Kol er svart eða brúnt setberg sem aðallega samanstendur af kolefni auk annarra efna, þar á meðal helst vetni og brennisteini.

Kolamoli

Kol er jarðefnaeldsneyti sem oft er tengt iðnbyltingunni, en hefur verið notað í gegnum mannkynssöguna og er enn í dag mesta uppspretta raforku á jörðinnni.

Not kola sem eldsneytis veldur slæmum heilsuáfrifum og dauðföllum (jafn óðum, en líka spáð í framtíðinni vegna fyrirsjánlegra umhverfisáhrifa þá). T.d. beint í námavinnslunni sem er hættuleg neðanjarðar, en líka óbeint við bruna á kolum.

Kolavinnsla er, síðan 1983, mest í Kína (48% af heimsframleiðslunni) en þar á eftir koma Bandaríkin, Indland, Evrópusambandið og Ástralía. Ástralía var (2010) mesti útflytjandinn (27% af útflutningi) svo Indónesia (26%), en Japan stærsti innflytjandinn (18%) svo Kína (17%). Kol er að langmestu leyti notuð til eldsneytis í því landi sem þau eru unnin.

Hið minnsta 40% af rafmagni í heiminum er framleitt með kolum og 30% af rafmagni Bandaríkjanna árið 2016 (notkun fer minnkandi; kolum skipt út fyrir t.d. ódýrt jarðgas). En notkun er hverfandi (síðustu áratugi) á Íslandi (í nokkrum tilgangi á hvers konar kolum), að því undanskyldu að kolagrill eru notuð hér eins og annars staðar í þó svo að gasgrill séu sennilega algengari.

Í raforkuveri í Danmörku sem brennir kolum hefur náðst yfir 47% nýtni.

Opin kolanáma í Garzweiler í Þýskalandi. Víðmynd í hárri upplausn.

Tengt efni

breyta
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.