill-Queen's University Press. bls. 188. ISBN 978-0-7735-9685-6.

Tenglar

breyta