Alaska

fylki í Bandaríkjunum

Alaska er stærsta fylki Bandaríkjanna. Nafnið Alaska þýðir „meginlandið“ eða „stóra landið“ á inúítamáli.

Alaska
State of Alaska
Fáni Alaska
Opinbert innsigli Alaska
Viðurnefni: 
  • The Last Frontier
  • Land of the Midnight Sun (Land miðnætursólarinnar)
Kjörorð: 
North to the Future
(Norðan framtíðarinnar)
Alaska merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Alaska í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki3. janúar 1959; fyrir 65 árum (1959-01-03) (49. fylkið)
HöfuðborgJuneau
Stærsta borgAnchorage
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriMike Dunleavy (R)
 • VarafylkisstjóriNancy Dahlstrom (R)
Þingmenn
öldungadeildar
  • Lisa Murkowski (R)
  • Dan Sullivan (R)
Þingmenn
fulltrúadeildar
Mary Peltola (D)
Flatarmál
 • Samtals1.723.337 km2
 • Land1.477.953 km2
 • Vatn245.383 km2  (14,2%)
 • Sæti1. sæti
Stærð
 • Lengd2.285 km
 • Breidd3.639 km
Hæð yfir sjávarmáli
580 m
Hæsti punktur6.190,5 m
Lægsti punktur
0 m
Mannfjöldi
 (2023)[1]
 • Samtals733.406
 • Sæti48. sæti
 • Þéttleiki0,43/km2
  • Sæti50. sæti
Heiti íbúaAlaskan
Tungumál
 • Opinbert tungumál20+ tungumál, þ.m.t. enska
 • Töluð tungumál
Tímabelti
Austan við 169°30'UTC−09:00 (AST)
 • SumartímiUTC−08:00 (ADT)
Vestan við 169°30'UTC−10:00 (HST)
 • SumartímiUTC−09:00 (HDT)
Póstnúmer
AK
ISO 3166 kóðiUS-AK
Breiddargráða51°20'N til 71°50'N
Lengdargráða130°V til 172°A
Vefsíðaalaska.gov
Kort af Alaska
Alaska miðað við neðri 48 fylkin.
Matanuska skriðjökullinn norðaustur af Anchorage

Söguágrip

breyta

Frumbyggjar Alaska komu fyrst yfir Beringssund fyrir um 14.000 árum en þá var þar landbrú milli meginlandanna. Evrópuþjóðir fengu áhuga að nýta svæðið á 18. öld. Rússar námu þar land og rússneskir veiðimenn veiddu otra en skinn þeirra var verðmætt. Árið 1799 tók rússneskt verslunarfélag sér verslunarrétt á svæðinu. [2]. Bandaríkin keyptu síðan landið af Rússum fyrir $7,2 milljónir ($113 milljónir í dag) árið 1867.[3] Það var fyrir milligöngu William Seward, utanríkisráðherra BNA. Kaupin voru umdeild og talað var meðal annars um ísbox Sewards (Sewards icebox) og mistök Sewards (Sewards folly).

Árið 1898 kom upp gullæði í Alaska og fóru þúsundir þangað til að freista gæfunnar. Gullæðið gekk yfir á rúmlega 30 árum. Í seinni heimstyrjöld hertóku Japanir 3 eyjar í Aljúteyjum við Vestur-Alaska. [4]

Árið 1959 varð Alaska 49. fylki Bandaríkjanna. Einn stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur varð í Alaska árið 1964, 9,2 á Richter. Stór flóðbylgja fylgdi og olli skemmdum á vesturströnd Bandaríkjanna, á Hawaii og í Japan. 139 manns fórust. Á 7. og 8. áratugnum fundust stórar olíulindir í Alaska og í kjölfar þess var lögð olíuleiðsla þvert yfir fylkið, frá Norður-Íshafinu að Valdez á suðurströndinni, alls um 1200 kílómetra leið.

Landafræði og náttúrufar

breyta

Alaska er stærsta fylki Bandaríkjanna að flatarmáli en jafnframt fjórða fámennasta fylkið. Það er 1.723.337 km² að stærð en íbúar þess aðeins rúm 700 þúsund. Alaska liggur að kanadíska sjálfstjórnarsvæðinu Júkon og fylkinu Bresku Kólumbíu í austri, Alaskaflóa og Kyrrahafi í suðri, Beringshafi, Beringssundi og Tjúktahafi í vestri og Beauforthafi og Norður-Íshafi í norðri. Fjöldi eyja tilheyrir fylkinu og þar eru flest hæstu fjöll Bandaríkjanna. Kodiakeyjaklasinn er úti fyrir suðurströndinni og er þar Kodiakeyja stærst. Hæsta fjall Norður Ameríku, Denali (áður Mt. McKinley) rís nær 6200 metra yfir sjávarmál og er hluti af Alaska-fjallgarðinum sem spannar meira en 600 km í suðurhluta fylkisins. Fljótið Júkon rennur í gegnum Alaska frá austri til vesturs.

Jöklar þekja 41.440 km² svæði í fylkinu. Mýrar og freðmýrar þekja nálægt 487.000 km².

Í kringum 50 eldfjöll eru í Alaska, einkum á Alaska-skaga og Aljúteyjum. Eldfjallasvæðið er hluti af Kyrrahafseldhringnum.

Miklir barrskógar eru í Alaska, ekki síst í suðurhlutanum. Meðal trjáa eru sitkagreni, svartgreni, hvítgreni, marþöll, fjallaþöll, stafafura, fjallaþinur, alaskasýprus, elri, birki og alaskaösp. Íslendingar hafa sótt tré til ræktunar frá Alaska frá síðari heimstyrjöld. Þar má helst nefna sitkagreni, alaskaösp og stafafuru. Einkum hefur þótt hentugt að sækja trjákvæmi til Kenai-skaga og Suðaustur-Alaska en veðurfar þar er sambærilegt og á Íslandi.[5], [6]

Dýralíf er fjölbreytt. Meðal spendýra eru hjartardýr, elgir, hreindýr, úlfar, íkornar, klettafjallageit,háhyrningar, svart-, ís- og brúnbirnir. Ernir, gæsir,endur, lóur, lundar, rjúpur, fálkar, hrafnar, uglur og gjóðar eru meðal fuglategunda. Laxategundir hrygna í ám inni í landi. Einnig finnast froskategundir, salamöndrur og skjaldbökur í fylkinu.

Í Alaska eru 23 þjóðgarðar. Þar á meðal eru Denali National Park and Preserve, Kenai Fjords National Park, Glacier Bay National Park and Preserve og Wrangell–St. Elias National Park and Preserve. Ríkið á 65% lands í fylkinu.[7]

Svæðaskipting

breyta
  • Aleutians East Borough
  • Anchorage
  • Bristol Bay Borough
  • Denali Borough
  • Fairbanks North Star Borough
  • Haines
  • Juneau
  • Kenai Peninsula Borough
  • Ketchikan Gateway Borough
  • Kodiak Island Borough
  • Lake and Peninsula Borough
  • Matanuska-Susitna Borough
  • North Slope Borough
  • Northwest Arctic Borough
  • Sitka
  • Skagway
  • Wrangel
  • Yakutat

Samfélag

breyta

Tæplega 740.000 manns búa í Alaska (2020). Höfuðborgin er Juneau. Langflestir búa í borginni Anchorage eða um 290 þúsund manns. Eina borgin inni í landi er Fairbanks. Um 67% íbúa eru hvítir, 15% frumbyggjar, 5% asíubúar og 3% svartir. Í dag lifa íbúarnir aðallega á fiskveiðum, olíu- og jarðgasframleiðslu auk skógarhöggs.[8] Ferðaþjónusta er einnig mikilvæg.

Samgöngur í suðausturhluta fylkisins eru að miklu leyti með ferjum þar sem vegir eru af skornum skammti. Lestarsamgöngur takmarkast við svæðið norðan og sunnan við Anchorage; frá Fairbanks að Kenai-skaga.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „US Census Bureau Quick Facts: Alaska“. census.gov. United States Census Bureau. Sótt 7. ágúst 2024.
  2. Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það? Vísindavefur. Skoðað 20. febrúar, 2016
  3. Er Alaska land? Vísindavefur. skoðað 20. febrúar, 2016.
  4. Aleutian World War II National parks service. Skoðað 20. febrúar, 2016
  5. Ævintýri í Alaska Mbl.is Skoðað 20. febrúar, 2016.
  6. Skógræktin fær fræ frá Alaska Vísir. Skoðað 20. febrúar, 2016.
  7. Alaska National parks service. Skoðað 20. febrúar, 2016.
  8. Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það? Vísindavefur. Skoðað 20. febrúar, 2016

Tenglar

breyta
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.