Eyja Játvarðs prins
Fylki í Kanada
(Endurbeint frá Prince Edward Island)
Eyja Játvarðs prins (Prince Edward Island, oft skammstafað PEI) er kanadískt fylki og eyja undan austurströnd Kanada. Eyjan er talin til Sjófylkja Kanada, ásamt Nýju-Brúnsvík og Nýja-Skotlandi, hún er 5,660 km2 að stærð og þar búa um 155.000 manns (2019). Stærsta borgin þar heitir Charlottetown. Ríkjabandalagsbrúin (e. Confederation Bridge) tengir eyjuna við fastalandið. Eyjan er þekkt fyrir fjölda þjóðgarða, auk þess að vera sögusvið sögunnar um Önnu í Grænuhlíð. Hún er nefnd í höfuðið á Játvarði prins (1767–1820), hertoganum af Kent og Strathearn, en hann var fjórði sonur Georgs III konungs og faðir Viktoríu Bretadrottningar.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Eyju Játvarðs prins.