Þingræði er sú stjórnskipunarreglaríkisstjórn geti aðeins setið með stuðningi löggjafarþingsins. Það er grundvallarregla í flestum lýðræðisríkjum en í öðrum er stuðst við forsetaræði. Þingræðisreglan er ekki skráð réttarregla heldur er hún mótuð af margra alda þróun, í fyrstu aðallega á Bretlandi en fluttist síðan til annarra landa. Reglan mótaðist af baráttu þings og konungs og er samofin minnkandi völdum þjóðhöfðingjans - yfirleitt konungs - í þingræðislöndum. Þingræðisreglan var ekki fullmótuð fyrr en á 19. öld í Bretlandi.

Kort sem sýnir þingræði með appelsínugulum (lýðveldi) og rauðum (konungsríki) lit

Stuðningurinn við löggjafarþingið þarf ekki að vera fólginn í beinum stuðningi meirihluta. Dæmi eru um minnihlutastjórnir sem njóta óbeins stuðnings flokks eða flokka sem verja hana vantrausti og styðja þá að jafnaði mikilvægustu mál hennar svo sem afgreiðslu fjárlaga.

Ísland breyta

Á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904 en þá komst á heimastjórn.[1] Þingræðið var upphaflega veitt stoð í stjórnarskránni árið 1920, í henni mælti 1. gr. „Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn.“ Með lýðveldisstjórnarskránni sem sett var árið 1944 var greininni breytt og segir hún: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn”.[2] Fá dæmi eru um minnihlutastjórnir í sögu lýðveldisins.

Tilvísanir breyta

  1. „Alþingi“ (pdf). bls. 9.
  2. „Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Ísland“ (doc).

Heimild breyta

  • Þingræðisreglan, Námsritgerð við Háskóla Íslands, Jón Sigurgeirsson, 1978
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.