Manitoba
Manitoba er eitt af fylkjum Kanada. Höfuðborg Manitoba er Winnipeg og fólksfjöldi árið 2008 var 1.207.959.
| |||||
Kjörorð: Gloriosus et Liber | |||||
Önnur kanadísk fylki og yfirráðasvæði | |||||
Höfuðborg | Winnipeg | ||||
Stærsta borgin | Winnipeg | ||||
[[Manitoba|]] | |||||
Forsætisráðherra | Heather Stefanson (PC) (Íhaldsflokkurinn) | ||||
Svæði | 649 950 km2 km² () | ||||
- Land | km² | ||||
- Vatn | km² (14,5%) | ||||
Fólksfjöldi (2,1) | |||||
- Fólksfjöldi | 1.207.959 (2008) () | ||||
- Þéttleiki byggðar | /km² () | ||||
Aðild í ríkjabandalagið | |||||
- Dagsetning | |||||
- Röð | |||||
Tímabelti | UTC-6 | ||||
Skipting á þingi | |||||
- Neðri málstofa | |||||
- Öldungadeild | |||||
Skammstafanir | |||||
- Póstur | MB | ||||
- ISO 3166-2 | |||||
Póstfangsforskeyti | |||||
Vefur | www.gov.mb.ca |
Landafræði og náttúrufar
breytaManitoba er 649.950 ferkílómetrar að stærð. Það á landamæri að Ontario í austri, Saskatchewan og Nunavut í norðri og bandarísku fylkjunum Norður-Dakóta og Minnesota í suðri. Suðurhluti Manitoba er hluti af Sléttunum miklu. Hudsonflói er í norðausturhluta fylkisins. Winnipegvatn er gríðarstórt vatn í miðju fylkisins. Baldy Mountain er hæsti punktur fylkisins, 832 metrar yfir sjávarmáli. Um 12% ræktarlands Kanada eru í Manitoba.
Skógar þekja nærri helming fylkisins og helstu trjátegundir eru fura, greni, ösp, lerki og birki. Norður við Hudsonflóa er freðmýri. Ýmsar tegundir spendýra finnast í fylkinu, þ.á.m. elgir, önnur hjartardýr og úlfar. Ísbirnir lifa við strendur Hudsonflóa í Norður-Manitoba.
Söguágrip
breytaFrumbyggjar höfðu búið á svæðinu sem nú kallast Manitoba í árþúsundir. Á 17. öld komu Evrópubúar og hófu að versla með skinn. Hudsonflóafélagið (Hudson Bay Company) var mikilvirkt í þeirri verslun. Árið 1870 varð fylkið Manitoba til en áður hafði landsvæði þess tilheyrt svæðum eins og Rupertslandi og fylkinu Keewatin sem lagt var niður.
Á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar fluttust Íslendingar búferlum til Manitoba og stofnuðu Nýja Ísland. Gimli var álitinn höfuðstaður þess.
Samfélag
breytaUm 90% fólksfjöldans búa í syðsta hluta fylkisins sem er að öðru leyti strjálbýlt.
Tenglar
breyta- Kort af Manitoba (á hinni hlið þess eru ýmsar upplýsingar um Manitoba); birtist í Landnemanum 1892
- Íslendingadagurinn haldinn í 60. sinn í Manitoba; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1949
- Manitoba í ljóðum vestur-íslenzkra skálda; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1970
- Íslendingar á leið til Kanada - mbl.is
- Icelandic Roots. „Where did they go to“ (PDF). Sótt 26. febrúar 2020.